Morgunblaðið - 13.07.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 13.07.2016, Síða 13
María er búsett í Svíþjóð. „Ég er að leita mér að vinnu fyrir veturinn og stefni svo á háskólanám í djasssöng.“ Júlía er búsett á Selfossi en stefnir á að flytja í bæinn í haust og starfa á leikskóla. Með blogginu vilja systurnar fá fólk til að líta öðrum augum á vegan- lífsstílinn. „Maður þarf ekki að eiga fullt af pening eða eyða öllum deg- inum í matargerð þegar maður er vegan. Það er ekkert mál að elda venjulegan, fljótlegan, ódýran, nær- ingarríkan, fjölbreyttan og spenn- andi mat án þess að nota dýra- afurðir,“ segir Júlía Sif. Vilja upplýsa almenning Tilgangur bloggsins er einnig að upplýsa fólk betur um hvað felst í því að vera vegan. „Við höfum oft lent í því að fólk haldi að við megum ekki borða óhollt. Við höfum fengið spurn- ingar eins og: „Bíddu, þið megið ekki borða sykur og hveiti er það?“ Eins hefur fólk oft hugmyndir um það að vegan-fólk borði óspennandi mat og að við munum deyja úr næringar- skorti og að við fáum ekkert prótein úr matnum okkar. Þetta er allt mjög fjarri sanni,“ segir Helga María. Systrunum finnst því mikilvægt að fólk sé betur frætt um veganismann. „Samtök grænmetisæta á Íslandi hafa verið dugleg að halda viðburði og fyrirlestra um veganisma. Eins eru til góðar bækur og heimildar- myndir um þessa hluti. Svo eru bloggsíður og Youtube-rásir einnig mikilvægar því þar er fólk sem talar af eigin reynslu,“ segir Júlía Sif. Systurnar eru sammála um að heimur grænmetisæta, eða græn- kera, sé alltaf að opnast og að fleiri möguleikar séu í boði nú en áður. „Fyrir fimm árum þegar ég gerðist vegan þekkti ég enga aðra grænkera. Það voru nokkrar grænmetisætur með mér í MH en enginn var vegan. Veitingastaðir buðu sjaldan upp á vegan-rétti og grænmetisréttirnir þeirra voru yfirleitt löðrandi í rjóma- sósu eða osti og majónesi. Þetta hefur breyst með tímanum og núna er Reykjavík ein af bestu borgunum fyrir vegan-fólk að heimsækja,“ segir Helga María. Svíþjóð himnaríki grænkera Helga María segir Svíana þó vera komna töluvert lengra í ferlinu en okkur Íslendingana. „Svíþjóð er himnaríki fyrir vegan-fólk. Þar færðu allskonar vegan-vörur í öllum versl- unum og nánast hver einasti veitinga- staður er með vegan-rétti á matseðl- inum. Þar er einnig mjög algengt að fólk sem borðar kjöt velji samt græn- metiskostinn þar sem hann er í boði.“ Eldamennska og bakstur er meðal helstu áhugamála systranna. „Við erum báðar miklir kokkar en Júlía er öruggari þegar kemur að bakstri,“ segir Helga María. „Ég hef bakað frá því ég var ung. Helga María hringir oft í mig þegar hún er hrædd um að hún sé að klúðra bakstrinum,“ segir Júlía Sif. „Þegar við erum saman finnst okkur æðis- legt að elda og baka og okkur líður báðum mjög vel í eldhúsinu.“ Þær eiga erfitt með að nefna uppáhaldsmat en vegan-sushi er í miklu uppáhaldi hjá Helgu Maríu og Júlía Sif er mikið fyrir mexíkóskan mat. „Svo borðar Helga María tahini, eða sesamsmjör, með öllu,“ segir Júl- ía Sif og hlær. Enchiladas Júlía er mikið fyrir mexíkóska matargerð. Þessi réttur er með fyllingu úr baunum, sætri kartöflu og kryddum, rúllað inn í vefjur. Hægt er að fylgjast með systrunum á www.veganistur.is og á Instagram og Snapchat undir nafninu Veganistur. Tveir spennandi kostir CLA og CLA Shooting Break Mercedes-Benz CLA er góður kostur fyrir fólk á ferð og flugi. Einstaklega öflugur, sportlegur og skemmtilegur í akstri en jafnframt eyðslugrannur og umhverfismildur. Hann fæst í ótal útfærslum, t.d. framhjóladrifinn eða með 4MATIC fjórhjóladrifinu, einnig með aukabúnaði við hæfi hvers og eins. Fyrir þá sem þurfa meira rými er Shooting Brake hlaðbaksútfærslan kjörin. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook CLA 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.500.000 kr. Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri CLA 180 Shooting Brake með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.600.000 kr. Eyðir frá 4,2 l/100 km í blönduðum akstri DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Veganismi er ein hugmynd inn- an grænmetishyggjunnar. Fólk sem aðhyllist veganisma kallast almennt vegan-grænmetisætur eða grænkerar. Grænkerar borða engar afurðir dýra, hvorki líkama þeirra, mjólk né egg. Að sama skapi forðast vegan alla nýtingu varnings sem prófaður hefur verið eða unninn að ein- hverju leyti úr dýrum, t.a.m. leð- ur, ull, silki og snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum. Grænkerar HVAÐ ER VEGAN? „Okkur finnst gaman að prófa eitt- hvað nýtt þegar kemur að matar- gerð. Ég ákvað fyrir stuttu að prófa að baka brownies úr svört- um baunum,“ segir Helga María, sem hafði ekki miklar væntingar og það kom henni því skemmtilega á óvart hversu bragðgóðar kök- urnar voru. Hún fór strax í það að þróa sína eigin uppskrift af svo- leiðis kökum, hér er útkoman: 1 ½ bolli soðnar svartar baunir. ½ bolli glúteinlaust eða venju- legt haframjöl. ½ bolli hrísgrjónahveiti 1 tsk. matarsódi 1⁄4 tsk. salt ½ bolli kakóduft 4 msk. olía. Ég mæli mest með bráðinni kókosolíu eða sólblóma- olíu 1 tsk. eplaedik ½ bolli vatn ½ bolli agave- eða hlynsíróp 1 bolli brytjað suðusúkkulaði Aðferð 1. Byrjið á því að hita ofninn á 175°C með blæstri. 2. Hellið haframjölinu í skál og malið það niður með töfrasprota eða í matvinnsluvél þar til áferðin verður svipuð hveiti. Leggið til hliðar. 3. Sigtið baunirnar og skolið vel með köldu vatni. Hellið þeim í stóra skál, maukið þær vel og passið að engin baun sé heil. 4. Hellið vatni, sírópi, eplaediki og olíu saman við og maukið vel. 5. Bætið haframjölinu, hrís- grjónahveitinu, kakóinu, saltinu og matarsódanum saman við og maukið þar til engir kekkir eru. 6. Hellið helmingnum af súkku- laðinu út í og blandið saman við deigið með sleif. 7. Penslið muffins-ofnskúffu- form með olíu. Formið sem ég nota gerir 12 kökur og deigið passar ná- kvæmlega í það. 8. Stráið hinum helmingnum af súkkulaðinu yfir kökurnar. Það er hægt að leika sér aðeins þarna og setja á kökurnar hnetur, þurrkaða ávexti, kókosmjöl eða bara það sem manni dettur í hug. 9. Bakið kökurnar í 20-30 mín- útur. Það er stundum mismunandi eftir ofnum hversu langan tíma tekur að baka kökurnar en mínar tóku sirka 26 mínútur. Leyfið kök- unum að kólna í 10 mínútur áður en þið takið þær úr muffins- forminu. Gott er að bera kökurnar fram með þeyttum kókosrjóma. Uppskrift má finna á www.veg- anistur.is. Svartbauna-brownies GAMAN AÐ PRÓFA NÝJUNGAR Í ELDHÚSINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.