Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 10
10
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100
tengja vöruna Íslandi mun bet-
ur en nú er gert. Þetta er ein-
mitt ástæðan fyrir því að við
veljum að skapa þetta tog frá
neytendum á millisöluaðilana -
að þeir síðarnefndu finni með
beinum hætti að neytendur
kalla eftir vörum sem skýrt og
greinilega eru merktar Íslandi.
En til að þetta gerist þurfum við
að segja neytendum söguna að
baki íslenskum sjávarafurðum.
Og þá komum við til með að
nota þær stoðir sem við þekkj-
um, t.d. ábyrgar fiskveiðar,
hreina hafið, gæði og ferskleika,
margra ára þekkingu í veiðum
og vinnslu, stuttar flutninga-
leiðir, öfluga nýsköpun, sjálf-
bæra nýtingu fiskistofna og
þannig má áfram telja. Skila-
boðin þurfa að vera einföld og
skýr og ná eyrum neytenda,“
segir Helga.
Neytendur meðvitaðir um
heilnæmi fisks
Meðvitund neytenda um heil-
næmi fisks, sér í lagi villta fisks-
ins, segir Helga mikilvægan
grunn að byggja á í þessu verk-
efni. „Neytendur eru sífellt að
verða meðvitaðri um nauðsyn
þess að þekkja uppruna mat-
væla, framleiðsluaðferðir, notk-
un aukaefna, næringargildi og
svo framvegis. Þessa bylgju vilj-
um við nýta okkur, enda tel ég
einsýnt að um sé að ræða vit-
undarvakningu fremur en það
sem kalla mætti bólu,“ segir
Helga en uppbygging á gagna-
grunni um neysluvenjur og
þróun á mörkuðum segir hún
að verði einn af mörgum þátt-
um verkefnisins til lengri tíma
litið.
„Norðmenn hafa til dæmis
varið háum fjárhæðum í slíkan
gagnagrunn og þó að við höf-
um ekki nema lítið brot af þeim
fjármunum úr að spila þá tel ég
miklu skipta að koma slíkum
grunni upp. Raunar erum við
nú þegar komin af stað með vísi
að honum.“
Aðspurð segir hún eðlilega
horft til markaðsstarfs og
ímyndaruppbyggingar Norð-
manna á undanförnum árum.
„En þeir hafa líka farið leiðir í
þessu starfi sem hér yrðu aldrei
farnar. Til dæmis hafa þeir lítil
tengsl markaðsstofu sinnar við
greinina sjálfa, sem við teljum
hinsvegar lykilatriði. Annað
dæmi er mikil áhersla þeirra á
leit að nýjum mörkuðum í stað
þess að styrkja og auka verð-
mæti á þeim mörkuðum þar
sem við erum fyrir,“ segir Helga.
Samfélagsmiðlar nýttir
Þar sem úr takmörkuðum fjár-
munum verður að spila í mark-
aðsstarfinu segir Helga að velja
þurfi af kostgæfni hvert kast-
ljósinu verður beint og hvernig.
„Ég reikna með að við kom-
um til með að byrja á heildræn-
um skilaboðum, byggðum á
þeim stoðum sem ég nefndi
áður og styðja þau skilaboð
með nýju upprunamerki. Slíkt
ætti að nýtast öllum aðilum
sem koma að markaðs- og sölu-
starfi sjávarafurða. Síðan mun-
um við vinna markaðsefni fyrir
tiltekin svæði og markaði sem
mun nýtast þeim aðilum sem
eru að selja á viðkomandi
mörkuðum. Í slíkum tilfellum
yrði um að ræða sértækar
áherslur eða átak en að baki
yrðu alltaf grunnskilaboðin sem
gilda fyrir íslenskar sjávarafurðir
almennt, hvar í heiminum sem
þær eru seldar,“ segir Helga en
takmarkaðir fjármunir gera það
að verkum að litlu verður hægt
að verja í beinar auglýsingar.
„Við sjáum fyrir okkur að
nota samfélagsmiðla í miklum
mæli, koma á viðburðum sem
tengjast íslenskum sjávarafurð-
um og vekja athygli fjölmiðla
með ýmsum hætti. Verkefnið er
að skapa frumleika sem nær í
gegn og til þess höfum við
fengið sérhæfða erlenda aðila
sem búa yfir mikilli reynslu af
svona markaðsstarfi. Nú þegar
höfum við ákveðnar hugmyndir
um framkvæmdaáætlun sem
mun taka á sig nánari mynd
þegar grunnskilaboðin og
merkið liggja fyrir. Þetta eru því
spennandi vikur og mánuðir
sem í hönd fara,“ segir Helga
Thors, markaðsstjóri Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi.
„Neytendur eru sífellt að verða meðvitaðri um nauðsyn þess að þekkja
uppruna matvæla, framleiðsluaðferðir, notkun aukaefna, næringargildi
og svo framvegis,“ segir Helga Thors.