Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Um síðustu mánaðamót lækk-aði tryggingagjaldið um
0,5% og er þá komið niður í
6,85%. Þetta er skref í rétta átt og
í frétt á vef
Samtaka at-
vinnulífsins er
bent á að það
sé stigið á
grundvelli
samkomulags
samtakanna
við stjórnvöld
frá því í janúar og sé ætlað að
mæta að hluta stórauknum fram-
lögum atvinnulífsins til lífeyris-
mála.
Samkomulagið feli í sér aðtryggingagjaldið lækki um
sama hlutfall á næsta og þarnæsta
ári og verði því komið í 5,85%.
Það verði því komið í svipað horf
og það var í áður en hækkanir
dundu yfir hjá vinstri stjórninni
eftir bankahrunið, en fyrir var
það raunar enn lægra, eða 5,34%.
Árið 2010 var vinstri stjórninbúin að keyra gjaldið upp í
8,65% og réttlætti með miklu at-
vinnuleysi. Þetta gerði fyrir-
tækjum vitaskuld erfitt fyrir að
ráða fólk í vinnu og hægði þannig
á bata í atvinnumálum.
Nú er atvinnuleysi ekki vanda-mál og fyrri rök því enn síð-
ur gild nú en þá.
Þrátt fyrir jákvætt skref ertryggingagjaldið enn allt of
hátt og full ástæða til að stíga
skref til lækkunar hraðar en rætt
hefur verið um. Ríkisvaldið á ekki
að þurfa samkomulag við atvinnu-
lífið til að vilja lækka skatta, það
á að lækka skatta eins og kostur
er og um leið og tækifæri gefst
til.
Það tækifæri er sannarlega fyr-ir hendi nú.
Tækifærið er nú
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.7., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 18 rigning
Kaupmannahöfn 20 skýjað
Stokkhólmur 18 skúrir
Helsinki 20 léttskýjað
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 18 skúrir
Dublin 15 skýjað
Glasgow 14 alskýjað
London 15 skúrir
París 20 léttskýjað
Amsterdam 19 skúrir
Hamborg 19 léttskýjað
Berlín 26 heiðskírt
Vín 20 rigning
Moskva 25 léttskýjað
Algarve 33 heiðskírt
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 28 heiðskírt
Róm 31 heiðskírt
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 17 skúrir
Montreal 25 skýjað
New York 26 skýjað
Chicago 29 skýjað
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:38 23:31
ÍSAFJÖRÐUR 3:01 24:17
SIGLUFJÖRÐUR 2:42 24:02
DJÚPIVOGUR 2:58 23:09
Héraðsdómur
Reykjavíkur
sýknaði í gær ís-
lenska ríkið af öll-
um kröfum
manns sem fór
fram á ógildingu
ákvörðunar ríkis-
lögreglustjóra og
úrskurðar innanríkisráðuneytis um
að veita honum neikvæða umsögn
vegna umsóknar hans um aðgangs-
kort að haftasvæði flugverndar.
Óumdeilt er að þegar umsókn
ISAVIA um bakgrunnsathugun
mannsins var til meðferðar hjá ríkis-
lögreglustjóra hafði kæra verið lögð
fram á hendur honum fyrir ætlaða
líkamsárás en óheimilt er sam-
kvæmt lögum að veita aðgengi að
svæðinu sé viðkomandi með opið mál
í réttarvörslukerfinu. Þá má ætlað
brot ekki vera stórfellt.
„Fallast ber á mat stefnda á því að
umrætt ætlað brot stefnanda teljist
stórfellt,“ segir í dómi héraðsdóms
og ríkislögreglustjóra því rétt að
veita neikvæða umsögn og var
ISAVIA óheimilt skv. lögum að fara
gegn því mati.
Neitað um
aðgengi að
haftasvæði
Ekki fallist á ógild-
ingu ákvörðunarinnar
Ný drög innanríkisráðuneytisins að
frumvarpi um mannanafnalög hafa
orðið fyrir gagnrýni úr ýmsum átt-
um. Ekki hefur legið fyrir hverjir
höfundar frumvarpsins eru né hvað-
an tillögur þeirra um að leggja niður
flestar reglur um mannanöfn eru
fengnar.
„Þegar formlegir starfshópar eru
skipaðir til að fjalla um mál eru í
þeim utanaðkomandi sérfræðingar
auk fulltrúa ráðuneytisins. Þá er
greint frá því hvaða einstaklingar
áttu sæti í hópnum en það var ekki
um það að ræða í þessu tilviki,“ segir
Þorleifur Óskarsson hjá innanrík-
isráðuneytinu en drögin voru samin
á skrifstofu mannréttinda og sveit-
arfélaga í ráðuneytinu.
Byrjaði með þingfrumvarpi
Að sögn Þorleifs er aðdragandi
málsins sá að á þinginu 2013-2014
lögðu 14 þingmenn með Óttarr
Proppé í broddi fylkingar fram
frumvarp um breytingar á lögum um
mannanöfn. Allsherjarnefnd hafi þá
vísað málinu til ráðuneytisins sem
byrjaði á því að gera könnun á við-
horfum almennings til manna-
nafnalaga og var það gert með skoð-
anakönnun.
60% aðspurðra sögðust hlynntir
rýmkun á löggjöfinni. Ráðuneytið
bauð þá fólki að senda sér umsagnir
um þrjá möguleika á rýmkun regln-
anna. Flestar umsagnir bárust um
þann möguleika að fella úr manna-
nafnalögum takmarkanir á nafngjöf.
Starfsmenn ráðuneytisins sömdu
síðan drög að frumvarpi og lögðu
fram til umsagnar. Þorleifur er hissa
á því hve fáar umsagnir hafi borist til
ráðuneytisins vegna málsins. „Það
hafa einungis borist fimm umsagnir
til okkar vegna þessa máls, við birt-
um drögin til að fá viðbrögð við
þeim,“ segir Þorleifur. elvar@mbl.is
Óháðir sérfræðingar ekki kallaðir til
Enginn formlegur starfshópur á bak við ný drög að lögum um mannanöfn
Hrein samviska í 25 ár
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
B
ra
n
d
e
n
b
u
rg
|s
ía