Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 16
16 Á því fiskveiðiári sem gekk í garð þann 1. september síðastliðinn hefur Fiskistofa úthlutað aflamarki sem er alls 429.363 tonn, sem er samdráttur um 16 þúsund tonn frá fyrra fiskveiðiári. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3%frádrátt- ar fyrir jöfnunaraðgerðir, með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 369.925 tonnum í þorskígildum talið sam- anborið við um 368.394 þorskígildistonnum í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú er gengið í garð. Aukning á milli ára samsvarar því um 1.530 þorskígildistonnum. Síðar á ár- inu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Þess vegna á heildaraflamark einstakra  skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlut- ana þegar líður á fiskveiðiárið. Alls fá 504 skip úthlutað aflamarki að þessu sinni samanborið við 534 á fyrra fiskveiðiári. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Guðmundur í Nesi RE 13, en hann fær 8.324 þorskígildistonn eða 2,25% af úthlutuðum þorskígildum. Úthlutun í þorski er rúmlega 194 þúsund tonn á fiskveiðiárinu og eykst um tæp 4.000 tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn er 27.523 tonn og dregst saman um rúm 1.400 tonn. Rúmlega 1.200 tonna sam- dráttur er úthlutun á gullkarfa, 5.200 tonna samdráttur aflaheimilda í löngu og 6.800 tonna samdráttur í úthlutun á íslenskri sumargots- síld. Úthlutað aflamark er alls 429.363 tonn sem er um 16 þúsund tonnum minna en á fyrra ári. Bátum með krókaaflamark fækkar milli ára, þeir eru nú 281 en voru 297 í fyrra. Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 14 á milli ára og eru nú 223. Athygli vekur að togurum fækkar enn, þetta árið um tvo en þeim hefur fækkað um 12 frá upphafi fiskveiðiársins 2013/2014 og eru þeir nú 43 í íslenska flotanum. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað rúmum 200 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá rúm 177 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 50 þúsund tonn. Vakin er athygli á því að krókaaflamarksbátar fá eingöngu út- hlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. Um 1570 þorskígildistonnum er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en það er svipað og í fyrra og fara þau til 30 báta samanborið við 32 báta á fyrra ári. 50 stærstu með 86,6% Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86,6% af því aflamarki sem úthlutað er og er það álíka og í fyrra. Aftur á móti hef- ur fyrirtækjum eða lögaðilum sem fá úthlutað aflamarki fækkað milli ára um 20 og eru nú 398 að tölu. HB Grandi er sem fyrr það fyr- irtæki sem ræður yfir mestum aflaheimildum, eða 10,3% af heild, í þorskígildum talið. Hlutfall fyrirtækisins var 10,12% í fyrra þannig að það hefur lítillega aukið sína hlutdeild. Næst kemur Samherji Ísland ehf. með 6% hlutdeild en hafði 5,94% í fyrra. Í þriðja sæti er svo Þor- björn hf. í Grindavík með 5,5% af heildinni, sama hlutfall og í fyrra. Þetta er óbreytt röð frá fyrra fiskveiðiári. Raunar eru á eftirfarandi lista yfir 10 stærstu útgerðarfyrirtækin öll þau sömu og á fyrra fiskveiðiári en breyting verður fyrst í 6. sæti listans þar sem Vísir hf. var í fyrra en það fyrirtæki er nú 9. í röðinni líkt og sjá má. Rammi hf. færist upp listann frá fyrra ári, sömuleiðis Skinney Þinganes hf. en Brim hf. færist niður um eitt sæti. Nú gerist það einnig að hlutfall þessara 10 stærstu fyrirtækja fer yfir 50% af heildarúthlutuninni í þorskígildum, þ.e. þessi tíu fyrirtæki ráða nú 50,45% en höfðu 49,76% á liðnu fiskveiðiári. Listi yfir 10 kvótahæstu fyrirtækin er þannig: ÞÍG kg Hlutfall HB Grandi hf. 38.222.229 10,33% Samherji Ísland ehf. 22.314.608 6,03% Þorbjörn hf 20.368.924 5,51% FISK-Seafood ehf. 18.204.422 4,92% Vinnslustöðin hf 15.219.257 4,11% Rammi hf 15.201.178 4,11% Skinney-Þinganes hf 15.053.558 4,07% Brim hf 14.968.318 4,05% Vísir hf 14.936.841 4,04% Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 12.138.658 3,28% Í höfninni í Ólafsvík. K v ótin n 2 0 1 6 -2 0 1 7 Aflaheimildir nýs fiskveiðiárs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.