Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2016, Page 45

Ægir - 01.06.2016, Page 45
45 þúsund tonnum. Rúmum 45% af heildarafla uppsjávarfisks var landað á Austurlandi og nam aflinn tæpum 385 þúsund tonnum. Um 36,7% þess afla var loðna eða rúm 141 þúsund tonn og 33,4% var kolmunni, tæp 129 þúsund tonn. Næst mestu var landað af uppsjávar- fiski á Suðurlandi, tæplega 202 þúsund tonnum, þar af var loðna um 95 þúsund tonn og makríll um 51 þúsund tonn. Á Vesturlandi var rúmum 2 þús- und tonnum af rækju landað á árinu 2015 sem eru 22,4% af heildarafla skel- og krabbadýra. Humaraflinn var mestur á Aust- urlandi en þar var landað tæp- um þúsund þúsund tonnum sem er 66% humaraflans. Nær engu afla var landað af kúfiski á árinu 2015. Botn- og flatfiskur unninn á suðvesturhorninu Úrvinnsla afla er í nokkrum takti við löndunarhafnir og því var unnið úr mestum fiski á Austur- landi í fyrra, eða 540 þúsund tonnum, 41% heildaraflans. Því næst kemur Suðurland með 200 þúsund tonn eða 15,2% heildaraflans. Minnst var verkað af fiski á Vestfjörðum, rúmlega 31 þúsund tonn. Botnfiskaflinn var að mestu unninn á höfuðborgarsvæðinu eða tæp 122 þúsund tonn og eru það 27,9% botnfiskaflans en næst á eftir koma Suðurnes með rúm 88 þúsund tonn. Stærstur hluti þorskaflans fór til vinnslu á Suðurnesjum, rúm 50 þúsund tonn eða 20,6% þess afla, en tæp 48 þúsund tonn voru unnin á höfuðborgar- svæðinu. Um 34% ýsuaflans voru unnin á höfuðborgar- svæðinu, eða tæp 14 þúsund tonn. Stærsti hluti ufsaaflans fór einnig til vinnslu á höfuðborg- arsvæðinu, tæp 20 þúsund tonn eða 41,2% þess afla, og 46,2% karfaaflans voru einnig unnin þar eða tæp 27 þúsund tonn. Á höfuðborgarsvæðinu var unnið úr mesta magni flatfisks, eða um 48% flatfiskaflans. Þar á eftir koma Suðurnes með 24,1% sem gera 5.660 tonn. Höfð- uborgarsvæðið tók einnig á móti mestri grálúðu til vinnslu, um 6.800 tonnum sem eru 54,7% aflans og einnig skarkola eða 51,4% þess afla. Um 60,1% uppsjávaraflans var unninn á Austurlandi, þar voru 56,4% loðnuaflans unninn eða 190 þúsund tonn og 42,8% af mak- ríl. 88,4% af kolmunnaaflanum var einnig unnin á Austurlandi. Á Norðurlandi vestra var unnið úr tæpum 2.980 tonnum af skelfiski og krabbadýrum sem er 27,9% þess afla. Var þar eingöngu um vinnslu á rækju að ræða. Mestur humar var unninn á Suðurlandi eða tæp 960 tonn (66%). Fiskverkunarstöðin Reykjavík Reykjavík er sem fyrr stærsti verkunarstaður höfuðborgar- svæðisins en þar voru verkuð tæp 102 þúsund tonn og þar af var botnfiskur rúm 73 þúsund tonn. Á Suðurnesjum var mest unnið í Grindavík eða tæp 52 þúsund tonn en þar af voru 45 þúsund tonn botnfiskur. Akra- nes var umsvifamesti verkunar- staður Vesturlands en þar voru verkuð tæp 29 þúsund tonn. Á Vestfjörðum var unnið úr mest- um afla í Ísafjarðarbæ eða sem nam rúmum 23 þúsund tonn- um og var botnfiskur uppistaða aflans. Á Norðurlandi vestra var mest unnið á Siglufirði eða tæp 32 þúsund tonn. Af þeim afla voru rúm 27 þúsund tonn botn- fiskur. Þórshöfn var stærsti verkun- arstaðurinn á Norðurlandi eystra. Þar var unnið úr rúmum 47 þúsund tonnum og var upp- sjávaraflinn tæp 45 þúsund tonn og botnfiskaflinn rúm 2 þúsund. Á Austurlandi var mestur afli verkaður í Fjarða- byggð eða 346 þúsund tonn og var stærstur hluti þess afla upp- sjávarfiskur eða 323 þúsund tonn. Á Suðurlandi var unnið úr mestum afla í Vestmannaeyj- um, 188 þúsund tonn. Uppi- staðan í þeim afla voru upp- sjávartegundir sem námu 154 þúsund tonnum en botnfiskur nam rúmum 32 þúsund tonn- um. Af þeim tæpu 20 þúsund tonnum sem voru verkuð er- lendis voru 12 þúsund verkuð í Færeyjum, mest þorskur og kol- munni. Makríll og aðrar uppsjávartegundur skýra öðru fremur það mikla aflamagn sem landað er og unnið úr á Aust- fjarðahöfnum. HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar HDS 10/20-4 M/MX 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/18-4 C/CX 30-180 bör 300-800 ltr/klst Með og án slönguhjóls Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.