Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Reglur Það er að ýmsu að huga þegar kosningar eru undirbúnar og ýmis-
konar lög og reglur sem þarf að fara eftir við framkvæmd þeirra.
Elvar Ingimundarson
elvar@mbl.is
„Við höfum haft samráð við mjög
marga í vinnuferlinu. Bæði aðila
sem hafa áhuga á framkvæmd
kosninga og sérstaka hags-
munahópa,“ segir Þórir Haralds-
son, formaður vinnuhóps um end-
urskoðun kosningalaga, en
vinnuhópurinn hefur skilað inn
drögum að frumvarpi til laga og
vinnuskýrslu sinni til umsagnar.
Þórir segir skýrslu hópsins snú-
ast um undirbúning og fram-
kvæmd kosninga fremur en póli-
tísk álitaefni. Langt sé síðan
kosningalögin voru endurskoðuð í
heild sinni.
Tímamörk kosninga breytast
Samkvæmt tillögum vinnuhóps-
ins mun framboðsfrestur og upp-
hafstími utankjörfundaratkvæða-
greiðslu breytast.
„Þessi tímamörk hafa færst í
sundur og gerðu það síðast 1987
og hafa verið í svipuðu horfi síðan
þá. Markmiðið með þessari breyt-
ingu er að það liggi fyrir hverjir
eru í kjöri áður en kosning hefst,“
segir Þórir en ÖSE, Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu, hefur
gert athugasemdir við það að ut-
ankjörfundaratkvæðagreiðsla sé
hafin áður en öll framboð hafa bor-
ist.
„Við leggjum því til að fram-
boðsfrestur fari úr því að vera 15
dagar í það að vera 36 dagar. Það
er auðvitað mikil breyting ekki síst
í nútímasamfélagi þar sem vær-
ingar eru á stjórnmálasviðinu og
ný framboð að koma fram,“ segir
Þórir.
Að hans mati er breyting fram-
boðsfrests nauðsynleg svo hægt sé
að hefja utanatkvæðagreiðslu tím-
anlega.
„Við leggjum til að tími utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslu breyt-
ist úr átta vikum í 29 daga fyrir
kjördag. Það er auðvitað helm-
ingun á tíma en þessi tímamörk
hanga saman því að frá því að
framboð berast þarf að úrskurða
um þau,“ segir hann.
Nýtt verklag á kjörfundi
Í tillögum vinnuhópsins er lagt
til að nýtt verklag verði tekið upp í
kjörfundarstofum. Þannig fái kjós-
andi kjörseðil afhentan þegar hann
kemur inn í stofuna. Síðan fari
hann í kjörklefann og kjósi. Að því
loknu geri hann grein fyrir sér við
kjörstjórn sem stimplar bakhlið
kjörseðils hans, sé hann á kjör-
skrá. Að því búnu leggi kjósandinn
kjörseðilinn í atkvæðakassann.
„Þetta eru viðbrögð við því að
prenttækni hefur farið fram og
það er auðveldara en áður að út-
búa eftirlíkingu af kjörseðli. Þess
vegna viljum við fara sömu leið og
farin er í nágrannalöndunum að
skilyrði fyrir því að blað verði að
kjörseðli er að kjörstjórn stimpli
það með sérstökum stimpli. Þetta
er í raun öryggisatriði. Það getur
verið fullt af blöðum í umferð sem
líta út eins og kjörseðlar en blað
verður ekki að kjörseðli nema það
fái stimpilinn og eftir það fer það
beint í kassann,“ segir Þórir
Hefja talningu fyrr en áður
„Það er heimilt samkvæmt nú-
gildandi lögum að hefja flokkun at-
kvæða fyrir luktum dyrum. Það er
auðvitað umdeilt hvað felst í flokk-
un og hvað felst í talningu að
minnsta kosti þegar fyrstu tölur
birtast í sjónvarpi mínútum eftir
að kjörstöðum er lokað,“ segir
Þórir en vinnuhópurinn leggur til
að hefja megi flokkun og talningu
atkvæða fyrir luktum dyrum áður
en kjörstöðum er lokað. Það þýðir
að búið verður að telja mun fleiri
atkvæði en áður þegar fyrstu tölur
eru birtar.
Þórir telur það vera nauðsyn-
lega lagaskýringu til að hægt sé að
tryggja að öll framkvæmd talning-
arinnar sé í samræmi við lög.
Í tillögum vinnuhópsins er einn-
ig lagt til að stjórnmálasamtök
haldi listabókstaf sínum meðan
þau bjóða fram til kosninga. Bjóði
samtök ekki fram við tvennar
kosningar missa þau listabókstaf
sinn og þurfa að sækja um hann
aftur.
Fyrstu tölur
verða nákvæm-
ari en áður
Lagðar hafa verið til fjölbreyttar
úrbætur á framkvæmd kosninga
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI
ÞOLENDUR OG GERENDUR
KYNFERÐISOFBELDIS
PERSÓNULEGA.
ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA
ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI?
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
TAX FREE
Verið velkomin
Túnikur
Sumarbolir
Peysur
Leggings
Kvartbuxur
Skart
Töskur
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
Fylgist með okkur á facebook
40%
afsláttur
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
kjólar kápur
jakkar frakkar
skyrtur pils peysur
o.m.fl
buxur
blússur
Ferðamönnum stendur nú til
boða að gista í svokölluðum saf-
ari-tjöldum á tjaldsvæðinu í
Laugardal.
Tjöldin sem eru fjögur talsins
eru afar rúmgóð og minna á saf-
aritjöld úr bíómyndum fyrri ára-
tuga. Í hverju tjaldi er uppbúið
tveggja manna rúm auk þráð-
lauss nets og tveggja stóla og því
er hægt að samtvinna þann lúxus
sem gisting undir þaki býður upp
á og ævintýri útilegunnar.
Heiti gistingarinnar á ensku er
Reykjavík Safari Camping en um
er að ræða nýjung í íslenskri
ferðaþjónustu sem unnin er í
samstarfi við fyrirtækið Rent-A-
Tent.
Tjaldstæðið í Laugardal er
stærsti gististaður landsins en
þar geta allt að 950 manns gist í
einu. Í ár var þjónustutími tjald-
svæðisins lengdur töluvert og
opnað í fyrsta sinn þann 1. maí
en tjaldstæðinu verður lokað 30.
september og því opið í fimm
mánuði alls. Á þessu ári er gert
ráð fyrir að gistinætur á tjald-
stæðinu verði í kringum 53.000
talsins, segir í fréttatilkynningu
frá Farfuglum.
Safari tjaldgisting í Laugardalnum
Lúxus Safari-tjald með þráðlausu
neti og uppbúnu rúmi.