Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 9
9 Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær. Rannsóknir í þágu sjávarútvegs Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi www.matis.is Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu fyrirtækja með kannanir til að meta áhuga þeirra og tækifæri sem þau sjá út frá sinni vöru- þróun og framleiðslu. Síðan þurfum við líka að ljúka útfærsl- unni á fjármögnun verkefnisins í heild en það má segja að við séum á góðri leið í samræmi við það umboð sem aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarút- vegi samþykkti á síðasta ári,“ segir Helga. Vottunin mikilvæg stoð að byggja á Í kjölfar yfirlýsingar um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga árið 2007 var tekið í notkun uppruna- merki fyrir íslenskt sjávarfang, Iceland Responsible Fisheries. Tilgangur þess er að tryggja kaupendum og neytendum upplýsingar um að íslenskar sjávarafurðir eigi uppruna sinn í vottun um ábyrgar fiskveiðar Ís- lendinga. Upprunamerkið má nota á íslenskar sjávarafurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu. Umræða hefur verið innan SFS um að við hlið þess verði til landsmerki fyrir íslensk- ar sjávarafurðir sem enn frekar styðji ímynd þeirra. „Vottunin er án nokkurs efa mjög mikilvæg í þessari heildar- mynd og við munum halda henni mjög á lofti í öllu okkar markaðsstarfi. Jafnframt erum við að skoða hvort nýtt lands- merki verði tekið upp,“ segir Helga og undirstrikar að innan greinarinnar sé verulegur áhugi á aukinni ímyndaruppbyggingu á mörkuðum fyrir íslenskar sjáv- arafurðir. „Umræða um þessar áhersl- ur hefur staðið í nokkurn tíma án þess að verkefninu hafi verið hrint af fullum þunga í fram- kvæmd. Það er von okkar að á fyrri hluta þessa árs ljúkum við undirbúningnum og þá hefjist eiginleg framkvæmd. Jafnframt því sem mikill áhugi er innan greinarinnar þá eru líka uppi ólík sjónarmið á því hvernig formið á að vera og hverjir eigi að koma að framkvæmd og fjármögnun. Flestir eru þó sam- mála um að ímyndaruppbygg- ing af þessu tagi geti skilað miklum beinum ávinningi í markaðsstarfi og sölu,“ segir Helga. Áherslunni beint að neytendum Líkt og margir þekkja hefur markaðsstarf fyrir íslenskar sjáv- arafurðir að stórum hluta beinst að millisöluaðilum erlendis sem aftur selja vörurnar áfram til smásöluaðila á neytendamark- aði. Það nýmæli er í starfi Helgu og SFS að áherslunni verður fyrst og fremst beint að enda- stöð neyslukeðjunnar, þ.e. neytendum. „Hugmyndin er að vekja at- hygli hjá neytendum og auka togkraft þeirra og áhuga á að fá íslenskar vörur. Þetta þýðir að neytendum þarf að vera sýni- legt að varan sem þeir kaupa sé íslensk, og í sumum tilfellum er það þannig nú þegar þó svo að í mörgum tilfellum þurfi að „En til að þetta gerist þurfum við að segja neytendum söguna að baki íslenskum sjávarafurðum. Og þá komum við til með að nota þær stoðir sem við þekkjum, t.d. ábyrgar fiskveiðar, hreina hafið, gæði og ferskleika, margra ára þekkingu í veið- um og vinnslu, stuttar flutningaleiðir, öflug nýsköpun, sjálf- bæra nýtingu fiskistofna og þannig má áfram telja. Skilaboðin þurfa að vera einföld og skýr og ná eyrum neytenda.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.