Morgunblaðið - 04.07.2016, Qupperneq 4
4
KRÍT
7. júlí í 11 nætur
Netverð á mann frá kr. 145.395 m.v. 2 fullorðna og
2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 189.895 m.v.
2 fullorðna í stúdíó.
Porto Platanias
Village
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
irá
sk
ilja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Frá kr.
145.395
m/allt innifalið
Allt að
30.000kr.
Ein
vinsælasta
gistingin
afsláttur á mann
EM Í FÓTBOLTA KARLA
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016
’
Íslenska EM-ævintýrið hlaut
grimman endi. Það voru hinir fjórir
stóru, Olivier Giroud, Antoine Griez-
mann, Dimitri Payet og Paul Pogba,
sem herjuðu á Stade de France í fjórð-
ungsúrslitum Evrópumeistaramótsins.
Fyrir hinar óvæntu íslensku hetjur voru
endalok mótsins heldur aum.
Varnarlega séð var frammistaðan hroð-
virknisleg og þrýstinginn í skyndisókn-
unum vantaði, en hvort tveggja hafði
fleytt liðinu í fjórðungsúrslitin.
En hinir átta til tíu þúsund íslensku
stuðningsmenn stóðu við sitt, líkt og
þeir hafa gert alla keppnina, og eiga
skilið gull fyrir. Og móttökurnar sem
hinn reynslumikli Eiður Guðjohnsen
hlaut þegar hann gekk inn á völlinn á
83. mínútu voru gífurlegar.“
Verdens Gang
Au revoir, Ísland
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
„Það eru miklar tilfinningar á þess-
ari stundu svo það er erfitt að svara
þessu blákalt,“ segir Geir Þor-
steinsson, formaður Knattspyrnu-
sambands Íslands, spurður um
gengi íslenska liðsins á Evrópu-
meistaramótinu.
„Þetta mót hefur verið stórkostleg
upplifun fyrir okkur og fyrir Ísland,
og gríðarleg upplyfting fyrir ís-
lenska knattspyrnu.“
Töluvert hefur verið fjallað um
háar fjárhæðir
sem KSÍ fær frá
UEFA fyrir gott
gengi liðsins á
mótinu en Geir
segist lítið hafa
leitt hugann að
því. „Þessi
keppni, fyrir mitt
leyti, snerist fyrst
og fremst um
knattspyrnu.“
Geir segir að frábært væri að fá
fleiri unga knattspyrnuiðkendur í
kjölfar mótsins. „Ég er klár á því að
upp vex nú ný kynslóð sem upplifir
þetta og mun stefna ennþá hærra.
Frakkar voru því miður of stórir fyr-
ir okkur en við lærum af þessari
reynslu og reynum að fara skrefi
lengra næst,“ segir Geir og bætir við
að núna sé stefnan sett á næsta
heimsmeistaramót.
„Það er ekkert annað sem kemur
til greina að mínu viti. Ég sé bara
fyrir mér glæsta framtíð íslenskrar
knattspyrnu.“ Þá segist hann hafa
tekið á móti fjölda heillaóska hvað-
anæva úr knattspyrnuheiminum.
„Það sem hefur líka vakið gríðar-
mikla athygli er framganga okkar
stuðningsmanna. Það er það sem
kannski eftir stendur, sá ótrúlegi
stuðningur sem við fengum hér í
Frakklandi. Maður verður að taka
hattinn ofan fyrir íslensku stuðn-
ingsmönnunum. Þeir hafa sett mik-
inn svip á keppnina og hvernig þeir
héldu áfram í stúkunni lengi eftir að
leiknum hafði lokið, vakti einnig
verulega athygli.
Það segja margir við mig að fram-
ganga Íslendinga, bæði innan og ut-
an vallar, hafi verið sigur fyrir evr-
ópska knattspyrnu.“
Förum skrefi lengra næst
Framgangan sögð sigur fyrir evrópska knattspyrnu Stefnan nú sett á HM
Geir
Þorsteinsson
Stemmingin var góð hjá þessum
fríða flokk eftir leikinn. Sögðu þau
að jafnvel þótt svo hefði farið sem
fór, væri framganga landsliðsins
sigur fyrir íslensku þjóðina. „Það
voru auðvitað vonbrigði að tapa
fyrir Frökkum, en við getum ekki
kvartað yfir þessu. Þetta var auð-
vitað sigur, þrátt fyrir allt,“ sagði
Jökull Ingi Þorvaldsson.
