Morgunblaðið - 04.07.2016, Page 25

Morgunblaðið - 04.07.2016, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gert er gert, nú er rétti tíminn til að líta fram á við. Leyfðu öðrum að njóta með þér og hóaðu í unga sem aldna til að eiga með góða samverustund. 20. apríl - 20. maí  Naut Viðkvæmt mál ber á góma og þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verðurðu að gera það. En varastu samt að fara yfir strikið. Stundum má satt kyrrt liggja. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér hættir til að leggja of mikið upp úr yfirborði hlutanna. Gjöfin þarf ekki að vera stór til að gleðja svo gerðu ekkert umfram fjárhagslega getu þína. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til þess að snúa við, þótt aðrir hafi ekki haldið áfram. Framtíð- ardraumar þínir eru þér ofarlega í huga og því horfirðu raunsæjum augum á alla möguleika. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur svo margt á þinni könnu að þú þarft að gæta þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Vertu viðbúin/n. Kannski færðu loksins ávísunina sem þú hefur beðið eftir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það ekki hvarfla að þér að þú getir borið allar heimsins byrðar. Vertu á varðbergi, því minnsta yfirsjón kann að reyn- ast dýr. Gerðu eitthvað fyrir sjálfa/n þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft ekkert að setja upp hundshaus þótt ekki séu allir sammála því sem þú segir. Leggðu gamaldags hugmyndir um rómantík á hilluna, tímarnir eru að breytast. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert eins og suðupottur og þarft að fá útrás fyrir reiði þína. Beindu reið- inni í líkamsrækt. Njóttu þess svo að fá þér eitthvað virkilega gott að borða á eftir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er ekki rétti tíminn til að að- greina sig, aðskilja eða vera einn. Taktu hlut- unum eins og þeir eru og reyndu að gera það besta úr stöðunni hverju sinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Oft er það svo að við miklum hlut- ina fyrir okkur og útlitið er ekki eins svart og okkur sýnist. Allt fer vel ef þú spilar bara af fingrum fram. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að breyta á einhvern hátt út af vananum í dag. Farðu þér hægt í um- gengni við hitt kynið. Hittu vin sem alltaf fær klikkuðustu hugmyndirnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú ert það þú sem átt að taka frum- kvæðið og laða svo aðra til samstarfs við þig. Svaraðu öllum símtölum, en eftir hent- ugleika. Nú er þinn tími kominn. Það var um aldamótin sem um-hverfismál og vernd íslenska há- lendisins fengu vægi sem pólitískt stórmál. Áform um að breyta Eyja- bökkum fyrir austan í uppistöðulón virkjunar mættu harðri andstöðu og almenningur fór að hugsa málin upp á nýtt. Það var í þessu andrúmi sem Guðmundur Páll Ólafsson heitinn setti saman hið snilldargóða rit Há- lendið í náttúru Íslands sem kom út árið 2000. Á marga lund er sú bók dæmi um hvernig slíkar eiga al- mennt að vera; textinn er meitlaður, myndirnar fallegar og umbrotið nánast listrænt. Margt hefur breyst síðan þessi ágæta bók kom út – og því er orðið beinlínis aðkallandi að góður höfundur setji saman aðra há- lendisbók í anda þeirrar sem Guð- mundur gerði. En slík bók ætti þá fyrst og síðast að vera um Ísland og náttúru þess í allri sinni dýrð. Vík- verja finnst komið nóg af kortabók- um eða leiðarlýsingum fyrir flís- peysufólk. Slík kver eru ágæt – þannig séð – en dýpt í umfjöllun er ekki mikil. x