Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 ✝ Guðjón Guð-laugsson fædd- ist 15. janúar 1938 á Akureyri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. júlí 2016. Foreldrar hans voru Guðlaugur Kristjánsson, f. 1883, d. 1945, og Bjarney Pálína Guðjónsdóttir, f. 1898, d. 1977. Systkini: Sigurður, Margrét, Valdimar, Pálína Ragnheiður, Kristján, Anna, Jón Viðar, Sigurjón, Guðlaugur. Guðjón kvæntist Kristínu Pálsdóttur. Börn þeirra eru Guðlaugur, maki Elísabet María Garðarsdóttir. Börn hans Guðjón Þór frá fyrra sambandi, og hennar Erna Björk og Ragna Guðfinna Ólafsdætur. Jón Örn, maki Sigríður Harpa Wolfram. Börn þeirra Askur Logi og Katrín Lilja. Börn Kristínar frá fyrra sambandi: Björgvin Páll og Róbert Friðriks- synir. Guðjón ólst upp og bjó á Akureyri fram yfir gagn- fræðaskóla en fluttist þá til Reykjavíkur og vann ýmist á Keflavíkurflug- velli eða á sjó en hann var meðal annars á varðskipi og á tankskipinu Kyndli. Hann fór svo til Bandaríkjanna árið 1965 til að læra flugvirkjun í Tulsa Oklahoma og starfaði við það mestallan sinn starfs- feril, eða þar til hann fór á eftirlaun 67 ára. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 13. júlí 2016, klukkan 13. Bless, elsku pabbi minn. Undanfarna daga hafa minn- ingarnar streymt fram og ég hef verið að minnast bíltúranna sem oftar en ekki enduðu niðri á höfn eða eitthvers staðar úti á Granda að skoða skip og báta eða bara að horfa út á hafið. Ég með gos og þú með pilsner og ég veit að afastrákurinn þinn og nafni á mjög svipaðar bíltúrsminningar. Eins minnist ég allra ferða- laganna sem við fjölskyldan fór- um í, bæði í sumarbústaði og tjald. Eins og þá var siður var oft smurt nesti fyrir lengri ferðalögin og stoppað á einhverj- um fallegum stað, breitt úr tepp- um og drukkið kaffi af hitabrúsa og annað hvort djús eða kakó- malt úr flösku, eftir akstur í ryki og holum á drekkhlöðnum bíln- um. Einnig minningar þar sem við fórum í heimsóknir til vina eða ættingja til að laga biluð heim- ilistæki, því að pabbi minn var ótrúlega lunkinn í að gera við flest allt, sérstaklega man ég eft- ir þvottavélum og ísskápum. En síðustu 20 og eitthvað árin þá hjálpaði ég honum við við- haldið á húsinu og þá vorum við oftast tveir saman og þá komu oft skemmtilegar sögur, til dæm- is síðan hann var á sjónum eða í námi í Bandaríkjunum. Ég á eftir að sakna þessara stunda. Guðlaugur Guðjónsson. Elsku pabbi. Þótt ég hafi vilj- að hafa tímann lengri saman þá er ég samt svo þakklátur fyrir tímann sem við höfðum þó sam- an. Þegar svona gerist fer maður að hugsa til baka og brosi ég mikið þegar ég hugsa til þess þegar við fórum saman í Þjórs- árdalinn, ég, þú og Gulli, að sækja kofann. Hvað við hömuð- umst við að ná þessu í sundur og bárum þakið. Og þú hélst þig all- an við verkið eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fórst margar ferð- ir fram og til baka með rusl til að henda og hljópst með hverja spýtuna á fætur annarri í kerr- una svo að barnabörnin gætu nú fengið leikkofa. Dagurinn eftir var víst slæmur hjá þér … get rétt ímyndað mér það þar sem ég, 38 ára gamall, var allur bólg- inn og sár eftir átökin og þú þá 74 ára. Já, aðeins tvö ár liðin, samt hefur svo margt gerst. Eins brosi ég þegar ég rifja upp þegar við fórum að kaupa tösku undir rafmagnsgítarinn minn og sölumaðurinn átti bara eina tösku sem hafði lent undir dóti hjá þeim og var öll brotin. Fengum við hana fyrir lítið