Morgunblaðið - 13.07.2016, Síða 6
Góður árangur í Fljótum 45 kílómetrar af rörum í jörðu
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Góður árangur var af borun eftir
heitu vatni við Langhús í Fljótum og
skilar ný borhola þar margfalt því
sem þörf var á vegna hitaveitu á
svæðinu. Indriði Þ. Einarsson, sviðs-
stjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Skagafjarðar, segir að nauðsynlegt
hafi verið að afla 4-5 lítra á sekúndu
úr þessari holu í viðbót við það sem
þegar var til staðar í borholum á
svæðinu. Niðurstaðan hafi verið 30-
35 sekúndulítrar af rúmlega 100
gráða heitu vatni og er það sjálfrenn-
andi.
Kostnaðaráætlun 240 milljónir
Hann segir að framkvæmdir við
hitaveitulögn í Vestur- og Austur-
Fljótum hafi hafist í fyrrasumar og
var byrjað í Austur-Fljótum og
Stíflu, en ráðgert er að ljúka lögninni
á þessu ári. Alls verði lagðar um 45
kílómetrar af rörum í jörðu og lík-
lega verði tengingar um 50 talsins í
býli, sumarhús og aðra starfsemi.
Borverktaki við Langhús var fyrir-
tækið VKC ehf. og á næstu dögum
verður lagt mat á heildarrennsli og
þrýsting úr holunni.
Indriði segir að enn sé miðað við
upphaflega kostnaðaráætlun upp á
240 milljónir króna, en kostnaður við
borun hafi farið eitthvað fram yfir
áætlun. Miðað er við skiptingu
kostnaðar þannig að Skagafjarðar-
veitur beri 102 milljónir, framlag frá
ríkinu nemi 36 milljónum og notend-
ur greiði 102 milljónir í heimæðar-
gjöld. Nú eru 85-90% heimila í
Skagafirði hituð upp með jarðhita
Ýmsir möguleikar
Aðspurður segir Indriði að vissu-
lega gefi svo mikið af heitu vatni úr
borholunni ýmsa möguleika í at-
vinnuuppbyggingu, en hann segir að
ekkert slíkt hafi verið rætt. Víða í
Fljótum er jarðhiti og rétt við Lang-
hús er sundlaug; að Sólgörðum.
Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR),
voru ráðgjafar Skagafjarðarveitna
við verkefnið. Á vef ÍSOR er greint
frá fyrri borunum við Langhús, en
þetta er fjórða borholan á svæðinu,
árangrinum núna og baráttunni við
sjóðandi vatnið í lok borunar. Þar
segir m.a.:
Harðsótt að ná borstrengnum
„Skolvatnshiti hækkaði þegar
komið var í 140 m dýpi, þá var sjálf-
rennsli 5 l á sek. í stuttu stoppi. Ljóst
var að ásættanlegur árangur hafði
orðið en jafnframt að það yrði að
bora dýpra til að ná niður fyrir inn-
rennslisæðina og tryggja að hún
kafnaði ekki ef holan félli saman.
Áfram var borað í 170 m en þá var
holan farin að gjósa í borun og ljóst
að í óefni var komið því ekki var
nægt vatn til kælingar.
Harðsótt var að ná borstrengnum
upp enda var rennslið upp með
stangalengjunni 20-30 l á sek. og
vatnið sjóðandi. Strókurinn upp úr
holunni var eftir því geysilegur.
Ekki var síður frækilegt að setja
stýringar á holutoppinn og lempa
holuloka niður á flans á holutoppn-
um. Það var ekki síður fagmannlega
gert í sjóðandi vatnsflaumi og það
undir töluverðum þrýstingi. Þetta
gerðu veitumenn og borarar saman
og stóðu vel að verki.“
Borholan gefur marg-
falt það sem þörf var á
Við Langhús Krafturinn leynir sér ekki, en á myndinni er holan opin, það er
áður en lokanum var komið fyrir. Heita vatnið býður upp á ýmsa möguleika.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Skýrsla starfshóps um skoðun á raf-
orkustreng milli Íslands og Evrópu
var kynnt í atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu í gær. Fram kom
að margvíslegur ávinningur kunni
að vera af því að tengja raforkukerfi
Íslands og Bretlands saman með
sæstreng. Gengið er útfrá því að
lagður verði 1.200 kílómetra langur
sæstrengur með 1.000 MW aflgetu
en til samanburðar má geta þess að
afl Kárahnjúkavirkjunar er 690MW.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu er
tekið fram að skýrslunni var skilað
fyrir Brexit, þegar meirihluti Breta
kaus útgöngu úr Evrópusamband-
inu, og þar af leiðandi er engin um-
fjöllun um möguleg áhrif Brexit á
sæstrengsverkefnið.
Óljóst er þó hvaða áhrif útganga
Breta úr Evrópusambandinu kann
að hafa á orkustefnu Breta og hvort
það leiði til þess að Bretar dragi úr
áherslum sínum og markmiðum um
að auka hlutfall endurnýjanlegra
orkugjafa í sínum orkubúskap. Það
hefði neikvæð áhrif á verkefnið eins
og kemur fram í tilkynningu at-
vinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.
