Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 6
6 Nýtt kvótaár er gengið í garð með tilheyrandi úthlutun aflaheimilda næstu tólf mánaða. Úthlutuninni er að vanda gerð skil í þessari út- gáfu Ægis og birtast hér í blaðinu bæði heildarlistar yfir einstök skip og útgerðir, heimahafnir og yfirlit þeirra skipa og báta sem mestar heimildir hafa. Lesendur Ægis geta því af þessum tölum glöggvað sig á mynstrinu í útgerð eins og hún blasir við okkur þarna en vissu- lega eru á þessu ákveðnir fyrirvarar, líkt og Fiskistofa jafnan gerir. Úthlutunin til einstakra skipa er sem fyrr gerð á grunni ákvarð- ana stjórnvalda um leyfilegan heildarafla fiskveiðiársins en við þá ákvarðanatöku voru lagðar til grundvallar ráðleggingar Hafrann- sóknastofnunar og mat hennar á stöðu fiskistofna. Um margra ára skeið hafa stjórnvöld farið að ráðleggingum stofnunarinnar við ákvörðun um heildarafla þannig að breyting varð ekki í ár hvað það varðar. Stóra atriðið er að sjálfsögðu aukning heimilda í þorski en líkt og komið hefur fram er staða stofnsins á flestan hátt mjög sterk um þessar mundir. Í kjölfar ráðlegginga Hafrannsóknastofninar um heildarafla snemmsumars var efnt til samráðsfundar ráðherra og helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi enda höfðu margir átt von á að aukning heimilda í þorski yrði talsvert meiri en raun bar vitni. Um- ræða um þetta atriði og önnur sem snúa að ákvörðun um heildar- afla og ráðgjöf er af hinu góða, sem og sú áhersla sem ráðherra sjávarútvegsmála lét frá sér fara í kjölfarið að stórauka þyrfti fjárveit- ingar til haf- og fiskirannsókna. Margir málaflokkar í þjóðlífinu hafa glímt við þröngar fjárheimildir um margra ára skeið en sagan sýnir að aukin þekking á hafinu og fiskistofnunum leggur grunn að því að hægt sé að standa þannig að fiskveiðum til lengri tíma að ekki sé gengið um of á fiskistofnana og að niðursveiflur séu sem minnstar. En á sama tíma þarf líka að gæta þess að nýta stofnana, þjóðfélag- inu til hagsbóta. Ef horft er yfir úthlutun aflaheimilda til einstakra skipa og þar með fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann sést mjög áþekk mynd. Við höfum ekki séð stórvægilegar breytingar hvað stærstu útgerðirnar varðar. Aftur á móti blasir ákveðin þróun við þegar kemur að fjölda lögaðila eða fyrirtækja sem fá úthlutuðum heimildum. Þeim fækkar og það segir að samþjöppun á sér stað í greininni þó hún sé ekki sýnilegust í flokki stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Tölurnar endurspegla líka þróun í skipastólnum og hún er nokk- uð hröð. Skipum sem úthlutað er aflamarki fækkar um 30 milli ára og sú fækkun kemur fram í flestum útgerðarflokkum. Líkt og Fiski- stofa vekur athygli á hefur skuttogurum til að mynda fækkað um 12 frá upphafi fiskveiðiársins 2013 og eru nú aðeins 43 í íslenska flot- anum. Þetta segir hins vegar líka ákveðna sögu um að auðveldara og þar með hagkvæmara er að sækja aflann en áður – til þess þarf einfaldlega færri skip. Í skuttogaraflotanum eru líka mjög gömul skip og sum þeirra munu hverfa úr rekstri á næstu misserum í stað nýrra sem eru í smíðum. Þeim skipum fylgir ný tækni, ekki bara hvað útgerðina snertir heldur og ekki síður hvað varðar aflameð- ferð. Það eru þess vegna spennandi tímar í sjávarútvegi, líkt og jafn- an áður. Margt jákvætt, ýmislegt neikvætt en ekkert öruggt. Þannig er íslenskur sjávarútvegur og hefur verið lengi. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Nýtt fiskveiðiár gengið í garð R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5900 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.