x x Af svipuðum toga og fyrrnefnd Ís-landsbók Guðmundar Páls er áhugavert rit um þjóðgarðana í Bandaríkjunum. The National Parks – 100 Years of American Splendor. Bók þessi, sem er gefin út af forlagi National Geographic, er skemmtilegt ferðalag um Bandarík- in milli þjóðgarða þar. Síðustu öldina hafa fjölmörg svæði vestra einmitt verið gerð að þjóðgörðum, sem aftur hafa orðið mikið aðdráttarafl í ferða- þjónustu. Þjóðgarðastefnan helgast raunar af því að í þjóðfélagi innflytj- enda, eins og Bandaríkin sannarlega eru, vantaði einhvers konar tákn sem sameinað gætu þjóðina. Sagan náði ekki langt aftur – en ægifögur náttúran fyllti í þetta félagslega hol- rúm. Forsetar sem sagan hefur dæmt hart, til dæmis Johnson og Nixon, voru til dæmis áfram í þjóð- garðamálum, það er í nefndum til- gangi. Þá verður að nefna að sumir garðanna eiga sér ekki hliðstæður á veraldarvísu og má þar nefna Bryce Canyon-þjóðgarðinn í Utah, hring- leikahúsið á hásléttunni sem Vík- verji heimsótti á síðasta ári. víkverji@mbl.is Víkverji Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. (Jesaja. 41:10) Þetta erindi Bjarka Karlssonar áBoðnarmiði þarfnast ekki skýringa: Á Írafelli úldinn smaug afturgenginn Móri dreginn upp úr dauðs manns haug, demónískur blóri; sníkti, rændi, lapti, laug, lömbum drekkti, ærnar saug, iðkandi sitt arga spaug eigi með nokkru slóri. Gengur af fyrrnefndum frekjudraug sú frétt að ennþá tóri – því reimleikanna römm er taug – sem ráðuneytisstjóri. Davíð Hjálmar Haraldsson sagði á Boðnarmiði fyrir helgi: „Það sem af er sumri hefur verið sólskin og þurrkur hér nyrðra. Bændur kvarta jafnvel um að erfitt sé að slá vegna sprettunnar. Allt grasið sem luðra hér leggst, á ljánum það kuðlast og heggst, það skyggir á sól til skaða á hól en þar er tún þurrast og sneggst. Ólafur Stefánsson skrifar í Leir- inn á fimmtudag að þá um morg- uninn hafi hann lesið í Vísnahorni að Davíð Hjálmar hafi boðað komu sína á Boðnarmjöð. Björn Ingólfsson, sem Ólafur sagðist halda að væri Leirskírteinishafi no. 2, svaraði og sagði menn mega vera skömmótta þar á hinum staðnum, ef þeir kynnu að ríma. „Mér datt þá í hug spaka í anda Jóhanns S. Hannessonar,“ bætti Ólafur við: Þú getur reynt að fara í annað fat, í framhjáhaldi prófa spánnýtt gat, jafnvel ganga í glaðan Boðnarmjöð, ef getan til að ríma’ er ekkert frat. Hagyrðingar og skáld hafa löngum leikið sér að öfugmælavísum og kenndi faðir minn mér margar þegar ég var barn, þar á meðal þessa: Fiskurinn hefur fögur hljóð finnst hann oft á heiðum, ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðum. Nú hefur Fía á Sandi upphafið þennan leik á Leirnum Séð hef ég káta kú með hatt, kiðling stígvél máta, framsóknarmann segja satt og sjálfstæðismann játa. Ólafur Stefánsson stenst ekki mátið: Þó bið sé stundum býsna mikil fórn, við bráðum munum sjá þig aftur káta. Í nóvember við nýja fáum stjórn, nagla, sem að aldrei mistök játa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Móri, sólskin og öfugmælavísur Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir GET ALVEG EINS FARIÐ AÐ HÁTTA HELGA, ÉG ÆTLA Á PÖBBINN! SKILURÐU MIG EINA EFTIR Á LAUGARDAGS- KVÖLDI? JEMINN! HVAÐ VAR ÉG AÐ HUGSA?! HEPPNI EDDI, VERTU HÉR OG HALTU HENNI FÉLAGSSKAP! „ÞETTA SNÝST ALLT UM SAMLEGÐARÁHRIF. VIÐ ÆTTUM AÐ VITA MEIRA ÞEGAR VIÐ GETUM SKILGREINT HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR.“ NÆSTA BENSÍNSTÖÐ EFTIR 42 KM LOKUÐ ... að þekkja engin bönd Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.