Morgunblaðið - 13.07.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 13.07.2016, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 ✝ Daníel ÞórEmilsson hús- gagnasmíða- meistari fæddist 31. desember 1927 að Kleifarstekk í Breiðdal. Hann lést á Landspítalanum 4. júlí 2016. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sig- ríður Jónsdóttir, fædd í Papey 30. apríl 1895, d. 19. febrúar 1997, og Emil Þórðarson bóndi, fæddur á Kömbum í Stöðv- arfirði 12. júní 1894, d. 20. júlí 1952. Systkini Daníels eru Sig- urður Hafsteinn, f. 10. nóv- ember 1926, d. 25. október 1948, og Nanna Emilsdóttir, f. 5. febrúar 1923. Daníel kvæntist 8. júní 1957 Ernu Helgu Þórarinsdóttur hússtjórnarkennara, f. 8. júlí er kona hans Siv H. Franks- dóttir kennari, f. 1961. Börn þeirra eru Emil Týr og Embla Nanna. 3. Helga verslunarstjóri, f. 10.4. 1966. Maki hennar er Sævar Jónsson fram- kvæmdastjóri, f. 1958, og eiga þau dæturnar Ísabellu Ernu, Gabríelu Rut og Daníelu Söru. Eftir skyldunám í Breiðdal fór Daníel tvo vetur í Héraðs- skólann á Laugarvatni. Þá réðst hann sem lærlingur í húsgagna- smíði hjá verðandi tengdaföður sínum á Laugarvatni og lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík fjórum árum síðar. Daníel og Erna hófu sinn bú- skap í Keflavík þar sem Daníel vann við smíðar og leigubíla- akstur. Þau fluttu til Reykjavík- ur árið 1961 og hafa lengst af búið að Safamýri 93. Ári síðar og allt til ársins 1998 sáu þau hjón um rekstur Hótels Eddu á Laugarvatni á sumrin, en voru í Reykjavík á veturna við smíðar og kennslu. Daníel var félagi í Frímúrarareglunni frá 1988. Útför Daníels fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. júlí 2016, klukkan 13. 1933. Foreldrar hennar voru Guð- munda Margrét Guðmundsdóttir, ættuð frá Vestmannaeyjum, og Þórarinn Stef- ánsson, kennari á Laugarvatni, ætt- aður frá Mýrum í Skriðdal. Börn Daníels og Ernu eru þrjú: 1. Haf- steinn íþróttakennari, f. 11.5. 1957, kvæntur Mörtu Árnadótt- ur leikskólakennara, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Hildur Björk, maki Guðmundur Frið- geirsson og eru synir þeirra Daníel Örn, Kári Steinn og Grímur Orri. b) Daníel Þór, sambýliskona Gyða Dögg Jóns- dóttir, en börn þeirra eru Sara Antonía og Hafsteinn. 2. Þór rafeindavirki, f. 20.3. 1961 og En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Í dag kveð ég tengdapabba minn, afa Danna, með söknuði en líka þakklæti. Ég verð að segja langt fyrir aldur fram því hann var svo ungur á líkama og sál. Fyrst og síðast vil ég þakka honum að hafa verið mér ein- staklega góður tengdapabbi og börnunum okkar frábær afi, jafnframt að hafa verið börnun- um sínum góður pabbi og góður eiginmaður tengdamömmu minnar Lillýjar. Það verður tómlegt að hafa hann ekki hjá okkur, sérstaklega fyrir ömmu Lillý því þau voru einstaklega samrýmd hjón og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þau gerðu nánast allt saman og voru alltaf til í sprell og fjör. Eitt af því sem einkenndi Danna var þrautseigja og sjálfs- bjargarviðleitni, það var ekkert verk sem ekki var hægt að vinna. Hann hafði góða nær- veru, var jákvæður, glaðvær og einstaklega hjálpsamur. Hann var áhugasamur um heilsuna, lífið og tilveruna og hugsaði vel um sig og sína. Var alltaf til staðar. Ég veit að skemmtilegar, fyndnar, góðar og fallegar minn- ingar um afa Danna eiga eftir að hlýja okkur um hjartarætur alla tíð. Guð veri með okkur öllum og styrki. Hvíl í friði, elsku Danni. Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Siv. Elskulegur tengdafaðir minn lést þann 4. júlí. Það er margs að minnast um þennan einstaka mann eða höfðingja, eins og ég myndi vilja kalla hann. Lífið er einkennilegt en dauðinn er óum- flýjanlegur, svo mikið er víst. Enda þótt Danni hafi náð nokk- uð háum aldri þá var eins og all- ir ættu von á því að hann yrði allavega 100 ára, svo hress hefur hann verið í gegnum tíðina, en stutt veikindi settu strik í reikn- inginn. Minningin um einstakan mann lifir. Ég kynntist Daníel og Lillý þegar við Helga felldum hugi saman 1992. Ekki grunaði mig þá að við ættum eftir að verða svona miklir vinir og samferða- menn en ég varð ríkari fyrir vik- ið. Hann kenndi mér mikið um lífið og tilveruna. Við áttum margar góðar stundir saman og þegar maður komst nálægt hon- um gat maður dregið upp úr honum sögur úr æsku en hann ólst upp við kröpp kjör austur á Breiðdalsvík. Daníel var ekki mikið fyrir að trana sér fram, hann lét verkin tala. Þau eru ófá handtökin á heimili okkar og annarra sem hann hefur komið nálægt, eða bara einfaldir hlutir sem þurfti að sinna. Aldrei minnist ég þess að hann hafi beðið eftir að aðrir færu í verkin, hann var einfald- lega alltaf tilbúinn að ganga til verka hvert sem erindið var, enda handlaginn með eindæm- um. Þessi hógværð sem einkenndi hann alla tíð var aðdáunarverð. Sama hvert litið var, alltaf lít- illæti þó að hann tæki þátt í öllu, veislum, mat, drykk og öllu sem því fylgir. Aldrei neitt óhóf. Oft- ast síðastur úr veislum eftir að hann gekk frá öllu og yfirleitt mættur fyrstur til að undirbúa. Teinréttur, grannur og glæsi- legur alla tíð, með mikinn áhuga á fjölbreyttri líkamsrækt sem þau stunduðu bæði af miklu kappi. Danni og Lillý voru eins og eitt og eru gjarnan nefnd í sömu andrá, þau ráku saman Hótel Eddu á Laugarvatni í um 40 ár enda bæði heimakær og hafa átt þar sumarhús um ára- tuga skeið. Það var sælureitur í gegnum tíðina, og þar hófst þeirra samband sem endaði með sérlega farsælu hjónabandi. Danni var ekkert alltaf sam- mála öllum og lét alveg sína skoðun í ljós þrátt fyrir hógværð sína. Ég minnst þess aldrei að hafa deilt við Danna um nokk- urn skapaðan hlut, hvort það er vegna þess að við náðum svona vel saman eða hann væri svona mikill diplómat, held að bland af hvoru tveggja sé svarið. Barngóður var hann með ein- dæmum. Börnin voru mjög hænd að honum og báru virð- ingu fyrir honum, það merkti maður fljótt og þau sóttu í að vera hjá þeim á Laugarvatni eða í Safamýri þar sem þau bjuggu lengst af. Ófáar ferðir til Flórída sitja í minningunni þar sem við slökuðum á saman. Þessar minningar skjóta upp kollinum þegar maður lítur til baka. En nú er búið að flauta leik- inn af og minningin um yndis- legan mann með einstakan kar- akter lifir um ókomna tíð. Missir fjölskyldunnar og Lillýjar er mikill en Danni var elskaður og dáður af öllum sem þekktu hann. Þín verður sárt saknað en hafðu þökk fyrir allt, elsku vin- ur. Hvíl í friði. Sævar Jónsson. Elsku afi Danni. Þegar við hugsum til þín kem- ur upp í huga okkar hlátur, gleði og grín. Allar góðu minningarnar sem við eigum um þig eru okkur dýr- mætar, ótalmörg ferðalög sem við fórum saman, stundirnar í sumarbústaðnum ykkar ömmu og allar skemmtilegu spilast- undirnar. Það voru ófáar dýr- mætar stundir þar sem við krakkarnir spiluðum með þér rommý eða kapal, þrátt fyrir að reglurnar ættu stundum til að breytast þér í hag. Allar Flórídaferðirnar sem við höfum farið saman eru ógleymanlegar þar sem þú naust hverrar stundar í faðmi fjölskyldunnar sem var þér svo kær. Við fundum svo sannarlega fyrir því hve kærleiksríkur þú varst og hafðir alltaf tíma fyrir okkur til leiks og ráðagerða. Stundirnar sem við áttum sam- an í bílskúrnum þínum að smíða hina ýmsu hluti, allt frá dúkku- húsum upp í hillur fyrir leik- föngin okkar. Þið amma fylgduð okkur alltaf eftir og hafið verið stór hluti af lífi okkar og öllum okkar viðburðum eins og íþróttamótum og tónlistarvið- burðum. Þú varst enginn venjulegur afi og engum líkur, varst alltaf til í grín og glens sem foreldrum okkar þótti stundum nóg um, en það fannst okkur krökkunum skemmtilegast. Lífið hefði verið tómlegt án þín. Þú gafst því svo sannarlega lit – allan regnbogann. Við mun- um sakna allra góðu stundanna með þér og vöfflubakstursins sem þér fannst svo skemmtileg- ur. Við lofum að halda frösum þínum á lífi