Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 45

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 45
45 þúsund tonnum. Rúmum 45% af heildarafla uppsjávarfisks var landað á Austurlandi og nam aflinn tæpum 385 þúsund tonnum. Um 36,7% þess afla var loðna eða rúm 141 þúsund tonn og 33,4% var kolmunni, tæp 129 þúsund tonn. Næst mestu var landað af uppsjávar- fiski á Suðurlandi, tæplega 202 þúsund tonnum, þar af var loðna um 95 þúsund tonn og makríll um 51 þúsund tonn. Á Vesturlandi var rúmum 2 þús- und tonnum af rækju landað á árinu 2015 sem eru 22,4% af heildarafla skel- og krabbadýra. Humaraflinn var mestur á Aust- urlandi en þar var landað tæp- um þúsund þúsund tonnum sem er 66% humaraflans. Nær engu afla var landað af kúfiski á árinu 2015. Botn- og flatfiskur unninn á suðvesturhorninu Úrvinnsla afla er í nokkrum takti við löndunarhafnir og því var unnið úr mestum fiski á Austur- landi í fyrra, eða 540 þúsund tonnum, 41% heildaraflans. Því næst kemur Suðurland með 200 þúsund tonn eða 15,2% heildaraflans. Minnst var verkað af fiski á Vestfjörðum, rúmlega 31 þúsund tonn. Botnfiskaflinn var að mestu unninn á höfuðborgarsvæðinu eða tæp 122 þúsund tonn og eru það 27,9% botnfiskaflans en næst á eftir koma Suðurnes með rúm 88 þúsund tonn. Stærstur hluti þorskaflans fór til vinnslu á Suðurnesjum, rúm 50 þúsund tonn eða 20,6% þess afla, en tæp 48 þúsund tonn voru unnin á höfuðborgar- svæðinu. Um 34% ýsuaflans voru unnin á höfuðborgar- svæðinu, eða tæp 14 þúsund tonn. Stærsti hluti ufsaaflans fór einnig til vinnslu á höfuðborg- arsvæðinu, tæp 20 þúsund tonn eða 41,2% þess afla, og 46,2% karfaaflans voru einnig unnin þar eða tæp 27 þúsund tonn. Á höfuðborgarsvæðinu var unnið úr mesta magni flatfisks, eða um 48% flatfiskaflans. Þar á eftir koma Suðurnes með 24,1% sem gera 5.660 tonn. Höfð- uborgarsvæðið tók einnig á móti mestri grálúðu til vinnslu, um 6.800 tonnum sem eru 54,7% aflans og einnig skarkola eða 51,4% þess afla. Um 60,1% uppsjávaraflans var unninn á Austurlandi, þar voru 56,4% loðnuaflans unninn eða 190 þúsund tonn og 42,8% af mak- ríl. 88,4% af kolmunnaaflanum var einnig unnin á Austurlandi. Á Norðurlandi vestra var unnið úr tæpum 2.980 tonnum af skelfiski og krabbadýrum sem er 27,9% þess afla. Var þar eingöngu um vinnslu á rækju að ræða. Mestur humar var unninn á Suðurlandi eða tæp 960 tonn (66%). Fiskverkunarstöðin Reykjavík Reykjavík er sem fyrr stærsti verkunarstaður höfuðborgar- svæðisins en þar voru verkuð tæp 102 þúsund tonn og þar af var botnfiskur rúm 73 þúsund tonn. Á Suðurnesjum var mest unnið í Grindavík eða tæp 52 þúsund tonn en þar af voru 45 þúsund tonn botnfiskur. Akra- nes var umsvifamesti verkunar- staður Vesturlands en þar voru verkuð tæp 29 þúsund tonn. Á Vestfjörðum var unnið úr mest- um afla í Ísafjarðarbæ eða sem nam rúmum 23 þúsund tonn- um og var botnfiskur uppistaða aflans. Á Norðurlandi vestra var mest unnið á Siglufirði eða tæp 32 þúsund tonn. Af þeim afla voru rúm 27 þúsund tonn botn- fiskur. Þórshöfn var stærsti verkun- arstaðurinn á Norðurlandi eystra. Þar var unnið úr rúmum 47 þúsund tonnum og var upp- sjávaraflinn tæp 45 þúsund tonn og botnfiskaflinn rúm 2 þúsund. Á Austurlandi var mestur afli verkaður í Fjarða- byggð eða 346 þúsund tonn og var stærstur hluti þess afla upp- sjávarfiskur eða 323 þúsund tonn. Á Suðurlandi var unnið úr mestum afla í Vestmannaeyj- um, 188 þúsund tonn. Uppi- staðan í þeim afla voru upp- sjávartegundir sem námu 154 þúsund tonnum en botnfiskur nam rúmum 32 þúsund tonn- um. Af þeim tæpu 20 þúsund tonnum sem voru verkuð er- lendis voru 12 þúsund verkuð í Færeyjum, mest þorskur og kol- munni. Makríll og aðrar uppsjávartegundur skýra öðru fremur það mikla aflamagn sem landað er og unnið úr á Aust- fjarðahöfnum. HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar HDS 10/20-4 M/MX 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/18-4 C/CX 30-180 bör 300-800 ltr/klst Með og án slönguhjóls Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.