Á hinn bóginn kom einnig fram
möguleg óvissa, t.d. hvort Íslend-
ingar gætu framleitt raforku til við-
bótar í nægjanlegu magni til að
standa undir útflutningi í gegnum
1.000 MW sæstreng. Þá er ljóst að
ein stærsta hindrunin, sem þarf að
komast yfir ef af verkefninu á að
verða, er sameiginleg ákvörðun um
ásættanlegt viðskiptalíkan og reglu-
verk sem gerir verkefnið mögulegt
og fengist samþykkt af eftirlits-
aðilum.
Engin ákvörðun tekin ennþá
Starfshópurinn lítur svo á að við-
ræður á milli íslenskra og breskra
stjórnvalda hafi almennt verið gagn-
legar og að ýmislegt hafi skýrst í
þeim, en hins vegar var sameigin-
legur skilningur til staðar frá upp-
hafi hjá báðum aðilum að markmið
viðræðnanna væri ekki samninga-
viðræður heldur fyrst og fremst
gagnkvæm upplýsingaöflun með
það að markmiði að vera liður í því
að ráðamenn geti tekið upplýsta
ákvörðun um næstu skref í málinu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
þáverandi forsætisráðherra, og
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, ákváðu á fundi sínum
hinn 28. október í fyrra að setja á
laggirnar vinnuhóp til að kanna
mögulega tengingu landanna í
gegnum sæstreng og athuga nánar
þau efnahagslegu og félagslegu
áhrif sem lagning sæstrengs gæti
haft í för með sér.
Bresk stjórnvöld áhugasöm
Í skýrslunni segir m.a. að bresk
stjórnvöld hafi almennt til þessa
verið áhugasöm um möguleika á sæ-
streng milli landanna.
Bretar hafa í dag fjórar samteng-
ingar við önnur lönd en níu sæ-
strengsverkefni, sem þó eru mis-
langt komin, eru til skoðunar hjá
yfirvöldum. Á fundum starfshópsins
útskýrðu Bretar að almennt væru
þrjú hefðbundin regluverk og við-
skiptalíkön í boði fyrir sæstrengi en
það eru markaðslíkan, tekjuþaks-
og gólfkerfi, og reglugerðarlíkan.
Það síðastnefnda hefur ekki verið
notað í Bretlandi en er algengt í
Evrópu. Í skýrslunni segir að sam-
anburður á regluverki og við-
skiptalíkönum fyrir sæstreng sé
lykilatriði varðandi könnun á fýsi-
leika sæstrengsverkefnis milli Ís-
lands og Bretlands og fór því stór
hluti viðræðnanna í slík mál. Fjár-
hagsleg hagkvæmni verkefnisins
veltur að miklu leyti á vali á við-
skiptalíkani sem ákvarðar greiðslur
og tekjustrauma á Íslandi og í Bret-
landi. Þó er ljóst að verkefnið verð-
ur ekki að veruleika án sérstaks
stuðningskerfis frá breskum stjórn-
völdum.
Veruleg óvissa tengd sæstreng
Starfshópur um skoðun á raforkustreng skilar niðurstöðum Fjárhagslegur stuðningur breskra
stjórnvalda er forsenda Skýrslunni var skilað fyrir Brexit og því óljóst um orkustefnu Breta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Handaband Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og David Cameron takast í hendur eftir tvíhliða fund þeirra hinn 28.
október 2015, þar sem m.a. voru rædd öryggis- og varnarmál auk þess sem samstarf í orkumálum var rætt.
Samkvæmt niðurstöðum skýrsl-
unnar mun sæstrengur leiða til
hærra raforkuverðs á Íslandi. Er
áætlað að áhrifin geti orðið á
bilinu 0,85 - 1,7 kr./kWst. Bent
er á að algengt heildarraf-
orkuverð heimila er um 17 kr./
kWst og getur hækkunin því
verið um 5-10% á einingaverði
flestra heimila. Þó eru áhrifin
mismunandi eftir svæðum.
Sigurður Atli Jónsson, for-
stjóri Kviku, sagði á blaða-
mannafundinum að það gæti
þýtt um 350 til 710 króna hækk-
un á raforkuverði á mánuði fyrir
meðalheimili. Þó væri t.d. hægt
að lækka virðusaukaskatt á raf-
orku til að mæta hækkun raf-
orkuverðs, að sögn Sigurðar.
Leiðir til
hærra verðs
ÁHRIF Á RAFORKUVERÐ
Rafmagnsverð til evrópskra heimila
Verð í evrum, án skatta og leiðslukostnaðar (EUR/MWh)
160
140
Bretland
Ísland120
100
80
60
40
Ký
pu
r
Ír
la
nd
Íta
lía
G
rik
kl
an
d
H
ol
la
nd
Li
ec
ht
en
st
ei
n
Au
st
ur
rík
i
B
el
gí
a
Kr
óa
tía
Fi
nn
la
nd
B
úl
ga
ría
Li
th
áe
n
U
ng
ve
rja
la
nd
D
an
m
ör
k
Sv
ar
tf
ja
lla
la
nd
Té
kk
la
nd
Le
tt
la
nd
Se
rb
ía
20
0
Heimild : Kvika