Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 15
15 750 tonn í fyrsta áfanga Fyrsti áfangi verður 1.500 tonn, en þegar uppbyggingu verður lokið miðað við núverandi leyfi verður afkastagetan 3.000 tonn, bæði lax og bleikja. Seiðafram- leiðslan verður áfram að Fells- múla þar sem smávegis selta er í neysluvatninu í Grindavík, sem hentar einkar illa fyrir seiða- eldi,“ segir Árni Páll. Á Íslandi eru nú framleidd um 4.000 tonn af bleikju á ári, en miðað við fyrsta áfangann hjá Matorku verður framleiðsl- an 750 tonn. Þannig verður aukningin í framleiðslu á bleikju í landinu um 15-20% með til- komu eldis Matorku í Grindavík. Þessi viðbót kemur inn á mark- aðinn á næstu tveimur árum. Fleiri munu vera að hugsa um að auka sína framleiðslu því eft- irspurn eftir bleikju er mikil en framboð mjög takmarkað. Keyptu eldisstöð að Húsatóftum „Við höfum einnig keypt gamla eldisstöð við Húsatóftir við Grindavík og við setjum seiði í þá stöð í næstu viku til áfram- eldis. Þá verðum verðum við með tiltölulega stór seiði sem koma úr Húsatóftum í nýju stöðina. Fyrstu kerin í henni ættu að vera tilbúin strax í byrj- un næsta árs, líklega febrúar. Þá setjum við stór seiði í nýju stöð- ina og getum byrjað að slátra úr þeirri stöð seinnihlutann á næsta ári. Þar sem við erum nú þegar með seiðastöð í gangi verður uppbyggingin hjá okkur hröð miðað við önnur eldisfyrir- tæki, sem þurfa í raun og veru að hefja starfsemina með því að byggja sér seiðaeldisstöð og fara svo ala seiðin. Við höfum þarna það forskot að vera fyrir löngu byrjaðir á seiðaeldinu fyr- ir stöðina sem nú er að fara að rísa,“ segir Árni Páll. Dýr fiskur Bleikjan er mjög eftirsóttur fisk- ur bæði vestan hafs og í Evrópu og er stærri fiskur sérstaklega eftirsóttur. „Eftirspurn eftir smárri bleikju er minni en það er oft sem framleiðendur leggja upp með að fá stóran fisk út úr eldinu en sitja svo uppi með til- tölulega smáa bleikju. Fyrir vik- ið er mun minna um stóra og fallega bleikju. Þá er ég að tala um bleikju sem er komin upp í 1,5 kíló eða meira við slátur- stærð. Bleikjan er bæði seld í sér- hæfðum góðum fiskbúðum og stórmörkuðum, en fer einnig á fínni veitingastaði. Þetta er dýr fiskur og það er einmitt þess vegna sem við erum að fram- leiða hana. Okkur er mjög annt um um- hverfismálin, en í því felast eng- ar öfgar. Markaðurinn er alltaf að gera kröfu um umhverfis- væna framleiðslu og við erum einfaldlega að svara þeim. Markaðurinn fyrir umhverfis- vænar vörur borgar betur og sjálfbærni verður síaukin krafa,“ segir Árni Páll. Miklir markaðir fyrir laxfiska Heildar laxfiskamarkaðurinn er í dag um 3 milljónir tonna, og þar eru atlantshafslax, urriði og kyrrahafslax stærstir. Bleikja og chinook lax eru mun smærri hlutar af laxfiskamarkaðnum. Markaðssvæðin eru í raun um allan heim. N-Ameríka, Evrópa, Rússland, Asía, Eyjaálfa og Lat- neska Ameríka eru allt markaðir sem hafa tileinkað sér töluverða neyslu á undanförnum áratug- um. Eldislaxfiskur er orðinn meirihlutinn af framboði á lax- fiskamarkaðnum, en þó nokkuð er um villtan lax úr Kyrrahafi. Eldisstöðin í Grindavík kemur til með að framleiða 750 tonn af bleikju í byrjun og eykur sú framleiðsla, ein og sér, útflutning á bleikju frá Íslandi um 15-20% á ári. Fyrirtækið hefur hins leyfi fyrir allt að 3000 tonna fram- leiðslu af bleikju og laxi í stöðinni í Grindavík. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.