Morgunblaðið - 04.07.2016, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.07.2016, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2016 Vatnskæld kælitæki Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d. kerfis- loft eða á vegg hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500 • Frí heimsending lyfja • Góð kjör fyrir eldri borgara og öryrkja • Gerðu verðsamanburð • Lyfjaskömmtun á góðu verði góð þjónusta ogPersónuleg Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00 Heilbrigð skynsemi Heilsugæsla efra Breiðholts Gerðuberg Lyf á lægra verði Flóð eru algeng á regntímabilinu í Suður-Kína en rignt hefur sér- staklega mikið þetta árið og hafa mörg svæði þurft að þola ofsafengið regn undanfarnar vikur. Stjórnvöld gáfu út viðvörun um helgina þar sem íbúar eru varaðir við enn meira regni í mið- og suður- hluta Kína á komandi dögum. Regnið olli aurskriðu á föstudag sem varð að minnsta kosti tíu að bana, samkvæmt upplýsingum yfir- valda. Átti hún sér stað snemma morguns og gróf með sér 29 íbúa Guizhou-héraðs, að því er ríkis- fréttastofan Xinhua greinir frá. Óvenjumikið regn í Suður-Kína veldur banvænum aurskriðum Einn veð- ur og ann- ar skýlir AFP Blautt Þetta par var á leið yfir mikla umferðargötu í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Suður-Kína í gærdag. Mannfjöldi kom saman í New York í gærdag til að minnast Elie Wiesel, eins eft- irlifenda helfar- arinnar og hand- hafa friðar- verðlauna Nóbels, sem lést á laugardag 87 ára að aldri. Wiesel, sem fæddist í Rúmeníu, hefur lengi verið þekktur fyrir ötula vinnu sína við að halda á lofti minningu þeirra gyðinga sem myrt- ir voru í síðari heimsstyrjöldinni. Þekktastur er hann fyrir bók sína, Nótt, þar sem hann greindi frá reynslu sinni af útrýmingarbúðum nasista á stríðsárunum. Wiesel var jarðaður í gær að lok- inni athöfn í bænahúsi gyðinga á Manhattan. Nóbelsverðlauna- hafinn Elie Wiesel látinn 87 ára að aldri Elie Wiesel Tyrkneskt skip hlaðið hjálpar- gögnum fyrir íbúa Gaza kom til hafnar í Ísrael í gær, viku eftir að nágrannaríkin tvö sömdu um að taka upp stjórnmálasamband að nýju, en því var slitið eftir banvæna árás ísraelskra sérsveitarmanna á skipalest Tyrkja árið 2010. Skipið lagðist að bryggju í Ash- dod-höfninni eftir að hafa lagt af stað frá Tyrklandi á föstudag, sam- kvæmt heimildum fréttaveitu AFP. Undir panömskum fána voru um borð í skipinu ellefu þúsund tonn hjálpargagna, þar á meðal matar- pakkar, hveiti, hrísgrjón, sykur og leikföng, að því er ríkisfréttastofa Tyrklands greinir frá. Gögnin verða skoðuð af ísraelsk- um yfirvöldum áður en þau verða send til Gaza-svæðisins, sem sætir herkví af hálfu Ísraela í kjölfar þriggja stríða á undanförnum átta árum. sh@mbl.is Tyrkir senda hjálp  Skip með hjálpargögn til íbúa Gaza Skúli Halldórsson sh@mbl.is Að minnsta kosti 119 manns voru myrtir þegar maður sprengdi sig í bíl sínum á fjölfarinni verslunargötu í Bagdad í gær. Þetta er mann- skæðasta árás sem gerð hefur verið í höfuðborg Íraks á árinu. Spreng- ingin varð í Karrada-hverfinu snemma morguns þar sem mikill mannfjöldi hafði safnast saman til að kaupa inn matföng vegna hátíða- halda sem marka lok Ramadan-föst- unnar. Aðeins er vika síðan íraskar ör- yggissveitir náðu aftur borginni Fallujah úr höndum hryðjuverka- samtakanna sem kenna sig við Ríki íslams. Er Mosul eina íraska borgin sem er á valdi samtakanna. Þá særðust að minnsta kosti 140 til við- bótar, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Bagdad. Sór að refsa þeim seku Forsætisráðherra Íraka, Haider al-Abadi, fór á vettvang árásarinnar og sór að „refsa“ þeim sem sök ættu á henni, að því er fram kemur í til- kynningu frá embætti hans. Í kjölfar sprengingarinnar kvikn- aði í fjölda húsa og unnu slökkviliðs- menn enn að því að slökkva eldana um tólf tímum síðar. Fréttamaður AFP sá til manna bera lík tveggja fórnarlamba út úr einni bygging- anna á meðan hópur fólks stóð álengdar í brakinu á götunni og horfði á. Hussein Ali, 24 ára fyrrverandi hermaður, segir sex starfsmenn í verslun fjölskyldu sinnar hafa verið drepna í árásinni, en lík þeirra voru svo illa brunnin að ekki var hægt að bera kennsl á þau. „Ég mun snúa aftur á fremstu vígstöðvarnar. Að minnsta kosti þar þekki ég óvininn svo ég get barist við hann. En hérna heima, þá veit ég ekki hvern ég á í höggi við,“ seg- ir Ali í samtali við AFP. Styrki aðeins staðfestuna Ríki íslams hefur lýst árásinni á hendur sér og segja að hún hafi ver- ið framin af Íraka og sé hluti „ör- yggisaðgerða“ samtakanna. Þá segja þau skotmarkið hafa verið sjía-múslimar, sem eru í meirihluta í landinu, en súnní-músl- imar líta á þá sem villutrúarmenn og ráðast reglulega á þá í Bagdad og annars staðar. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, Jan Kubich, fordæmdi árás- ina sem svívirðilegt heigulsverk af dæmalausri stærðargráðu. Kallar hann eftir því að yfirvöld dragi þá seku til ábyrgðar. Þá segja yfirvöld að önnur sprenging í norðurhluta Bagdad hafi orðið að minnsta kosti einum að bana og sært fjóra í gær, en orsök hennar er enn ókunn. Talsmaður varnarmálaráðs Bandaríkjanna segir að árásirnar „styrki aðeins staðfestu okkar í að styðja írösku öryggissveitirnar þar sem þær berjast til að ná aftur stjórn á svæðum landsins.“ AFP Sorg Íraskir menn syrgja látna ástvini eftir að þeir misstu fimm fjölskyldumeðlimi í sjálfsmorðssprengjuárásinni. Sprengingin varð í verslunarhverfinu Karrada þar sem mikill mannfjöldi hafði safnast til að kaupa matföng. Á annað hundrað látn- ir eftir sprengjuárás  Svívirðilegt heigulsverk, segir sendifulltrúi SÞ í Írak Óvinur í felum » „Ég mun snúa aftur á fremstu vígstöðvarnar. Að minnsta kosti þar þekki ég óvininn svo ég get barist við hann. En hérna heima, þá veit ég ekki hvern ég á í höggi við.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.