og þú hélst að það væri nú lítið mál að laga þetta. Tókst hana með þér í vinunna og þegar vaktar- törnin var búin komstu heim með heila tösku með þessum flotta álrenningi á toppnum til að halda henni saman. Er þessi taska til enn í dag og virkar fínt. Svona varstu flinkur í höndun- um. Allt dót var límt og lagað þar til maður skemmdi það svo mikið að enginn hefði getað lag- að það. Elsku pabbi, tengdapabbi, afi. Takk fyrir tímann og minning- arnar. Við vitum að alfaðirinn hugsar vel um þig þar til við náum að skála saman aftur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Jón Örn Guðjónsson, Sigríð- ur Harpa Wolfram, Askur Logi Wolfram Jónsson, Katrín Lilja Wolfram Jóns- dóttir. Guðjón Guðlaugsson HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ástkær eiginkona. ✝ Valborg Jón-ína Jónsdóttir fæddist 5. okóber 1926 á Grund í Stöðvarfirði. Hún lést á hjúkrunar- deild FSN á Nes- kaupstað þann 7. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Jón Einarsson, f. 14. maí 1894 í Kol- staðagerði, Vallarhreppi, S- Múlasýslu, d. 18. júlí 1973, og Þórstína Pálsdóttir, f. 5. janúar 1896 á Þiljuvöllum í Berufirði, d. 12. febrúar 1982. Bræður Valborgar eru Björgvin Guð- leifur Jónsson, f. 6. desember 1928, Lárus Jónsson, f. 30. júlí 1932, d. 29. ágúst 1957, Þor- steinn Jónsson, f. 27. ágúst 1934, d. 17. júlí 1958 og Sig- urður Jónsson, f. 27. febrúar 1937. Hálfbræður Valborgar í móðurætt eru Páll Þorsteins- son, f. 16. október 1918, d. 31. mars 1960, Jóhann Þorsteins- son, f. 23. október 1919, d. 2. apríl 1939, Stefán Þorsteinsson, f. 20. janúar 1921, d. 5. janúar 1971, og Þorsteinn Þorsteins- son f. 15. febrúar 1923, d. í ágúst 1934. Þann 11. nóvem- ber 1944 giftist Valborg Hauki Ólafssyni, skip- stjóra, d. 26. des- ember 2012. Börn þeirra eru: 1) Ólaf- ur Jóhann, f. 24. mars 1944, kvænt- ur Guðbjörgu Svölu Guðjónsdóttir og eiga þau eina dóttur, 2) Sigur- bergur, f. 31. október 1947, kvæntur Álfdísi Ingvarsdóttur og eiga þau eina dóttir og þrjá syni. 3) Þór Sigurbjörn, f. 29. nóvember 1950, kvæntur Maríu Kjartansdóttur og eiga þau eina dóttur og þrjá syni. Barna- börnin eru níu, barnabarna- börnin eru 21 og eitt barna- barnabarnabarn. Valborg hefur auk hús- móðurstarfa unnið utan heim- ilis við ýmis störf en lengst af í brauðgerð Kaupfélagsins Fram. Útför Valborgar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 13. júlí 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag kveð ég elsku fallegu ömmu mína, Valborgu Jóns- dóttur. Amma hefði orðið 90 ára þann 5. október næstkom- andi og hefur átt langa og góða ævi og veit ég að afi hefur tekið fagnandi á móti henni. Mér finnst ég vera heppin að eiga ömmu mína svona lengi og minningarnar um þau ömmu og afa munu lifa áfram. Amma var yndisleg kona og væntumþykja hennar fyrir öllu sínu fólki var alltaf mikil. Hún var fín frú og aldrei var farið út úr húsi nema búið væri að farða sig og klæða sig upp. Hún reyndi líka aðeins að hafa áhrif á afa ef henni fannst hann ekki líta alveg nógu vel út svona þegar haldið var á stað. Þegar ég var unglingur var ég heilu sumrin í Neskaupstað hjá ömmu og afa og þar fékk ég mína fyrstu vinnu eða í salt- fisknum. Amma kenndi mér strax að maður ætti að vera duglegur og taka alla þá vinnu sem væri í boði. Við vorum sammála um að peningurinn færi inn á bankabók og ég skammtaði mér hverju ég mætti eyða eða við saman. Þeg- ar ég hélt heim á haustin átti ég ágætis