Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 23
23 Óskum útgerð og áhöfn Indriða Kristins BA 751 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Að útgerð bátsins stendur Guðjón Indriðason á Tálknafirði og synir hans tveir, Magnús og Indriði, eru skipstjórar á bátn- um. Indriði Kristins BA hélt til veiða fljótt eftir afhendingu og hefur fiskað mjög vel, líkt og flestir bátar úti fyrir Vestfjörð- um að undanförnu. Ný hönnun Cleopatra báta „Þessi skrokkur heitir Cleopatra B40 og ný gerð frá okkur sem þó byggir á skrokklagi sem við höfum notað í báta sem við höfum smíðað síðustu ár fyrir olíuiðnaðinn. Sérstaklega snert- ir þessi nýja hönnun stefnið og í raun fremri hlutann af bátnum. Því til viðbótar erum við með í bátnum blóðgunarkerfi sem er að ryðja sér til rúms í bátum af þessari stærð, stöðugleikabún- aður í honum er líka mikil bylt- ing og ýmislegt fleira,“ segir Högni Bergþórsson, fram- kvæmdastjóri Trefja hf. Að áliðnum janúarmánuði afhenti fyrirtækið samskonar bát til norskrar útgerðar en stærstur hluti báta sem Trefjar hf. framleiða fer erlendis, mest til Noregs, Frakklands og Bret- lands. Högni segir þó nokkra útgerðaraðila báta hér heima vera að velta vöngum en líkt og áður ráði kerfi og reglugerðir mestu um hvaða stærðir og út- færslur eru eftirsóttar á hverjum tíma. Útgerðarfélagið Bergdís ehf. á Tálknafirði fékk nýjan línubát í byrjun árs Indriði Kristins BA 571 af nýrri gerð Cleopatra fiskibáta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.