og minnast þín að ei- lífu. Hvíl í friði, elsku afi, þín barnabörn; Ísabella Erna, Emil Týr, Gabríela Rut, Daníela Sara og Embla Nanna. Daníel mágur minn og góður vinur hefur nú lokið langri og farsælli lífsgöngu sinni. Verður hans ávallt minnst með hlýhug og þakklæti af ættingjum og þeim fölmörgu vinum sem notið hafa gæsku hans og velvilja í gegnum árin. Ég kynntist Danna fljótlega eftir að hann settist ungur í Héraðsskólann að Laugarvatni, kominn alla leið austan úr Breiðdal. Hann var hár og myndarlegur og vakti fljótt eft- irtekt fyrir ýmissa hluta sakir. Athygli mína vakti hann fyrst í sundlauginni á staðnum, en þar var einlægt verið að æfa og keppa í hinum ýmsu sundgrein- um. Hann var ágætur sundmað- ur og leið ekki á löngu þar til hann skaust fram úr mér og öðr- um í lauginni og fór hann fljót- lega að keppa á sundmótum í sýslunni og víðar þar sem hann vann oft til verðlauna. Þá vakti hann sérstaka athygli í smíða- kennslu hjá föður mínum fyrir einstaka lagni og vandvirkni og fallega gripi sem frá honum komu. Eftir tveggja vetra nám í hér- aðsskólanum sótti hann um að verða lærlingur hjá föður mín- um í húsgagnasmíði. Var það auðsótt mál þar sem smíðahæfi- leikar hans voru ótvíræðir og lauk hann meistaranámi í grein- inni nokkrum árum síðar. Á þessum árum fór Danni að skjóta sér í Lillý systur minni sem leiddi til giftingar þeirra í júní 1957. Stigu þau þar mikið gæfuspor, en 60 ára sambúð þeirra hefur verið sérlega far- sæl og samstillt. Þau eignuðust þrjú vel gerð börn sem öll eru vel gift, barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin nú fimm tals- ins. Eftir stuttan búskap í Kefla- vík fluttust þau Danni og Lillý til Reykjavíkur og hafa lengst af búið að Safamýri 93. Frá árinu 1962 og í nær 40 ár sáu þau um rekstur Hótels Eddu á Laugar- vatni sem var í húsnæði Menntaskólans þar á sumrin og var eitt fyrsta Edduhótelið á landinu. Naut samheldni þeirra sín vel í þessu starfi og höfðu þau til samans allt það sem þurfti til að reksturinn gengi vel og gera hótelið vinsælt. Á vet- urna störfuðu þau síðan í Reykjavík, Danni við sína iðn- grein og Lillý við hússtjórnar- kennslu. Daníel var vandaður maður til orðs og æðis og var hæverskan honum eðlislæg. Hann var einkar skapgóður og hafði gott skopskyn og var hann því góður og skemmtilegur ferðafélagi og er margs að minnast úr fjöl- mörgum ferðum okkar. Daníel var sannkallaður þúsundþjala- smiður og leituðu því ættingjar og vinir mikið til hans eftir að- stoð sem alltaf var fúslega veitt. – Danni og Lillý voru svo lán- söm að eiga saman mörg og margvísleg áhugamál. Sérstak- an áhuga höfðu þau á allri lík- amsrækt, sund og leikfimi mikið stunduð svo og þátttaka í gönguhópi. Á tímabili var spilað golf og farið á skíði bæði heima og erlendis og náðu þau allgóð- um árangri í hvorutveggja. Daníel byggði sér og fjöl- skyldu sinni sumarbústað rétt innan við Laugarvatn. Á þessum sælureit hafa þau hjónin mikið dvalið á sumrin, einkum hin síð- ari ár eftir að þau hættu störfum og ellin færðist yfir. Ég og fjölskylda mín vottum Lillý og fjölskyldu hennar inni- lega samúð. Góður maður hefur kvatt sem minnst er með sökn- uði og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Stefán G. Þórarinsson. Brosmildur, hlýr og traust- vekjandi. Þannig minnist ég Daníels frá fyrstu tíð. Það var gott að hafa þau Lillý og Danna með í skíðahópnum okkar. Alltaf jákvæð og notaleg, gestrisin og hjálpfús. Eitt fagurt sumarkvöld á leið úr Kerlingarfjöllum ákváðum við Kristín að koma við á Eddu- hótelinu á Laugarvatni og fá okkur silung. Þar hittum við Lillý og Daníel, sem sáu um reksturinn. Ég mundi eftir Lillý frá því ég var í íþróttakennara- skólanum, fallegu heimasæt- unni, dóttur Þórarins, smíða- kennara. Var ég spenntur að sjá, hvaða stælgæi hefði náð í hana! Og þarna birtist hann, hár og myndarlegur, ósköp notaleg- ur náungi. Við nánari kynni reyndist hann vera einstakt ljúfmenni, hress