Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 14
14 Stærsta skip flotans til Síldarvinnslunnar Á Þorláksmessu lagðist nýtt skip Síldarvinnslunnar hf, Beitir NK 123, að bryggju í Neskaupstað í fyrsta sinn en skipið keypti fyrir- tækið rösklega ársgamalt frá Danmörku. Skipið hét áður Gitte Herning en eldri Beitir NK gekk upp í kaupin á nýja skipinu. Skip- ið er 86,3 metrar að lengd og 17,6 metrar að lengd, búið til uppsjávarveiða með nót og troll. Hér er því um að ræða stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans. Beitir NK hélt á kolmunnaveiðar fljótt upp úr áramótum en milli jóla og nýárs gafst Norðfirðingum og gestum í bænum tækifæri á að skoða skipið þegar komu þess var fagnað með formlegum hætti. Og fyrsti túrinn var ekki af lakara taginu, um 2700 tonna afli. Norðfirðingar gripu tækifærið og skoðuðu skipið þegar því var formlega fagnað milli jóla og nýárs. Hér ávarp- ar Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarinnslunnar gesti við það tækifæri. Myndir: Hákon Ernuson F isk isk ip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.