Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 27
vímuvarnarfulltrúi bæjarfélagsins,
sat í stjórn Sjálfstæðisfélags
Garðabæjar, í foreldraráði Garða-
skóla og formaður þess 1993-94 og
sat í sóknarnefnd Garðasóknar um
árabil.
Arthur hefur verið félagi Lions-
klúbbs Garðabæjar frá 1975, hefur
setið í stjórn umdæmis og fjöl-
umdæmis hreyfingarinnar um ára-
bil, var fíkniefnavarnarfulltrúi
hreyfingarinnar um árabil og kom
þá að stofnun foreldrasamtakanna
Vímulaus æska, sat þar í stjórn
um árabil, var lengi alþjóðasam-
skiptastjóri Lionshreyfingarinnar
og leiddi á þeim tíma, ásamt fé-
lögum sínum, Agli Skúla Ingi-
bergssyni, fyrrv. borgarstjóra, og
Jóni Bjarna Þorsteinssyni lækni,
uppbyggingu á heimili fyrir fjöl-
fötluð börn í Friazino í úthverfi
Moskvuborgar. Þá vann Arthur
með norrænum Lionsfélögum að
byggingu heimilis fyrir aldraða í
Póllandi og endurnýjun á sjúkra-
rúmum fyrir þvagfæradeild Há-
skólasjúkrahússins í Gdansk í Pól-
landi. Hann veitti forstöðu nefnd
sem kom kennsluverkefninu „Að
ná tökum á tilverunni“ inn í flesta
grunnskóla. Alþjóðaforseti Lions
veitti Arthuri æðstu orðu hreyf-
ingarinnar fyrir þessi störf hans.
Hann var gerður að Melvin Jones-
félaga. Arthur hefur sótt kúrsa í
kristinni sálgæslu hjá Institut om
Sjelesorg í Modum Bad í Noregi.
Í dag er Arthur í hópi félaga
sem æfa reglulega á Reykjalundi
og kallast Borg Klúbburinn.
„Nú snýst lífshamingjan um það
að sinna börnum, barnabörnum og
langafabarni og dunda sér jafn-
framt við skógrækt og sumarhús
fjölskyldunnar í Svínadalnum.“
Fjölskylda
Arthur kvæntist 27.10. 1962
Dröfn Hafsteinsdóttur Farestveit,
f. 27.6. 1941, hússtjórnarkennara
og fyrrv. bæjarfulltrúa í Garðabæ.
Hún er dóttir Hafsteins Guð-
mundssonar bókaútgefanda og
Ólafíu Jóhannsdóttur húsfreyju.
Fósturfaðir Drafnar: Karl Einars-
son kaupmaður. Arthur kynntist
konunni sinni á Héraðsskólanum
að Núpi, þá 15 ára, og hafa þau
verið saman síðan.
Börn Arthurs og Drafnar eru:
1) Ólöf Ásta Farestveit, f. 17.5.
1969, uppeldis- og afbrotafræð-
ingur og forstöðumaður Barna-
hússins, gift Þráni B.J. Farestveit,
afbrotafræðingi og framkvæmda-
stjóra Verndar, en börn þeirra eru
Bjarni Farestveit, f. 1990, og dótt-
ir hans er Fjóla Sif, og Dröfn
Farestveit, f. 1996; 2) Einar
Farestveit, f. 5.10. 1970, lögmaður
með LLM-próf í Evrópurétti og
hluthafi í Lögmenn Höfðabakka,
kvæntur Elfu Björk Guðnadóttur
Farestveit sjúkraliða og eru börn
þeirra Arthur Knut Farestveit, f.
1995, Jóhann Karl Farestveit, f.
2000, og Hákon Ingi Farestveit, f.
2004, 3) Anna Sif Farestveit, f.
21.4. 1978, guðfræðingur og deild-
arstjóri á leikskóla, gift Daníel
Sigurðssyni, sölumanni hjá BL, og
eru börn þeirra Eldar Daníelsson,
f. 2004, Freyja f. 2006, og Hlynur,
f. 2013.
Foreldrar Arthurs: Einar
Farestveit, f. 9.4. 1911, d. 14.8.
1994, forstjóri í Reykjavík, og k.h.,
Guðrún Sigurðardóttir, f. 7.12.
1914, d. 11.12. 1996, húsfreyja.