Aðspurð hvað hefði staðið upp úr
á mótinu, svöruðu þau öll einum
rómi að leikur Íslands gegn Eng-
landi hefði slegið öll met. „Ég er
ekki mikill fótboltaaðdáandi, en ég
varð ótrúlega spenntur,“ sagði Jök-
ull Ingi, en heilt yfir telja þau að
víkingaklapp íslensku stuðnings-
mannanna hafi slegið í gegn, bæði
hér á landi og erlendis. „Stemm-
ingin í liðinu og í stúkunni er alveg
frábær,“ sagði Kristín Trang.
Miðvarðaparið Ragnar Sigurðs-
son og Kári Árnason stóð sig best í
landsliðshópnum að mati krakk-
anna og voru þau öll sammála um
að liðið hefði í leikjum sínum spilað
vörn í heimsklassa.
Morgunblaðið/Þórður
Flott Anna Kristjana, Elín Mist, Vaka, Kjartan, Ólöf Arna, Kristín, Emilía, Jökull og Ari.
„Þetta var auðvitað sigur, þrátt fyrir allt“
’
Öllu lauk þessu með stóru „HÚH“ í
íslensku horni stúkunnar í París, þar
sem endi var bundinn á ævintýri Íslands
á Evrópumeistaramótinu.
Á regnvotum vellinum voru frönsku
sendingarnar eitraðar og Íslendingar
gátu ekki haldið í við Frakka, þrátt fyrir
að þeir hafi verið meira innan vítateigs
Frakka heldur en Frakkar í þeirra eigin.
Og hví ætti íslenska liðið ekki að vera
stolt af árangri sínum, jafnvel þó að gest-
gjafarnir Frakkar hafi sigrað þá 5-2 í leik
um sæti í undanúrslitum, þar sem Þjóð-
verjar bíða nú eftir stórum bardaga.“
Politiken
Hví ætti liðið ekki
að vera stolt?
’
Portúgalski fyrirliðinn Cristiano
Ronaldo sagði súr í bragði að Ís-
land „myndi ekki afreka neitt“ eftir 1-1
jafnteflið í riðlinum. Hversu rangt hafði
hann fyrir sér? Afrek Íslendinga á Evr-
ópumeistaramótinu hafa ekki aðeins
dreift vitneskjunni um íbúafjölda lands-
ins á undraverðan hátt (329.000 ef þú
vissir það ekki örugglega) heldur hrifið
með sér heila þjóð og jafnframt verið
ein besta sigursaga móts sem nauðsyn-
lega þurfti slíkar sögur. Jafnvel eftir að
þeir lentu 4-0 undir á móti hinum blá-
klæddu sýndu þeir skapgerð sína og
ástríðu með því að vinna seinni hálfleik-
inn 2-1, og allan tímann léku þeir undir
hvatningarópum sinna stórfenglegu
stuðningsmanna, sem gáfu mótinu
lófaklappið ótrúlega.“
BBC
Sýndu skapgerð
sína og ástríðu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldurss
Akureyri Fjöldi ungra knattspyrnumanna horfði á leikinn á Ráðhústorginu
á Akureyri og tóku undir þegar þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik.
Morgunblaðið/Þórður
Kópavogur Stemningin dofnaði örlítið þegar leið á fyrri hálfleikinn og áttu
sumir erfitt með að horfa á öll ósköpin. Trúðu vart sínum eigin augum.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Fri
Vestmannaeyjar Það er erfitt að
horfa upp á hetjurnar sínar tapa.
Ljósmynd/Hallgrímur Ólafsson
Akranes Hátt í 3.000 manns voru samankomin í Garðalundi þar sem sólin skein og nutu margir bæjarbúar veður-
blíðunnar. Settur var upp 300 tommu skjár og var stemningin yndisleg að sögn verkefnastjóra Írskra daga.
Fjöldi Íslendinga nýtti sér risaskjái til að horfa á leikinn
AFP
Arnarhóll Mörgum þótti leikurinn erfiður
áhorfs eftir sigurgöngu Íslendinga á EM.
Morgunblaðið/Golli
Spenna Mikill fjöldi Íslendinga, stórra
sem smárra, fór út til að sjá hetjurnar.