Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
✝ Sigríður GuðnýBjarnveig
Georgsdóttir fædd-
ist að Miðhúsum,
Breiðuvíkurhreppi,
Snæfellsnesi 23. júlí
1926. Hún lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
4. júlí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Georg Júl-
íus Ásmundsson, f.
1891, d. 1983, og
Guðmunda Lára Guðmunds-
dóttir, f. 1895, d. 1973. Sigríður
var fjórða í röð níu systkina. Þau
eru: Guðmundur Kristófer, f.
1923, d. 1997, Gunnhildur Ingi-
björg, f. 1923, d. 2006, Að-
alheiður Ása, f. 1923, d. 2013,
Þorbjörg, f. 1928, d. 2010, Sveinn
Haukur, f. 1929, Pálína, f. 1932,
d. 2010, Guðrún, f. 1933, og
Reimar, f. 1937. Eiginmaður Sig-
ríðar var Albert
Egilsson, f. 13. júní
1923, d. 16. nóv-
ember 1953. Börn
þeirra eru Guðrún
Albertsdóttir og Al-
bert Sigurður Al-
bertsson. Guðrún er
gift Sverri Jak-
obssyni og eiga þau
fjögur börn og 15
barnabörn. Albert
er giftur Ingibjörgu
Halldóru Bjarnadóttur og eiga
þau þrjú börn og sex barnabörn.
Sigríður starfaði við sauma,
verslunarstörf og umönnun
sjúkra. Síðustu tuttugu starfs-
árin vann hún sem ræsting-
arstjóri á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði.
Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13.
júlí 2016, klukkan 13.
Elsku amma, afskaplega er ég
þakklát fyrir tímann sem við
fengum saman og minningarnar
eru margar og góðar.
Ég man svo vel eftir því hvað
þú varst dugleg að leyfa mér að
vesenast í handavinnu. Þú hjálp-
aðir mér að prjóna og við tilraunir
mínar til að hekla. Þú leyfðir mér
líka að prófa að mála á disk og
brenna eins og þú gerðir. Afskap-
lega var ég stolt af litla disknum
mínum. Ég á ennþá jólaskrautið
sem þú málaðir og gafst mér. Það
eru ekki jól nema jólakirkjan
góða sé komin á náttborðið. Mér
þykir svo vænt um minningarnar
úr öllum fjölskylduboðunum sem
voru haldin á Skúlaskeiðinu. Þar
var þröngt setið og öllu til tjaldað.
Oftar en ekki sótti ég gosið upp á
háaloft og mér fannst það alltaf
svolítið spennandi því það var svo
mikið af allskyns dóti á háaloftinu.
Allar stundirnar í sveitinni,
ættarmótin, miðhús og svo kofinn
þinn sem þér þótti svo vænt um,
er eitthvað sem ég mun alltaf
muna eftir og hugsa til með þakk-
læti og hlýju. Sú minning sem
mér þykir þó einna vænst um er
þegar við keyrðum tvær saman í
sveitina þegar hugur þinn var að-
eins farinn að gefa eftir. Þá sagð-
irðu mér sögur frá því þegar þú
varst ung, sagðir mér frá afa og
hvernig lífið hafði gengið fyrir sig.
Elsku amma, þú varst nagli. Ég
sakna þín og elska þig en ég veit
að loksins ertu komin til afa sem
þú saknaðir svo mikið.
Sigrún Lára Sverrisdóttir.
Er hugur minn leitar til þín sé
ég þig fyrir mér á góðum stað.
Sumarkvöld við Miðhúsavatn,
vatnið spegilslétt og jökullinn
speglast í vatninu. Það heyrist í
lómnum og einstaka kría lætur í
sér heyra. Í Hafnarfjörðinn var
líka gott að koma. Það voru ófáar
næturnar sem að ég fékk að gista
þegar ég var barn. Þetta var viss
ævintýraheimur, svæðið bak við
Skúlaskeið og Hellisgerði. Þú
varst okkur ávallt svo góð. Stund-
um svolítið hörð því þú vildir
vernda okkur. Ég sakna þín mjög
mikið, elsku amma.
Fyrir nokkrum árum fórstu
með okkur niður á reka. Þú,
mamma, Sigrún, ég og stelpurnar
mínar og Axel. Hitinn var yfir 20
gráður og ég á svo fallega mynd af
ykkur sitjandi á rekadrumbi. Þær
voru ófáar ferðirnar niður á reka
og alltaf var það jafn gaman.
Þá rifjast upp fyrir mér þegar
ég var barn var ég á bakinu á þér
og þú að vaða með mig yfir á
reka. Þetta er einn af fallegustu
stöðum á landinu og kyrrðin sem
getur skapast er dásamleg.
Einnig fékk ég að fara með þér í
sauðburðinn og mér þykir enn
það vera afskaplega róandi
stund að liggja í jötu um nótt að
bíða eftir kind við það að bera,
hlusta á jarmið og einstaka lamb
nartar í mann ef það hefur kjark-
inn til.