og skemmtileg- ur. Hann var listasmiður, sem allt lék í höndunum á. Alltaf boðinn og búinn til þess að lið- sinna með allt sem lagfæra þurfti. Það leið ekki á löngu, þar til þau komu til okkar á skíði í Kerlingarfjöll. Og fyrr en varði voru þau komin í skíðahópinn okkar góða sem lagði skíða- svæðin í Ölpunum undir sig á hverjum vetri í fjöldamörg ár. Ógleymanlegar ferðir, þar sem gleðin og vináttan réð ríkjum. Þar tengdust margir tryggðar- böndum fyrir allt lífið. Nú, þeg- ar við Kristín kveðjum okkar kæra vin Daníel, með söknuði og þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar, veit ég að skíðavinirnir taka heilshugar undir innilegar samúðarkveðjur okkar til elsku Lillýar og allra þeirra nánustu. Valdimar Örnólfsson. Ég sit og reyni að skrifa minningarorð um elsku afa en orð fá því varla lýst hversu sárt ég sakna hans. Ég veit að afi hefði ekki viljað að við dveldum í sorginni heldur héldum áfram að njóta lífsins. Það gerði hann svo sannarlega með ömmu sér við hlið og eftir sitja dýrmætar minningar um yndislegar stund- ir sem við áttum saman. Þessi stutta grein nær ekki utan um allar minningarnar en þær ylja manni um hjartarætur á erfið- um stundum sem þessum. Afi var einstakur. Hár og grannvaxinn, ljúfur og yfirveg- aður og vildi alltaf að öllum liði vel. Hann var töffari. Lét ekki mikið fyrir sér fara en tjáði væntumþykju með einstakri hjálpsemi og sannri vináttu án þess að ætlast til neins á móti. Hann gat verið þver, átti það til að blóta og fór ekkert alltaf eftir settum reglum. Allt þetta gerði hann einstakan í mínum augum. Það var alltaf hægt að leita til afa og hann tók á móti manni með innilegu faðmlagi. Þegar ég var yngri trúði ég að afi gæti smíðað allt í bílskúrnum sínum. Hann sýndi mér á móti að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég hafði mikinn áhuga á að aðstoða hann á Hótel Eddu og var rétt um tíu ára gömul þegar hann kenndi mér á peningakassa til að ég gæti afgreitt með honum í minjagripabúðinni. Þar tókum við saman á móti ferðamönnum og seldum þeim póstkort og lopapeysur. Hann kenndi mér einnig á símkerfið til að ég gæti leyst af í gestamóttökunni og það liðu ekki mörg ár þar til ég var komin í fulla vinnu. Þegar ég var 15 ára kenndi hann mér að keyra beinskiptan bíl og þegar ég keypti mína fyrstu íbúð var hann okkur innan handar í öll- um framkvæmdum. Þrátt fyrir veikindi síðustu mánuði vildi hann áfram vera inni í öllum framkvæmdum og kom með góð ráð. Svona sinnti hann öllum í kringum sig, af einstakri um- hyggju og drifkrafti. Elsku afi, það er hálf-óraun- verulegt að þú skulir ekki vera lengur meðal okkar. En þú ert ekki farinn. Þú lifir í hjörtum okkar, í sögunum og öllum fal- legu minningunum sem við eig- um um þig. Ég sakna þín og mun elska þig að eilífu. Hildur Björk. Daníel Þór Emilsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBERGUR SVEINSSON húsasmíðameistari og sjómaður frá Barðsnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Hamri Mosfellsbæ 8. júlí. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 18. júlí klukkan 13. . Ingibjörg Símonardóttir, Berglind Þorbergsdóttir, Jón Valgeir Jónsson, Sigurður S. Þorbergsson, Linda Sólveig Birgisdóttir, Sigrún Þorbergsdóttir, Ástþór V. Jóhannsson, Símon H. Vilbergsson, Inga Arna Heimisdóttir, Tómas L. Vilbergsson, Hafdís Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, EINAR ARNÞÓR SNÆBJÖRNSSON, Geitdal, lést á Landspítalanum 10. júlí. Útförin fer fram í Þingmúla föstudaginn 15. júlí klukkan 14. . Jón Snæbjörnsson, Bjarni Snæbjörnsson og aðrir aðstandendur. Yndislegi pabbi okkar, SIGURÐUR GÍSLASON, Akurgerði 10, Hóli, Akranesi, lést 10. júlí í faðmi ástvina sinna. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 15. júlí klukkan 13. . Seselia G. Sigurðardóttir, Svanur Guðrúnarson, Sandra Liv Sigurðardóttir, Hjalti Á. Þorleifsson, Jón Gísli Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.