Klara Andrea Farrestsveit klæðskeri í BergenÚr frændgarði Arthurs Farestveit
Arthur Farestveit
Jóhanna Guðmundsdóttir
húsfr. á Kambshóli
Benóný Jónsson
b. á Torfastöðum
og Kambshóli
Steinvör Helga
Benónýsdóttir
húsfr. á Hvammstanga
Sigurður Pálmason
kaupm. á Hvammstanga
Guðrún Sigurðardóttir
húsfr. í Rvík
Sigríður Gísladóttir
húsfr. áÆsustöðum
Pálmi Sigurðsson
b. áÆsustöðum í Langadal,
systursonur Jóns, alþm. í
Stóradal, afa Jóns Leifs tónskálds
Alfreð Farestveit
yfirvélstjóri á Sogni
Sigríður Sigurðardóttir
húsfr. í Borgarnesi
Björk Halldórsdóttir
húsfr. í Borgarnesi
Benný Sigurðardóttir
hússtjórnarkennari
Knut Farestveit
yfirtæknifr. hjá
Rubbestadnesed
Klara Andrea Farrestsveit
klæðskeri í Bergen
Knut Farestveit
b. á Beach í Norður-Dakota
í Bandaríkjunum
Anna Olavsdottir
Helland Farestveit
húsfr. frá Farestveit
Knutson Farestveit
óðalsb. á Farestveit í Modalen á
Hörðalandi í Noregi
Einar Farestveit
framkvæmdastj. í Rvík
Kari Andersdóttir Nygard
Knut Nilsson Farestveit
bóndi Farestveit
Modalen
Pálmi Sigurðsson
b. á Hvammstanga
Anne Marie Pálmadóttir
húsfr. á Hvammstanga
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Hákon fæddist í Reykjavík 13.7.
1907, sonur dr. Ágústs H. Bjarna-
son, heimspekings, prófessors og há-
skólarektors, og k.h. Sigríðar Jóns-
dóttur, kennari við Kvennaskólann.
Ágúst var sonur Hákonar Bjarna-
sonar, kaupmanns á Bíldudal, og
k.h., Jóhönnu Kristínar Þorleifs-
dóttur, en Sigríður var dóttir Jóns
Ólafssonar, ritstjóra og alþingis-
manns, og Helgu Eiríksdóttur hús-
freyju. Hálfbróðir Jóns, samfeðra,
var Páll Ólafsson skáld.
Hákon var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Guðrún Magnúsdóttir og
eignuðust þau eina dóttur, Ingu
deildarstjóra. Þau slitu samvistum.
Síðari kona hans var Guðrún
Bjarnason og eignuðust þau fjögur
börn: Laufeyju kennara; Ágúst
grasafræðing; Björgu flugfreyju og
Jón Hákon, skógtæknifræðing og
skrúðgarðyrkjumeistara.
Hákon lauk stúdentsprófi frá MR
1926, prófi í skógrækt frá Landbún-
aðarháskólanum í Kaupmannahöfn
1932, og stundaði framhaldsnám í
Englandi og í Stokkhólmi.
Að námi loknu varð hann fram-
kvæmdastjórn Skógræktarfélags Ís-
lands og var skipaður skógræktar-
stjóri ríkisins 1935.
Enginn einn maður hefur unnið ís-
lenskri skógrækt jafn mikið og
Hákon. Hann gegndi æðstu emb-
ættum er lúta að skógrækt hér á
landi allan sinn starfsferil til 1977.
Skógræktarhugsjónin átti oft undir
högg að sækja og harða andstæð-
inga hér á landi, ekki síst meðal mál-
svara hefðbundins landbúnaðar. Þá
kom oftast til kasta Hákonar að
verja hugsjón sína. Hann var fyrsti
hámenntaði skógræktarsinninn,
vissi og benti á að Ísland væri í barr-
skógabeltinu og fann plöntur í Kan-
ada og Alaska, s.s. ösp, lúpínu og
sitkagreni sem hafa þrifist mjög vel
við íslenskar aðstæður.
Hákon var skapmikill og stjórn-
samur baráttumaður. En það var
fyrst og fremst þekking hans og vís-
indaleg vinnubrögð sem urðu til þess
að hugsjón hans varð á endanum
ofan á.
Hákon lést 16.4. 1989.