summu og þá lagði hún áherslu á að þetta skyldi ég nú fara vel með. Þetta var góður skóli og þessi sumur fyrir aust- an voru yndisleg. Eitt af því sem amma elskaði voru heimsóknir og tókum við ófáar heimsóknirnar saman. Henni leiddist ekki að fara í bíl- túra og var annt um fjörðinn sinn, vildi hafa þar allt hreint og snyrtilegt í bænum. Amma var mikil húsmóðir og þau afi áttu fallegt heimili sem var haldið vel til haga. Hún var mikil handavinnukona og eftir hana liggur margt fallegt hand- verk. Amma sýndi öllu áhuga sem við hin vorum að gera. Eitt af því sem við höfðum fyrir reglu var að þegar ég var með stór- leiki sem þjálfari þá var síðasta símtal fyrir leik til ömmu. Ég man að ég var ekki róleg fyrr en ég hafði náð í hana. Þá spáði hún fyrir um úrslitin og yfirleitt var það góð spá. Mörg samtöl áttum við um gömlu dagana þegar hún var ung og hvernig lífið var í þá daga. Hún varð ung móðir og lífið var ekki alltaf dans á rós- um þegar hún var ein með strákana sína og afi lengst á hafi úti. Að lokum vil ég þakka elsku ömmu fyrir tímann okkar sam- an og minningin um yndislega konu mun alltaf lifa með mér. Helena Ólafsdóttir. Elsku amma, þá hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn, nú hafið þið afi sameinast á ný. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa getað haft ykkur svona lengi í lífi mínu, Sigtryggs og barnanna okkar og getað fengið að hjálpa ykkar þegar þið þurftuð á að halda eftir að árin færðust yfir. Alltaf voruð þið tilbúin að aðstoða okkur ömmu- börnin eins og þið gátuð og heimilið ykkar alltaf fullt af ást og hlýju, ég á heilt bókasafn af minningum með þér og afa sem ég geymi í hjarta mér. Ég vona að ég nái að baka jafn flottar pönnukökur og þú einhvern tímann, ekki getur maður gleymt þeim eða þegar þú hit- aðir alltaf sængina mína á ofn- inum áður en ég fór að sofa þegar ég gisti hjá ykkur. Elsku amma, ég á eftir að sakna þess að hitta þig ekki eða heyra ekki af þér á hverjum degi en ég veit að þú ert komin á góðan stað og afi hefur tekið vel á móti þér. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín, Rósa Dögg. Mér er ljúft að minnast elskulegrar frænku minnar, Valborgar Jónsdóttur, sem nú er látin. Við vorum bræðradæt- ur en henni kynntist ég fyrst er ég kom til Neskaupstaðar fyrir 57 árum og myndaðist djúp vin- átta með okkur sem aldrei bar skugga á. Valborg og eiginmað- ur hennar Haukur reyndust föður mínum og fjölskyldunni allri afskaplega vel. Þau áttu fallegt heimili sem gott og gam- an var að koma á. Þau hjónin fóru mikið til útlanda meðan heilsan leyfði og alltaf kom Val- borg færandi hendi með eitt- hvað fallegt handa mér og börnunum. Ég kveð frænku mína með söknuði og þakka henni sam- fylgdina, um leið votta ég son- um hennar, tengdadætrum og afkomendum mína dýpstu sam- úð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Steinunn Stefánsdóttir (Denna) og fjölskylda. Valborg Jónína Jónsdóttir ✝ Svala Gísla-dóttir fæddist 11. október 1939 í Tálknafirði. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 20. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Gísli Jóns- son frá Tálknafirði, f. 14. febrúar 1912, d. 27. janúar 1983, og Lovísa Magnús- dóttir frá Tálknafirði, f. 30. október 1913, d. 18. júní 1993. Svala var næstyngst fimm systkina, elst var Magndís Guð- rún, f. 1932, d. 1993, Jón Óli, f. 1934, Erla Dalrós, f. 1938, d. 2015, og Jón Björn, f. 1946. Þann 7. júlí 1960 giftist Svala júlí 1990, og Lovísa Margrét, f. 12. október 1993. 