Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 13
13 Gangi framkvæmdir að óskum er stefnt að því að ný bolfisk- vinnsla HB Granda á Vopnafirði hefji starfsemi í nóvember og mun 35-40 manns fá vinnu við hana, samkvæmt upplýsingum frá HB Granda. Vinnslan er því húsi sem áður hýsti frystihús Tanga hf. en vinnslusalurinn er um 500 fermetrar að stærð. Iðn- aðarmenn á Vopnafirði hafa síðustu vikur unnið að breyt- ingum og lagfæringum á hús- næðinu. Tíu ár eru síðan HB Grandi vann síðast bolfisk á Vopnafirði en sem kunnugt er hefur fyrir- tækið byggt upp uppsjávar- vinnslu á Vopnafirði á síðustu árum. Í febrúar síðastliðnum ákvað stjórn HB Granda að bregðast við samdrætti í upp- sjávarveiðum, sér í lagi niður- sveiflu í loðnuveiðum, með því að byggja upp bolfiskvinnslu á nýjan leik og tryggja þannig starfsfólki verkefni. Eins og áður segir var hús- næðið sjálft til staðar en allur búnaður er nýr, þar með talið frystikerfi, loftræstikerfi og fleira. Hausarar og flökunarvél- ar í nýju vinnslunni eru frá Curio ehf. í Hafnarfirði, karabúnaður, roðkælir og roðrifubúnaður frá Skaganum hf. á Akranesi og loks verður í vinnslunni Flexicut vatnsskurðarvél, sem og snyrti- og pökkunarlína frá Marel. Fyrr í sumar tryggði HB Grandi sér aflaheimildir í bol- fiski fyrir vinnsluna á Vopnafirði með kaupum á 1600 tonna heimildum frá Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Ríflega helmingur þeirra aflaheimilda er þorskur. Síldarvinnsla í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði. Bolfiskvinnslunni er ætlað að mæta niðursveiflu sem nú er í loðnuveiðum og –vinnslu. F isk v in n sla Ný bolfiskvinnsla hefur starf- semi á Vopnafirði í nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.