Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2016, Side 13

Ægir - 01.06.2016, Side 13
13 Gangi framkvæmdir að óskum er stefnt að því að ný bolfisk- vinnsla HB Granda á Vopnafirði hefji starfsemi í nóvember og mun 35-40 manns fá vinnu við hana, samkvæmt upplýsingum frá HB Granda. Vinnslan er því húsi sem áður hýsti frystihús Tanga hf. en vinnslusalurinn er um 500 fermetrar að stærð. Iðn- aðarmenn á Vopnafirði hafa síðustu vikur unnið að breyt- ingum og lagfæringum á hús- næðinu. Tíu ár eru síðan HB Grandi vann síðast bolfisk á Vopnafirði en sem kunnugt er hefur fyrir- tækið byggt upp uppsjávar- vinnslu á Vopnafirði á síðustu árum. Í febrúar síðastliðnum ákvað stjórn HB Granda að bregðast við samdrætti í upp- sjávarveiðum, sér í lagi niður- sveiflu í loðnuveiðum, með því að byggja upp bolfiskvinnslu á nýjan leik og tryggja þannig starfsfólki verkefni. Eins og áður segir var hús- næðið sjálft til staðar en allur búnaður er nýr, þar með talið frystikerfi, loftræstikerfi og fleira. Hausarar og flökunarvél- ar í nýju vinnslunni eru frá Curio ehf. í Hafnarfirði, karabúnaður, roðkælir og roðrifubúnaður frá Skaganum hf. á Akranesi og loks verður í vinnslunni Flexicut vatnsskurðarvél, sem og snyrti- og pökkunarlína frá Marel. Fyrr í sumar tryggði HB Grandi sér aflaheimildir í bol- fiski fyrir vinnsluna á Vopnafirði með kaupum á 1600 tonna heimildum frá Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Ríflega helmingur þeirra aflaheimilda er þorskur. Síldarvinnsla í uppsjávarvinnslunni á Vopnafirði. Bolfiskvinnslunni er ætlað að mæta niðursveiflu sem nú er í loðnuveiðum og –vinnslu. F isk v in n sla Ný bolfiskvinnsla hefur starf- semi á Vopnafirði í nóvember

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.