Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Síða 53

Ægir - 01.06.2016, Síða 53
53 Nú liggur fyrir að sýningin Sjáv- arútvegur 2016/Iceland Fishing Expo 2016, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 28.-30. september nk., verður ein stærsta sýning sem haldin hef- ur verið hér á landi en hún verður í báðum sölum Laugar- dalshallar auk útisvæðis fyrir framan höllina. Er ljóst af við- tökum sýnenda að mikill áhugi er á því að kynna vörur og þjón- ustu í fjölbreyttri og kraftmik- illi atvinnugrein. Gríðarlegur áhugi Fyrir skömmu efndu aðstand- endur sýningarinnar til kynn- ingarfundar um undirbúning hennar. Þar komu langflestir fulltrúar á annað hundrað sýn- enda til skrafs og ráðagerða og fengu þeir í hendur ítarlegt upplýsingarit um hvaðeina sem varðar sýninguna sjálfa, áhersl- ur og markmið. Á fundinum fór Ólafur M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar yfir öll helstu framkvæmdaatriði og einnig voru þar fulltrúar allra samstarfsaðila sýningarhaldara og svöruðu þeir spurningum fundarmanna, m.a. um sýning- arkerfi, kynningarmál, öryggis- mál, veitingar o.s.frv. Í íslenskum höndum Fram kom í máli Ólafs að að- standendur sýningarinnar leggi metnað í að undirbúa glæsilega íslenska en jafnframt alþjóðlega sýningu. Framkvæmd sýningar- innar er í íslenskum höndum, verði sýningarbása er stillt í hóf og einnig verður boðið uppá þá nýjung að sýnendur fá eins marga boðsmiða inn á sýning- una eins og þeir óska, þeim að kostnaðarlausu. Ólafur sagði að þannig gæfist fyrirtækjum, jafnt stórum sem smáum, gott tæki- færi til að kynna vörur sínar fyrir innlendum sem og erlendum aðilum. Undirbúningur Sjávarút- vegs 2016 í fullum gangi Báðir sýningarsalir Laugardalshallar verða vettvangur sýningarinnar, auk útisvæðis. Það var góð stemning á kynningarfundi fyrir skömmu vegna sýningarinnar Sjávarútvegur 2016 sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 28.-30. september nk. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningar- innar messaði yfir fundarmönnum og upplýsti um gang mála. Stungið saman nefjum. Inga Ágústsdóttir frá Athygli ehf., sem annast kynningarmál vegna sýningarinnar, ræðir við einn sýnenda, Ásgeir Þorláksson í Stólpa Gámum. S já v a rú tv eg ssý n in g

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.