Elsku amma, ég vona að þú
sért á svona stað og sameinuð á
ný með afa sem dó svo ungur.
Ásdís Linda Sverrisdóttir.
Sigríður
Guðný Bjarnveig
Georgsdóttir
✝ Erla KristólínaSigurðardóttir,
fæddist í Ásbergi á
Skagaströnd 4. des-
ember 1926. Hún
lést á sjúkrahúsi
Akureyrar 24. júní
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Sölvason, kaup-
maður á Skaga-
strönd, f. 14.1. 1898,
d. 24.9. 1968, og Ragnheiður
Árnadóttir, f. 8.5. 1895, d. 14.4.
1935. Seinni kona Sigurðar var
Margrét Konráðsdóttir, f. 2.10.
1899, d. 1974. Bræður Erlu voru
Árni Melsteð, f. 18.8. 1925, d.
4.10. 2013, og Hallgrímur, f. 7.8.
1928, d. 1.8. 1981.
Fjögurra ára fór Erla í fóstur
vegna veikinda móður sinnar til
Ingunnar Þorvaldsdóttur og
Magnúsar Tómassonar, sem var
hálfbróðir Ragnheiðar móður
hennar, þau bjuggu á Skeggja-
stöðum A-Húnavatnssýslu. Þessi
góðu hjón og afkomendur voru
hennar önnur fjölskylda.
Erla giftist 2. júní 1947 Ólafi
Guðmundi Guðmundssyni, f.
Arnór, Freyja Rós, Hrefna Dís og
Brynja Rún. Jóna Gígja, f. 1978,
maki Björn Huldar Björnsson,
synir þeirra: Aron Hafliði, Guð-
mundur Heiðar og Hákon Harri.
Ólöf Elsa, f. 1986, sambýliskona
Ylfa Lárusdóttir. Margrét Sig-
rún, f. 1954, maki Sigurður Pétur
Ingólfsson, f. 1953, börn þeirra:
Pétur Eyfjörð, f. 1974, maki
Agnes Björnsdóttir, þeirra börn:
Aron Vikar, Veigar Leví og Em-
ilía Von. Erlingur, f. 1976, maki
Thelma Guðjónsdóttir, dóttir
þeirra: Dagný Sara. Áður átti Er-
lingur Jón Pétur með Maríu Lillý
Jónsdóttur sambýliskonu. Sigríð-
ur Soffía, f. 1988, maki Maríusz
Kulesza, börn þeirra Natalía
Perla og Alexander Pétur. Gunn-
laug Jóna, f. 1955. Sigfús, f. 1966,
dóttir Sara, móðir Jóna Guð-
mundsdóttir.
Erla ólst upp á Skeggjastöð-
um A-Húnavatnssýslu. 15 ára
fór hún til föður síns á Skaga-
strönd og vann hjá honum, fór
síðan til Reykjavíkur og vann
þar, m.a. á saumastofu og lærði
kjólasaum á Húsmæðraskóla
Blönduóss. Hún var mjög hand-
lagin og mikil hannyrðakona.
Erla starfaði að heimili sínu og
sem kirkjuvörður í 45 ár og
þreif hjá embætti sýslumanns í
18 ár.
Útför Erlu fer fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju í dag, 13. júlí,
klukkan 14.
19.8. 1911, d. 24.8.
1988, sjómanni, síð-
ar starfsmanni
Pósts og síma og
kirkjugarðsverði
Ólafsfirði. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Steins-
son, f. 15.10. 1871,
d. 11.7. 1960, og Að-
albjörg Þórey Ólafs-
dóttir, f. 19.2. 1877,
d. 8.4. 1961.
Erla og Ólafur bjuggu alla tíð í
Kirkjuvegi 5, Ólafsfirði, og eign-
uðust sex börn: Aðalbjörg Þórey,
f. 1949, maki Gísli Þ. Elíasson, f.
1951. Ragnar Sigurður, f. 1950,
maki Svandís Júlíusdóttir, f.
1949, dætur þeirra: Erla, f. 1975,
maki Adam Chapman, börn
þeirra Tristan, Mia Sol og Ynja.
Harpa, f. 1979, maki Danny Win-
andy. Sonur þeirra Gabriel. Áður
átti Ragnar Sigurður Kristjönu,
f. 1974, móðir Björk Þorgríms-
dóttir, f. 1953, d. 2013. Dóttir
Kristjönu er Signý Eir, f. 24.2.
2001. Guðmundur, f. 1952, maki
Hafdís E. Jónsdóttir, f. 1953, dæt-
ur þeirra: Díana, f. 1977 maki
Héðinn Jónsson, börn þeirra: Jón
Mamma, elsku mamma
man ég augun þín
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma
man ég þína hönd
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita,
hjarta er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Móðir okkar var einstök kona,
hún var kletturinn í lífi okkar,
ávallt til staðar í gleði og sorg.
Hún tranaði sér aldrei fram, var
kærleiksrík, réttlát og þakklát.
