Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2016, Síða 9

Ægir - 01.06.2016, Síða 9
9 „Við reynum á hverjum tíma að gera það besta úr stöðunni og ná sem bestu verði. Og það er óhætt að segja að hvað makrílinn varðar þá gangi salan mjög þokkalega. Framleiðend- ur eru ekki að safna birgðum hér á landi, að minnsta kosti ekki á fyrri hluta vertíðar þó hugsanlega kjósi einhverjir að geyma birgðir frá síðasta hluta vertíðar eitthvað fram á haustið í von um hærra verð.“ Minni síldveiði forðar verðfalli Teitur er bjartsýnn á sölu síldar- afurða og tengir það þeirri stað- reynd að síldveiðar séu í sögu- legu lágmarki á norðurslóðum á þessari öld. „Norsk íslenski stofninn hefur dregist saman og veiðar þar með. Það sést best á því að fyrir ekki ýkja mörgum árum voru fjórar helstu veiðiþjóðirnar á norður- svæðinu að veiða um tvær milljónir tonna af síld en núna eru veiðarnar um hálf milljón tonna. Framboðið af síld er því lítið og það kemur í veg fyrir verðfall. En ef við værum núna með stóran síldarstofn og mikla veiði þá værum við í miklum vandræðum vegna lokunar Rússlandsmarkaðar. Þar er lang- stærsti markaður fyrir síld í heiminum og við hefðum ekki önnur úrræði en bræða stóran hluta af síldaraflanum ef veiðin væri eins og þegar best lét,“ segir Teitur. Frysting loðnu horfin að sinni Lokun Rússlandsmarkaðar kem- ur allra harðast niður á fryst- ingu loðnu. Teitur segir þeirri framleiðslu nánast sjálfhætt hér á landi meðan viðskiptabannið vari. „Heimsmarkaður fyrir frysta loðnu er á bilinu 150-200 þús- und tonn, fer eftir verðum, og þar af er markaðurinn í Rúss- landi 100-150 þúsund tonn. Framleiðslugetan í frystingu er svo mikil hér á landi að það er varla að það taki því að gang- setja verksmiðjur fyrir það litla magn sem aðrir markaðir taka við. Auðvitað vonast menn eftir því að þetta ástand vari ekki að eilífu, enda er það mjög baga- legt fyrir fyrirtækin að missa loðnufrystinguna út úr sinni starfsemi og nýtingu á fjárfest- ingu í tækjum og framleiðslu- getu. Því miður standa þessar fjárfestingar að öllu óbreyttu óhreyfðar í vetur, burtséð frá veiðum,” segir Teitur en af sinni miklu reynslu í sölu sjávaraf- urða telur hann að Rússlands- markaður tapist ekki varanlega, komu til afnáms viðskipta- bannsins. „Ég held að við náum þess- um markaði aftur til okkar. Rússar veiða sjálfir loðnu í Bar- entshafi og hún fer inn á þeirra markað. Síðan frysta bæði Fær- eyingar og Grænlendingar loðnu sem seld er til Rússlands þar sem þær þjóðir taka ekki þátt í banninu. Því má segja að þær þjóðir haldi þessum mark- aði í raun og veru gangandi. Þeir selja einnig makríl og síld inn á þennan markað.” Hrognaverð helst enn hátt Óttast var um að verðfall yrði á loðnuhrognum í kjölfar við- skiptabannsins en það segir Teitur ekki hafa gerst í ár, hvað sem kunni að verða þegar frá líður. „Skýringin er fyrst og fremst að framleiðendur hafa verið stífir á verðum og frekar haldið birgðir en að láta fram- leiðsluna frá sér á lægra verði. Hvort sú verður áfram raunin verður að koma í ljós,“ segir hann. Að frátaldri frystu loðnunni má segja að sjófrystur karfi sé sú sjávarafurð sem hvað helst hefur orðið fyrir barðinu á af- leiðingum viðskiptabannsins en birgðir af þeirri vöru segir Teitur að hafi safnast upp í landinu í nokkrum mæli í kjölfar þess. „Rússland var stærsti markaður fyrir hausaðan sjófrystan karfa og verð fyrir þessa afurð er að- eins rúmlega 65% af því sem var meðan hans naut við. Það er auðvitað mjög bagalegt fyrir frystitogaraútgerðirnar en í heildarmyndinni er auðvitað stærstur skaðinn af því að geta ekki framleitt og selt frysta loðnu til manneldis. En hvað sölu á makríl hefur okkur tekist að ná betri árangri en á horfð- ist,“ segir hann. Markaðir í Afríkulöndum hafa bjargað því að veiðar og vinnsla makríls eru af fullum krafti. Engu að síður hefðu framleiðendur og sölufyrirtækin kosið að sjá hærra verð, þó svo að það sé nú betra en var í fyrra .

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.