Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 53

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 53
53 Nú liggur fyrir að sýningin Sjáv- arútvegur 2016/Iceland Fishing Expo 2016, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 28.-30. september nk., verður ein stærsta sýning sem haldin hef- ur verið hér á landi en hún verður í báðum sölum Laugar- dalshallar auk útisvæðis fyrir framan höllina. Er ljóst af við- tökum sýnenda að mikill áhugi er á því að kynna vörur og þjón- ustu í fjölbreyttri og kraftmik- illi atvinnugrein. Gríðarlegur áhugi Fyrir skömmu efndu aðstand- endur sýningarinnar til kynn- ingarfundar um undirbúning hennar. Þar komu langflestir fulltrúar á annað hundrað sýn- enda til skrafs og ráðagerða og fengu þeir í hendur ítarlegt upplýsingarit um hvaðeina sem varðar sýninguna sjálfa, áhersl- ur og markmið. Á fundinum fór Ólafur M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar yfir öll helstu framkvæmdaatriði og einnig voru þar fulltrúar allra samstarfsaðila sýningarhaldara og svöruðu þeir spurningum fundarmanna, m.a. um sýning- arkerfi, kynningarmál, öryggis- mál, veitingar o.s.frv. Í íslenskum höndum Fram kom í máli Ólafs að að- standendur sýningarinnar leggi metnað í að undirbúa glæsilega íslenska en jafnframt alþjóðlega sýningu. Framkvæmd sýningar- innar er í íslenskum höndum, verði sýningarbása er stillt í hóf og einnig verður boðið uppá þá nýjung að sýnendur fá eins marga boðsmiða inn á sýning- una eins og þeir óska, þeim að kostnaðarlausu. Ólafur sagði að þannig gæfist fyrirtækjum, jafnt stórum sem smáum, gott tæki- færi til að kynna vörur sínar fyrir innlendum sem og erlendum aðilum. Undirbúningur Sjávarút- vegs 2016 í fullum gangi Báðir sýningarsalir Laugardalshallar verða vettvangur sýningarinnar, auk útisvæðis. Það var góð stemning á kynningarfundi fyrir skömmu vegna sýningarinnar Sjávarútvegur 2016 sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 28.-30. september nk. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningar- innar messaði yfir fundarmönnum og upplýsti um gang mála. Stungið saman nefjum. Inga Ágústsdóttir frá Athygli ehf., sem annast kynningarmál vegna sýningarinnar, ræðir við einn sýnenda, Ásgeir Þorláksson í Stólpa Gámum. S já v a rú tv eg ssý n in g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.