Hún hafði létta lund og var mikill
gleðigjafi. Móðir okkar naut lífs-
ins og gladdist yfir hverjum degi
sem hún tók á móti með bros á
vör og þakkaði fyrir að kvöldi.
Hún hafði mikla ánægju af að fá
ættingja þeirra pabba og vini í
heimsókn, enginn kom að tómum
kofanum hjá henni. Hún var hús-
móðir af gamla tímanum, smá-
kökusortirnar voru á annan tug
hér á árum áður. Og ekki var
hægt að sleppa bakstri fyrir
páska því þá styttist í komu sum-
argestanna. Það var mikið um að
vera fyrir hver jól, saumavélin
tekin fram á kvöldin og tifaði
fram á nótt, þá urðu til kjólar,
buxur, skyrtur, vesti, náttföt og
fleira. Ekki má gleyma dásam-
lega rúgbrauðinu hennar og flat-
kökunum hennar sem hún bakaði
og pabbi hljóp með út um allan
bæ til að gleðja ættingja og vini,
oft var lítið eftir handa heimilis-
fólkinu en þá var bara að baka
meira. Svo voru rúllur og perm-
anent sett í hár nágranna- og vin-
kvenna, mamma hafði alltaf tíma
fyrir aðra.
Ólafur faðir okkar var heima á
sínum banabeði og annaðist hún
hann í veikindum hans. Æðru-
leysi og andlegur styrkur ein-
kenndi hana í veikindum hennar,
sagði alltaf allt gott, þegar hún
var spurð um líðan sína. Ein af
hjúkrunarfræðingunum sem
önnuðust móður okkar í veikind-
um hennar sagði að við ættum
einstakt eintak af móður og voru
það sannarlega sönn orð.
Ömmubörnin kvaddi hún,
hvert af öðru með fallegum ósk-
um út í lífið.
Elsku móðir okkar, við erum
svo óendanlega stolt af þér.
Hjartans þakkir fyrir allt og allt.
Við elskum þig og söknum.
Blessuð sé minning þín. Guð
geymi þig.
Þórey og systkini.
Elsku amma okkar.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elskum þig og söknum.
Blessuð sé minning þín.
Sara og
Sigríður Soffía.
Erla Kristólína
Sigurðardóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÉTUR PÉTURSSON
múrari,
lést á dvalarheimilinu Kumbaravogi,
Stokkseyri, laugardaginn 9. júlí. Útför hans
fer fram frá Stokkseyrarkirkju föstudaginn 15. júlí klukkan 15.
.
Birkir Pétursson, Ragnheiður Hallgrímsdóttir,
Agnar Pétursson, Hjördís Þorfinnsdóttir,
Gylfi Pétursson, Hafdís Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
VALGARÐ BIRKIR GUÐMUNDSSON
frá Tunguhlíð,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki 9. júlí.
Útförin fer fram frá Mælifellskirkju þriðjudaginn 19. júlí kl. 14.
.
Rut Valdimarsdóttir,
Gunnar Valgarðsson, Sigríður Kr. Jónsdóttir,
Valdimar Valgarðsson,
Sigurjón Valgarðsson, Bogdís Hermannsdóttir,
Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir, Jakob Einarsson,
börn og barnabörn.
Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar og
dóttir,
SOFFÍA GUÐMUNDSDÓTTIR
kennari og söngkona,
er látin.
Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 20. júlí klukkan 15.
.
Sverrir Bergmann,
Berglind Bergmann,
Hanna Soffía Bergmann
og Sigríður Kristjánsdóttir.
Móðir okkar,
ÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Lækjarbakka, Flóahreppi,
lést fimmtudaginn 7. júlí. Útför hennar fer
fram frá Selfosskirkju föstudaginn 15. júlí
klukkan 11.
.
Börn og fjölskyldur hinnar látnu.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÚN BIRNA WENDEL
ÓLAFSDÓTTIR
sagnfræðingur og kennari,
Langagerði 114, Reykjavík,
lést 28. júní. Útförin fór fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð,
.
Þór Jes Þórisson,
Daníella Jóhanna Þórsdóttir,
Michael Jes Þórsson,
Theodór Wendel Þórsson.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir og mágur,
JÓHANNES HILMAR JÓHANNESSON,
Sóltúni 2, Garði,
lést af slysförum fimmtudaginn 7. júlí. Útför
fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
laugardaginn 16. júlí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á söfnunarreikning sem stofnaður hefur verið fyrir
fjölskyldu hans: R.nr. 0542-14-405500, kt. 080282-3629.
.
Jóna Rut Gísladóttir,
Sólveig A. Jóhannesdóttir,
Jóhannes K. Jóhannesson,
Ólafur G. Jóhannesson,
Jóhannes K. Jóhannesson, Þórey Á. Hilmarsdóttir,
Guðrún Inga Jóhannesd., Arnoddur Þ. Jónsson,
Katrín Ósk Jóhannesd.