3) Selma Dröfn, f. 26.3. 1966, m. Aðal- steinn Dagsson, sonur þeirra er Ágúst Svan, f. 15.8. 1988. 4) Sigurbjörn, f. 18.4. 1970. Lang- ömmubörnin eru orðin sjö. Fyrstu æviárin bjó Svala í Tálknafriði en 1946 fluttist fjöl- skyldan til Patreksfjarðar og ólst Svala þar upp. Hún vann í frystihúsinu á Patreksfirði og á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Eftir að námi lauk á Patreks- firði fór Svala í Laugaskóla í Reykjadal og stundaði nám á Laugum árin 1955-1957 og í Húsmæðraskólanum á Laugum 1957-1958. Svala fluttist á Stöng í Mý- vatnssveit eftir skólavist á Laugum og bjó þar til æviloka. Jarðarför Svölu fór fram 4. júlí 2016. Ásmundi Jóni Kristjánssyni, f. 13.12. 1938 frá Stöng í Mývatns- sveit. Börn þeirra: 1) Kristín Lára, f. 23.1. 1963. Börn hennar og Jóns Inga Guðmunds- sonar eru Guð- mundur Örn, f. 14.2. 1985, Svala Björk, f. 23.5. 1991, og Rannveig Anna, f. 23.1. 1995. 2) Kristján, f. 16.12. 1963, m. Hrafnhildur Snorradóttir. Sonur Kristjáns og Jóhönnu Bárðardóttur er Ás- mundur, f. 18.6. 1986. Börn Kristjáns og Sveinbjargar Ólafs- dóttur eru Jóhann Ólafur, f. 9. Okkur Guðmund langar til að minnast Svölu Gísladóttur. Hún var nágranni okkar og einn af okkar bestu vinum. Fráfall henn- ar var áfall fyrir okkur. Eitthvað sem hvorki við eða nokkur annar átti von á. Verst er þetta fyrir hennar nánustu. Í þeim stóra hópi var hún kletturinn og kraft- urinn sem allir gátu leitað til. Við sem erum á hliðarlínunni erum í sárum. Hvað þá þau. Við Guðmundur erum ákaf- lega heppin með nágranna og leitum óspart til þeirra þegar þörf krefur. Til Svölu og Ás- mundar leituðum við oft. Bæði um ráð í vanda og hjálp við ýmis verk. Það var alveg sama hvað var. Alltaf fengum við það sem leitað var eftir. Slíkt er ómet- anlegt í hinum dreifðu byggðum. Svala var einstaklega dugleg og kraftmikil kona. Hún byggði upp með manni sínum og öðrum á Stöng glæsilega gisti- og veit- ingaþjónustu. Þau gerðu þetta hægt og af vandvirkni. Fóru aldrei fram úr sér eða tóku áhættu. Margur mætti taka þau sér til fyrirmyndar í þessum efn- um. Svala var ekki bara dugleg svo af bar. Hún var líka skemmtileg, hnyttin og kankvís. Hún fann sig vel á Stöng þótt hún kæmi frá sjávarþorpi fyrir vestan. Hún elskaði útsýnið, grösin, sveppina og fuglana. Allri brauðmylsnu dreifði hún út á hlað þar sem smáfuglarnir fengu sína veislu og gáfu ungunum með sér. Fuglakonan ég tók eftir þessu. Allt sem Svala gerði var vel gert, af natni og vandvirkni. Öllum átti að líða vel á Stöng. Mönnum og dýrum. Gesta- og veitingaþjónustan er rómuð og verður örugglega áfram. Grunn- urinn er sterkur. Það er Svölu og Ásmundi og öðru góðu fólki að þakka. Það kom til okkar gestur um daginn. Hann hafði ekið fram hjá Stöng og svo áfram til okkar. Hann gat ekki orða bundist og talaði um hvað alltaf væri fallegt á Stöng. Og svo þvotturinn! Blaktandi á snúrunum í sólinni. „Þetta er sjaldgæf sjón í dag,“ sagði þessi maður. Ég gat sagt honum að Svala þurrkaði alltaf þvott úti þegar veður leyfði. „Þeir sem gista hjá okkur eiga að njóta útiilmsins,“ sagði hún, náttúrubarnið að vestan sem tók ástfóstri við bæinn sinn í Mý- vatnssveit. Okkar innilegustu þakkir og samúðarkveðjur til ykkar á Stöng og annarra ættingja og vina þeirra. Kristlaug Pálsdóttir, Guð- mundur Wium, Engidal. Svala Gísladóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.