Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.2016, Blaðsíða 14
14 „Nú loksins eftir mikinn undir- búning er fjármögnun fiskeldis- fyrirtækisins Matorku til veru- legrar uppbyggingar fiskeldis- stöðvar í Grindavík lokið. Búið er að bjóða út verkið vegna hennar og það er Ístak sem mun reisa mannvirkin með okk- ur og væntanlega byrja á næstu vikum. Hin nýja eldisstöð mun fullbyggð búa til 40 ný störf og afla um 20 milljóna dollara í er- lendum gjaldeyri fyrir þjóðar- búið,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. Nú nýverið lauk félagið við sölu á 5,5 milljónum dollara af hlutafé, sem mun gefa því burði til þess að byggja fyrri hluta nýju eldisstöðvarinnar, en í viðbót við þetta nýja hlutafé hefur félagið einnig tryggt sér aðgang að lánsfjármögnun. Meirihluti fjárfestanna í þessu hlutafjárútboði eru erlendir fag- fjárfestar. Skapa alvöru fjöleldisfyrirtæki Áætlað er að fyrstu ker nýju stöðvarinnar verði tilbúin í byrj- un 2017, og að slátrun hefjist seinna sama ár. Nýverið keypti Matorka einnig eldistöðina við Húsatóftir í Grindavík til að auð- velda uppbyggingu og betrum- bæta framleiðslukerfi félagsins á Reykjanesi. „Við erum fiskeldisfélag sem var stofnað 2010 en kom undir sameiginlegt erlent eignarhald 2012 með móðurfélag í Sviss. Það er í rauninni arfleifð af gjaldeyrishöftum hér á Íslandi, en þá töldu erlendu fjárfestarn- ir að betra væri að vera með eignarhaldsfélag í Sviss, fremur en að leggja fjármagn beint inn í íslenskan atvinnurekstur. Í dag er potturinn og pannan í rekstr- inum Matorka ehf. Félagið hef- ur verið rekið í þessu formi frá árinu 2012 en er í rauninni allar götur síðan búið að vinna í því að auka framleiðslu á sinni helstu eldisafurð, sem er bleikja og bæta við eldi á laxi og skapa þannig alvöru fjöleldisfyrir- tæki,“ segir Árni Páll. Matorka í dag er í rauninni lítið félag með seiðastöð í Fells- múla í Landssveit og takmark- aða framleiðslu á bleikju. Fisk- eldi almennt byggist á seiða- framleiðslu og síðan áframeldi seiðanna. Þetta eru í raun nokk- uð ólíkir þættir. Annars vegar er verið að klekja út hrognum og koma seiðunum á sporð og hins vegar er mikil fóðrun á fiski til að ná sláturstærð og mark- aðssetja hann. Góð staðsetning í Grindavík „Okkur hefur alltaf vantað góða áframeldisstöð sem hefur að- gang að nægu fersku vatni, jarðsjó fyrir laxinn og jarð- varma. Maður vill svo helst vera vel tengdur góðu sam- gönguneti. Þetta allt fundum við koma saman í Grindavík, sér í lagi með samningi okkar við HS Orku um affallið úr virkjun- inni í Svartsengi. Þar fengum við jarðvarmann og svo er mik- ið vatn á svæðinu. Samgöngur eru mjög góðar, stutt í Sunda- höfn og upp á Keflavíkurflug- völl til flutninga um heiminn og svo greitt aðgengi að þjónustu og aðföngum úr Reykjavík og af Reykjanesi.“ Stöðin verður vestan Grindavíkurbæjar, nálægt golf- vellinum að Húsatóftum. Þar er búið að skipuleggja iðnaðar- svæði þar sem uppbygging Mat orku hefur bæði verið sam- þykkt í deili- og aðalskipulagi. „Við erum með lítið áfram- eldi og útflutning og fram- leiðslu fyrir innanlandsmarkað rétt hjá seiðastöðinni okkar í Landssveit. Við höfum verið að framleiða 30 til 50 tonn á ári undanfarin fimm ár, en höfum ekki séð góða möguleika til frekari uppbyggingar þar, því þar er ekki allt til alls. Þar skortir jarðvarma og jarðsjó. Þess vegna höfum við einbeitt okkur að uppbyggingu nýs áframeldis í Grindavík.“ Uppbygging fiskeldis- stöðvar Matorku í Grindavík að hefjast Árni Páll Einarsson, fram- kvæmdastjóri Matorku. F isk eld i NT 35/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 45/1 Tact Te Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur, rafmagnstengill. NT 55/1 Tact Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir 2,5m 35mm barki, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. NT 25/1 Ap Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Takki fyrir hreinsun á síu. Iðnaðarryksugur Fyrir bæði blautt og þurrt Sjálfvirk hreinsun á síu Tengill Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.