Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.07.2016, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016 Bak við luktar dyr er fyrstabók höfundar og hefur húnhlotið lof fyrir. Bókin hefurverið gefin út í yfir 30 lönd- um og á kápu segir að búið sé að selja kvikmyndaréttinn að bókinni. Í sögunni segir frá hjónunum Grace og Jack sem virðast vera hið fullkomna par, myndarleg og vel efnuð. Hann er þekktur lögfræð- ingur sem ver að- eins konur sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og hefur aldrei tapað máli. Fyrir hjóna- bandið var Grace í góðri vinnu en sagði henni upp til að geta helgað sig heimilinu og eiginmanninum. Grace á systur, Millie, með Downs-heilkenni sem dvelur í heimavistarskóla en inn- an skamms á hún að flytja til þeirra. Sambandið við Millie og flutningur- inn er leiðarstef í sögunni og ekki að ástæðulausu. Jack og Grace eru óað- skiljanleg og afskaplega ástfangin að því virðist en undir hinu fullkomna yf- irborði er mikill óhugnaður sem kem- ur smátt og smátt í ljós í sögunni. Sagan byrjar vel, persónulýsingar eru góðar og allt virðist stefna í góða spennusögu. En eftir því sem á líður er eins og höfundur missi tökin á við- fangsefninu og lesandinn kemst ekki í nánari kynni við persónurnar né betri tengsl við líf þeirra. Framvindan verður ósannfærandi og yfirborðs- kennd og sagan einhvernveginn rennur út í sandinn þó hún hafi allt til brunns að bera. Ekki er allt sem sýnist Skáldsaga Bak við luktar dyr bmnnn Eftir B.A. Paris Þýðing Ingunn Snædal. 288 bls. Drápa, 2016. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Höfundurinn B.A. Paris. Heimildarmyndin The Wall sigr- aði sl. sunnudag í flokki mannrétt- indakvikmynda á Galway- kvikmyndahátíðinni sem haldin var á Írlandi. Leikstjóri og fram- leiðandi myndarinnar er David Kinsella, en meðframleiðendur eru Þórður Jónsson og Heather Millard hjá Compass Films sem m.a. framleiddi Garn. Samkvæmt upplýsingum frá Þórði var myndin að stórum hluta tekin upp í Norður-Kóreu. „Leik- stjórinn David Kinsella fór til N- Kóreu til að gera heimildarmynd um landið en það sem mætti hon- um þar var ein stærsta sviðsetn- ing sem um getur, fleiri hundruð leikarar voru fengnir til að reyna að hylja hið raunverulega ástand þar. Allt myndefni sem tekið var upp þar var ritskoðað í lok dags og fylgdu verðir kvikmyndatökulið- inu eftir við hvert fótmál. Það var því ljóst að eitthvað þyrfti að gera til að sýna hina sönnu N-Kóreu. Leikstjórinn ákvað því að segja sína sögu frá því að hann var ung- ur drengur á Norður-Írlandi og flétta hana saman við N-Kóreu, en til að sýna ástandið í N-Kóreu voru fengnir íslenskir teiknarar sem blönduðu teiknimyndum sam- an við myndefnið til að sýna hina sönnu N-Kóreu,“ segir Þórður. The Wall vann til verðlauna á Írlandi Sviðsetning Tiago Forte hannaði vegg- spjaldið fyrir heimildarmyndina The Wall. „Hér á Gásum munu næstu daga hljóma hamarshögg eldsmiða, há- reysti kaupmanna og sverðaglamur bardagamanna,“ segir Ragna Gestsdóttir, starfsmaður Minja- safnsins á Akureyri og verk- efnastjóri Miðaldadaga á Gásum sem hefjast á föstudaginn kemur og standa til sunnudagsins 17. júlí milli kl. 11 og 17 dag hvern. Að sögn Rögnu hefur Minjasafn- ið á Akureyri árlega staðið fyrir Miðaldadögum á Gásum frá því upp úr síðustu aldamótum. „Forn- leifauppgröfturinn sem fór fram á Gásum á árunum 2001-2006 vakti fólk til aukinnar meðvitundar um gildi, sögu og mikilvægi Gása sem verslunarstaðar,“ segir Ragna og rifjar upp að Gásir hafi haft mikla sérstöðu því þar var brennisteinn unninn og fluttur úr landi, en á meginlandi Evrópu var hann síðan nýttur til púðurgerðar. „Í dagskránni um helgina taka alls þátt um 100 sjálfboðaliðar, sem eru sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum miðaldamálefna. Allir klæð- ar þeir búningum og skinnskóm í samræmi við klæðaburð fólks á sín- um tíma,“ segir Ragna og bendir á að komið verði upp tilgátubúðum sem endurspegli niðurstöður forn- leifauppgraftarins. „Á miðöldum var kaupstaður á Gásum aðeins yfir sumartímann. Menn bæði grófu niður og hlóðu veggi og tjölduðu yfir til sumarsetu. Við endur- sköpum svona svæði aðeins til hlið- ar við fornleifasvæðið, því það eru auðvitað friðlýstar fornminjar,“ segir Ragna og bendir á að gestir hátíðarinnar geti heimsótt tilgátu- svæðið sem iði af lífi en einnig sé boðið upp á leiðsagnir um minja- svæðið sjálft þar sem hinar fornu tóftir verslunarstaðarins eru vel sýnilegar. „Á tilgátusvæðinu verður til sýn- is og sölu handverk sem byggist allt á miðaldahandbragði, búið verður til reipi og það litað með jurtalitum, brennisteinn verður hreinsaður, unnin verða kol, víkingar munu berjast og menn verða settir í gapa- stokkinn,“ segir Ragna og bendir á að Grettir Ásmundarson muni birt- ast og segja fólki sögu sína, en með hlutverk Grettis fer Elfar Logi Hannesson frá Kómedíuleikhúsinu. Allar nánari upplýsingar um dag- skrá helgarinnar má sjá á vefnum gasir.is og á Facebook-síðu hátíðar- innar: Miðaldadagar á Gásum. Hamarshögg og sverðaglamur  Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð Fjör Skipuleggjendur Miðaldadaga á Gásum eiga von á þrjú þúsund gestum um helgina, enda veðurspáin góð. Gásir eru 11 km norðan við Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.