Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 38

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 38
38 K rossg á ta F isk a fli Árangur veiða úr deilistofnum Íslendinga var mjög misjafn á árinu 2015, samkvæmt saman- tekt sem Fiskistofa hefur birt. Þannig var góð veiði í makríl og kolmunna á árinu en hins vegar dræm í norsk-íslensku síldinni og söguleg lægð hvað varðar veiðar á úthafskarfa á Reykja- neshrygg. Afli úr norsk-íslenska stofn- inum nam á árinu röskum 46.600 tonnum, sem er minnsti afli íslenska skipaflotans úr stofninum í rúm 20 ár, eða frá árinu 1994. Mest var veitt innan íslensku lögsögunnar, eða 92% aflans en rösk 3000 tonn í fær- eysku lögsögunni og rúm 500 tonn á alþjóðlegu hafsvæði. Aflamark í norsk-íslensku síld- inni var á árinu rúmlega 45 þús- und tonn en verður 48 þúsund tonn á komandi vertíð. Metár í kolmunnaveiðinni Annað var uppi á teningnum hvað makrílveiðina varðar. Ís- lenski flotinn veiddi tæplega 170 þúsund tonn af makríl á ár- inu, sem var um 4000 tonnum minna en árið 2014. Stærstan hluta þessa afla fengu skipin innan íslensku lögsögunnar, eða um tæp 87%. Á alþjóðlegu hafsvæði veiddu skipin 19.500 tonn og rúm 1.500 tonn innan færeyskrar lögsögu. Svipaða sögu er að segja af kolmunnaveiðinni. Íslensku skipin veiddu tæplega 215 þús- und tonn af kolmunna árið 2015 og er það mesti ársafli á tegundinni sem íslensk skip hafa fengið frá árinu 2007. Til samanburðar vekur Fiskistofa athygli á að árið 2011 var aflinn aðeins tæplega 5.900 tonn, sem eru 2,7% af ársaflanum í fyrra! Þess sama er ekki að vænta á þessu ári því aflamark íslensku skipanna í kolmunna verður rúm 139 þúsund tonn, saman- borið við tæplega 213 þúsund tonn á síðustu vertíð. Afli úr deilistofnum í fyrra Gott ár í makríl- og kolmunnaveiði Kolmunnaafli íslensku skipanna var á síðasta ári 215 þúsund tonn. Mið- að við heimildir verður hann nokkru minni í ár.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.