Ægir - 01.01.2016, Blaðsíða 13
13
uðum ef viðskipti falla niður til
lengri tíma.
Markaðurinn hefur sínar
þarfir og uppfyllir þær eftir öðr-
um leiðum og inn koma nýjar
vörur. Það getur tekið langan
tíma og felur í sér mikinn kostn-
að að vinna tapaða markaði aft-
ur auk þess sem neyslumynstur
þjóða breytist mjög hratt.
Útflutningsbannið á eftir að
hafa víðtæk áhrif á íslenskt sam-
félag. Nú er loðnuvertíðin í upp-
námi en markaðurinn fyrir
loðnuafurðir, sérstaklega loðnu-
hrogn, hefur vaxið mikið í Rúss-
landi á undanförnum árum og
keyptu Rússar um 50% hrogna-
framleiðslu SVN á síðasta ári. Við
sjáum því fram á umtalsverðan
samdrátt í sölunni sem leiðir af
sér aukið framboð á aðra mark-
aði. Það leiðir aftur til verulegrar
verðlækkunar. Verð á þessum
mörkuðum er mjög viðkvæmt
fyrir framboði.
Áhrifin viðtæk
Afleiðingar útflutningsbannsins
hafa þegar haft mikil áhrif á ís-
lenskt samfélag og áhrifin
munu aukast á komandi mán-
uðum og ekki er sjálfgefið að
markaðir í Rússlandi opnist aft-
ur ef bannið dregst á langinn,
svo mikið er víst.
Við óbreytt ástand stöndum
við hjá SVN einfaldlega frammi
fyrir því að draga verulega úr
framleiðslu loðnuafurða til
manneldis á komandi vertíð.
Stór hluti af þeirri verðmæta-
sköpun fer í laun og meðhöndl-
un vörunnar, þannig að marg-
feldisáhrifin af þessum sam-
drætti eru mikil.
Þetta mun hitta samfélagið
og starfsfólk okkar illa. Tekjur
munu dragast töluvert saman
hjá 80 starfsmönnum í landi og
40 sjómönnum. Lítið samfélag
á borð við Neskaupstað mun
finna fyrir þessum samdrætti
því margfeldisáhrif launavelt-
unnar eru mikil og samdráttur-
inn snertir mun fleiri en þá sem
starfa beint við sjávarútveginn.
Áhrifin teygja sig um allt sam-
félagið og hafa strax áhrif á
þjónustufyrirtæki, verktaka og
verslun á svæðinu, auk þess
sem sveitarfélögin sjálf verða
fyrir umtalsverðum tekjumissi.
Rekstur uppsjávarfyrirtækja
er sveiflukenndur óháð Rússa-
banninu. Við sjáum það vel í
sveiflum á loðnukvóta á milli
ára. Á síðasta ári var kvótinn
360 þúsund tonn og í ár er ekki
búið að úthluta neinum kvóta,
árið 2008 var norsk íslenski síld-
arkvótinn um 240 þúsund tonn
en í ár verður hann 42 þúsund
tonn. Hjá Síldarvinnslunni bíða
180 manns eftir að loðnukvóta
verði úthlutað og eiga þeir mik-
ið undir að svo verði ásamt fyr-
irtækinu. Það er alveg ljóst að
þessar sveiflur hafa leitt til meiri
samþjöppunar aflaheimilda í
uppsjávartegundum en öðrum
tegundum. Þannig eru mun
færri og öflugri fyrirtæki að
veiða og vinna uppsjávarfisk nú
en áður.
Auðvitað er misjafnt hvernig
þetta leggst á samfélög og
starfsmenn fyrirtækjanna. Þann-
ig hittir þetta Fjarðabyggð,
Vestmannaeyjar, Vopnafjörð,
Hornafjörð, Langanesbyggð,
Akranes og Reykjanesbæ hvað
verst. En ég vara menn við því
að ætla að færa aflaheimildir af
einum stað á annan með sér-
tækum aðgerðum, til að minnka
áfallið í einstökum byggðarlög-
um. Það gerir ekkert annað en
að færa vandamálið til og flytja
vinnu frá einum stað á þann
næsta.
Stöðugleiki
Það er mikilvægt að stöðugleiki
ríki í kringum starfsumhverfi
sjávarútvegsins. Það er sjálf-
sögð krafa okkar sem vinnum
við greinina að ákvarðanir sem
snerta hana séu teknar að vel
ígrunduðu máli, þær fái mál-
efnalega umræðu og hags-
munaðilum sé haldið upplýst-
um. Ég tel að það hafi verið
mikill skortur á því í yfirstand-
andi Rússamáli.
Loðnuhrognafrysting í Síldarvinnslunni. „Lítið samfélag á borð við Neskaupstað mun finna fyrir þessum sam-
drætti því margfeldisáhrif launaveltunnar eru mikil og samdrátturinn snertir mun fleiri en þá sem starfa beint
við sjávarútveginn. Áhrifin teygja sig um allt samfélagið og hafa strax áhrif á þjónustufyrirtæki, verktaka og
verslun á svæðinu, auk þess sem sveitarfélögin sjálf verða fyrir umtalsverðum tekjumissi,“ segir Gunnþór í
grein sinni.