Merkir Íslendingar
Hákon
Bjarnason
90 ára
Ingibjörg Finnbogadóttir
Sigurður Sighvatsson
Sveinn B. Ólafsson
85 ára
Birgir Bjarnason
Jóhanna G. Tómasdóttir
80 ára
Bjarni Guðmundsson
Rannveig Ingvarsdóttir
75 ára
Arthur Knut Farestveit
Ágústa B. Árnadóttir
Guðný Jónsdóttir
Jóhanna Ragnarsdóttir
Reynir Skaftason
70 ára
Anna Laxdal Agnarsdóttir
Ása S. Gunnarsdóttir
Dúfa Sylvía Einarsdóttir
Jóhanna S.
Guðbjörnsdóttir
Jónína Eggertsdóttir
Ólöf Sigríður
Rafnsdóttir
Sigrún B. Magnúsdóttir
Sigurður Gunnarsson
Þorgrímur Stefánsson
60 ára
Anna G. Aðalsteinsdóttir
Björn Aðalsteinsson
Gunnar Leifsson
Gunnlaugur K. Jónsson
Hallur Þórmundsson
Jón Rafnar Þórðarson
Kristín Helga Gísladóttir
Lára Sif Lárusdóttir
Magnea Ragnarsdóttir
Ólafur Arthúrsson
Ólína Kristín Austfjörð
Páll Vignir Héðinsson
Sigríður Hrafnkelsdóttir
Steinunn Ólafía Rasmus
Þorlákur Jónsson
50 ára
Aðalheiður Ásrún
Ásgeirsdóttir
Ársæll Magnússon
Ásta Gunnarsdóttir
Drífa Sigurðardóttir
Guðmundur Arnar Jónsson
Gústav Hjörtur Gústavsson
Harry Jóhannes Harrysson
Helgi Friðrik Halldórsson
Hulda Pétursdóttir
Margrét S. Sævarsdóttir
Thanh The Duong
Þröstur Ingi Antonsson
40 ára
Alison Riggott
Anna María Árnadóttir
Bjarni Jakob Stefánsson
Gísli Einar Sverrisson
Gísli Rúnar Gíslason
Guðni Þór Valþórsson
Gunnar Trausti Daðason
Gunnlaugur Kárason
Hálfdán Gunnarsson
Jón Þór Helgason
Katarzyna Siwik
Marzena Glodkowska
Monika Marta Malesa
Ólafur Örn Arnarson
Pétur Már Guðmundsson
Steinþór Björnsson
Vilborg Daníelsdóttir
Örvar Kærnested
30 ára
Charlotte Sigrid á. Kósini
Friðrikka Jóhanna Hansen
Jónína Guðbjörg
Guðbjartsdóttir
Lóa Júlía Antonsdóttir
Nicholas Anthony Woods
Ragnhildur Ýr Tryggvadóttir
Sandra Dögg Jónsdóttir
Sunna Magnúsdóttir
Unnur Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Sunna býr í Hafn-
arfirði, lauk prófi í við-
skiptafræði, MSc-prófi í
viðburðastjórnun frá há-
skóla í Edinborg og rekur
fyrirtækið Sterk liðsheild.
Maki: Kristján Valgeir
Þórarinsson, f. 1987, sér-
fræðingur á fjármálasviði
Landsvirkjunar.
Dóttir: Karen, f. 2014.
Foreldrar: Guðný Krist-
mundsdóttir, f. 1947, og
Magnús Guðmundsson, f.
1945.
Sunna
Magnúsdóttir
30 ára Jónína er frá Ísa-
firði, býr í Reykjavík, lauk
prófum frá Kvikmynda-
skóla Íslands og starfar
við kvikmyndatöku.
Systkini: Sigrún Helga, f.
1976; Ásgeir Guðbjartur,
f. 1977; Hákon Oddur, f.
1984; Alberta Gullveig, f.
1990, og Jóhann Gunnar,
f. 1992.
Foreldrar: Ragnheiður
Hákonardóttir, f. 1954, og
Guðbjartur Ásgeirsson, f.
1949.
Jónína Guðbjörg
Guðbjartsdóttir
30 ára Friðrikka ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
MSc-prófi í verkfræði frá
DTU í Kaupmannahöfn og
er verkfræðingur hjá
Vegagerðinni.
Maki: Sigurður Bjarna-
son, f. 1984, tölvunar-
fræðingur.
Foreldrar: Bjarney Ólafs-
dóttir, f. 1952, hjúkrunar-
fræðingur við LSH, og
Richard A. Hansen, f.
1950, tæknifræðingur hjá
Vegagerðinni.
Friðrikka
Jóhanna Hansen