Morgunblaðið - 13.07.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 2016
Spænski leikar-
inn Javier Bar-
dem hyggst
mögulega taka
að sér hlutverk
skrýmslis Fran-
kenstein í nýrri
röð kvikmynda á
vegum Universal
Studios. Frá
þessu greinir
tímaritið Variety. Bardem er hvað
þekktastur fyrir leik sinn í No
Country for Old Men en frammi-
staðan skilaði honum Óskars-
verðlaunum fyrir bestan leik í
aukahlutverki.
Orðaður við hlut-
verk skrýmslis
Javier Bardem
The Infiltrator
Myndin byggist á samnefndri bók
Roberts Mazur um þátt hans í því
að fletta ofan af peningaþvætti eit-
urlyfjahrings og þá sérstaklega
þeim fjármálastofnunum sem Pablo
Escobar notaði. Leikstjóri er Brad
Furman, en meðal leikara eru
Bryan Cranston, John Leguizamo,
Diane Kruger, Benjamin Bratt og
Olympia Dukakis.
Rotten Tomatoes: 80%
Metacritic: 63/100
Ísöld: Ævintýrið mikla
Fimmta og síðasta teiknimyndin
um Manna loðfíl og vini hans sem
nú kljást við upphafið á endalokum
ísaldar. Myndin er sýnd bæði með
íslenskri og enskri talsetningu og í
þrívídd á íslensku. Meðal leikara
sem ljá ensku talsetningunni raddir
sínar eru Ray Romano, Adam De-
vine og Jennifer Lopez, en meðal ís-
lenskra leikara eru Felix Bergsson,
Ólafur Darri Ólafsson, Vigdís
Hrefna Pálsdóttir og Salka Sól.
Rotten Tomatoes: 18%
Metacritic: 44/100
Now You See Me 2
Ári eftir að töfrabragðahópnum
The Four Horsemen tókst að hefna
dauða föður eins úr hópnum er
komið að næsta verkefni. Að þessu
sinni kúgar tæknisnillingurinn og
auðjöfurinn Walter Mabry hópinn
til að fremja fyrir sig illframkvæm-
anlegt rán á hátæknibúnaði. Leik-
stjóri hasarmyndarinnar er Jon M.
Chu, en meðal leikara eru Mark
Ruffalo, Jesse Eisenberg, Woody
Harrelson, Morgan Freeman, Lizzy
Caplan, Michael Caine og Daniel
Radcliffe.
Rotten Tomatoes: 33%
Metacritic: 47/100
Bíófrumsýningar
Hættuleg afhjúpun,
hvellur og rán
Par Diane Kruger og Bryan Cranston
sem Kathy Ertz og Robert Mazur.
» Ungfónía, Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins,spilaði á tónleikum í Langholtskirkju í gær-
kvöldi undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem
verið hefur aðalhljómsveitarstjóri sveitarinnar frá
stofnun hennar 2004. Á efnisskránni voru Íslensk
svíta eftir Mist Þorkelsdóttur sem samin var
1994 og 1. sinfónía Gustavs Mahler sem frumflutt
var árið 1889. Um sextíu hljóðfæraleikarar á
aldrinum 13-25 ára tóku þátt í flutningnum sem
gladdi tónleikagesti. Efnisskráin var fyrst flutt á
tónleikum á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sl.
sunnudag.
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins kom fram á tónleikum í Langholtskirkju
Ungfónía Hér er unga fólkið í Sinfóníuhljómsveit unga fólksins að koma sér fyrir áður en tónleikar hefjast.
Gaman Allir virtust vera ánægðir með það sem fyrir augu og eyru bar,
enda hæfileikafólk í Ungfóníu. Hér eru þau Mist, Holly, Ari og Jeff .
Kynslóðir Fólk á öllum aldri mætti á tónleikana, hér eru þau saman Rann-
veig Sigurbjörnsdóttir, Þorkell Helgi Sigfússon og Barbara Sigurbjörnsson.
Sátt Tónlistarfólkið Bára Grímsdóttir, Chris Foster og Julia Dawson mættu
til að hlusta á íslensku svítuna og 1. sinfóníu Gustavs Mahlers.
Kátar Þær Rósa Jónsdóttir og
Eygló Ingadóttir voru hressar.
Morgunblaðið/Þórður
NÁTTÚRU KRAFTUR
Trek protein stykki, heldur þér gangandi
THE INFILTRATOR 5, 8, 10:35
ÍSÖLD ÍSL.TAL 3:50, 5:50
MIKE AND DAVE 8, 10:10
INDEPENDENCE DAY 2 8
LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:50, 5:50
WARCRAFT 2D 10:30
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar