Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Síða 6

Ægir - 01.06.2016, Síða 6
6 Nýtt kvótaár er gengið í garð með tilheyrandi úthlutun aflaheimilda næstu tólf mánaða. Úthlutuninni er að vanda gerð skil í þessari út- gáfu Ægis og birtast hér í blaðinu bæði heildarlistar yfir einstök skip og útgerðir, heimahafnir og yfirlit þeirra skipa og báta sem mestar heimildir hafa. Lesendur Ægis geta því af þessum tölum glöggvað sig á mynstrinu í útgerð eins og hún blasir við okkur þarna en vissu- lega eru á þessu ákveðnir fyrirvarar, líkt og Fiskistofa jafnan gerir. Úthlutunin til einstakra skipa er sem fyrr gerð á grunni ákvarð- ana stjórnvalda um leyfilegan heildarafla fiskveiðiársins en við þá ákvarðanatöku voru lagðar til grundvallar ráðleggingar Hafrann- sóknastofnunar og mat hennar á stöðu fiskistofna. Um margra ára skeið hafa stjórnvöld farið að ráðleggingum stofnunarinnar við ákvörðun um heildarafla þannig að breyting varð ekki í ár hvað það varðar. Stóra atriðið er að sjálfsögðu aukning heimilda í þorski en líkt og komið hefur fram er staða stofnsins á flestan hátt mjög sterk um þessar mundir. Í kjölfar ráðlegginga Hafrannsóknastofninar um heildarafla snemmsumars var efnt til samráðsfundar ráðherra og helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi enda höfðu margir átt von á að aukning heimilda í þorski yrði talsvert meiri en raun bar vitni. Um- ræða um þetta atriði og önnur sem snúa að ákvörðun um heildar- afla og ráðgjöf er af hinu góða, sem og sú áhersla sem ráðherra sjávarútvegsmála lét frá sér fara í kjölfarið að stórauka þyrfti fjárveit- ingar til haf- og fiskirannsókna. Margir málaflokkar í þjóðlífinu hafa glímt við þröngar fjárheimildir um margra ára skeið en sagan sýnir að aukin þekking á hafinu og fiskistofnunum leggur grunn að því að hægt sé að standa þannig að fiskveiðum til lengri tíma að ekki sé gengið um of á fiskistofnana og að niðursveiflur séu sem minnstar. En á sama tíma þarf líka að gæta þess að nýta stofnana, þjóðfélag- inu til hagsbóta. Ef horft er yfir úthlutun aflaheimilda til einstakra skipa og þar með fyrirtækja nokkur ár aftur í tímann sést mjög áþekk mynd. Við höfum ekki séð stórvægilegar breytingar hvað stærstu útgerðirnar varðar. Aftur á móti blasir ákveðin þróun við þegar kemur að fjölda lögaðila eða fyrirtækja sem fá úthlutuðum heimildum. Þeim fækkar og það segir að samþjöppun á sér stað í greininni þó hún sé ekki sýnilegust í flokki stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Tölurnar endurspegla líka þróun í skipastólnum og hún er nokk- uð hröð. Skipum sem úthlutað er aflamarki fækkar um 30 milli ára og sú fækkun kemur fram í flestum útgerðarflokkum. Líkt og Fiski- stofa vekur athygli á hefur skuttogurum til að mynda fækkað um 12 frá upphafi fiskveiðiársins 2013 og eru nú aðeins 43 í íslenska flot- anum. Þetta segir hins vegar líka ákveðna sögu um að auðveldara og þar með hagkvæmara er að sækja aflann en áður – til þess þarf einfaldlega færri skip. Í skuttogaraflotanum eru líka mjög gömul skip og sum þeirra munu hverfa úr rekstri á næstu misserum í stað nýrra sem eru í smíðum. Þeim skipum fylgir ný tækni, ekki bara hvað útgerðina snertir heldur og ekki síður hvað varðar aflameð- ferð. Það eru þess vegna spennandi tímar í sjávarútvegi, líkt og jafn- an áður. Margt jákvætt, ýmislegt neikvætt en ekkert öruggt. Þannig er íslenskur sjávarútvegur og hefur verið lengi. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Nýtt fiskveiðiár gengið í garð R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5900 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.