Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Hönnun fyrir lífið Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015 Góð hönnun á ekki aðeins við um útlit hlutar, heldur einnig upplifun notandans á honum. Nýju innbyggðu eldhústækin fráMiele eru hönnuðmeð þessa hugmyndafræði í huga. Tækin passa öll fullkomlega saman hvað varðar útlit, áferð og virkni. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í eldhústækin og innréttinguna og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum. best brands IIIJ­lillr 11 við niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir í bréfinu. Isavia svaraði innanríkisráðu- neytinu með bréfi dagsettu 5. júlí þess efnis að lokun brautarinnar hefði verið framkvæmd. Fram kemur í bréfi Isavia að um- rædd flugbraut hafi ekki verið í notkun í nokkrar vikur, m.a. vegna skorts á stæðum fyrir flugvélar, sem hér hafa tímabundna viðkomu. „Jafnframt verður merkingum flug- brautarinnar breytt, til stendur að hún verði nýtt sem akbraut að hluta og fyrir lagningu loftfara að hluta, eftir því sem við á,“ segir í bréfi Isavia til ráðuneytisins. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyr- ir götuna Starhaga vegna uppsetn- ingar aðflugsljósa fyrir Reykjavík- urflugvöll samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Storð. Umrædd aðflugsljós verða sett upp við vesturenda austur/vestur flugbrautar vallarins en aðflugsljós eru þegar til staðar við austurenda brautarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð bók- aði eftirfarandi í tilefni af þessari samþykkt: „Til þess að standa við samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um málefni flugvallarins í Vatnsmýri er skipulagstillaga þessi auglýst. Umhverfis- og skipulags- ráð telur mikilvægt að leitað sé álits Minjastofnunar á framkvæmdunum enda ljóst að a.m.k. eitt mannvirki sé innan minjasvæðis. Lagt er til að tillagan sé einnig send Borgar- sögusafni og hverfisráði Vestur- bæjar. Ráðið leggur áherslu á að öll mannvirki verði felld að umhverfinu á eins látlausan hátt og mögulegt er og að öllum framkvæmdum verði haldið í lágmarki.“ Samkomulagið sem hér er vísað til gerðu Hanna Birna Kristjáns- dóttir, þáverandi innanríkis- ráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, 25. október 2013. Milda sjónræn áhrif Í samkomulaginu sagði orðrétt: „Þegar lokun NA/SV brautarinnar hefur verið staðfest verða ný lend- ingarljós tekin í notkun í samræmi við breytt deiliskipulag og nauðsyn- legur fjöldi trjáa í Öskjuhlíð felldur í þágu flugstarfseminnar. Aðilar leiti þó sameiginlega leiða til að milda sjónræn áhrif hinna nýju lendingarljósa frá fyrirliggjandi til- lögum og takmarka fellingu trjáa í Öskjuhlíð. Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einka- flugi verði fundinn nýr staður í ná- grenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endur- byggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má.“ Morgunblaðið/RAX Flugbraut 06/24 Hinni umdeildu neyðarbraut hefur nú verið lokað. Hún verður akbraut að hluta og einnig notuð sem stæði fyrir flugvélar. Hin þekkta DC 3 flugvél Páll Sveinsson stendur þar. Neyðarbraut breytt í stæði  Isavia hefur lokað flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli að kröfu ráðuneytisins  Brautin verður stæði fyrir flugvélar og akbraut að hluta  Undirbúningur hafinn að aðflugsljósum við Starhaga FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Isavia hefur lokað flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, neyðarbraut- innu svokölluðu. Um þessa braut hefur verið hart deilt undanfarin misseri. Jafnframt er hafinn undir- búningur að uppsetningu aðflugs- ljósa við vesturenda austur/vestur flugbrautar vallarins í samræmi við samkomulag sem ríki og Reykjavík- urborg gerðu í október 2013. Sem kunnugt er var það niður- staða Hæstaréttar að loka skyldi neyðarbrautinni eins og kveðið var á um í umræddu samkomulagi frá 2013. Í framhaldi af því sendi inn- anríkisráðuneytið bréf til Isavia 30. júní sl. þess efnis að loka bæri flug- brautinni án tafa og taka hana úr notkun. Endurskoða skipulagsreglur Sama dag skrifaði ráðuneytið Degi B. Eggertssyni borgar- stjóra bréf þar sem tilkynnt var um þessa ákvörðun. Í bréfinu kemur jafnframt fram að Sam- göngustofu hafi verið falið að hefja þegar vinnu við drög að endurskoðun á skipulagsreglum Reykjavíkurflugvallar með hlið- sjón af þeim breytingum sem af lokun brautarinnar leiðir. „Með þessu hefur ráðuneytið brugðist Í samkomulaginu frá 2013 er til- tekið að fella skuli tré í Öskjuhlíð „í þágu flugstarfseminnar“ eins og þar segir. Þetta hefur ekki verið framkvæmt ennþá. Borgin og Isavia ætla að gefa sér sumarið til að fara betur yfir stöð- una á trjánum í Öskjuhlíð, að sögn Þórólfs Jónssonar, deildarstjóra náttúru og garða hjá Reykjavíkur- borg. „Við ætlum að fara yfir mælingar sem voru gerðar 2013 og jafnvel endurtaka mælingar því trén hafa auðvitað haldið áfram að vaxa. Í framhaldi af því munum við skipu- leggja aðgerðir í samvinnu við Isavia. Það er ekki búið að tíma- setja þær aðgerðir en þær gætu auðvitað orðið með haustinu,“ segir Þórólfur. Að hans sögn snýst þetta um grenitré og á ákveðnu svæði þyrfti að fella hæstu trén. Á svæðum sem um ræðir er yfirleitt um að ræða blandaðan skóg, þó hæstu trén séu tekin stæðu eftir lægri tré, bæði greni og tré af öðrum tegundum. Það sé undantekning ef það þyrfti að fella heilan lund af grenitrjám. Morgunblaðið/RAX Öskjuhlíð Á svæðinu er yfirleitt um að ræða blandaðan skóg. Tré í Öskjuhlíð mögu- lega felld með haustinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.