Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2016, Side 17

Ægir - 01.06.2016, Side 17
17 Lægra hlutfall af heild hjá 10 stærstu verstöðvunum Líkt og með útgerðarfyrirtækin eru litlar sveiflur á lista heimahafna en sem fyrr skera þrjár hafnir sig verulega úr. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 12,1% af heildinni samanborið við 12,4% í fyrra. Næstmest til Grindavíkur, eða 10,6% af heildinni og það er samdráttur um 0,8 prósentustig frá fyrra ári. Skip með heimahöfn í Vestmannaeyjum ráða yfir 9,9% heimildanna, líkt og í fyrra. Fiskistofa bendir í samantekt sinni á að hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flestum tilvikum eitthvað og má rekja það til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og tilfærslu afla- hlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn. Þegar listi 10 kvótahæstu verstöðanna er skoðaður og borinn saman milli ára sést að í heild hefur hlutfall þessara hafna af heildinni lækkað um 1,25 prósentustig, þ.e. úr 61,5% í 60,25%. Tvær breytingar eru á röðinni, þ.e. að Hornafjörður og Rif hafa sætaskipti, sem og Dalvík og Garður. Listi 10 kvótahæstu verstöðvanna fiskveiðiárið 2016/2017 er þannig: Samtals ÞÍG kg Hlutfall Reykjavík 44.996.494 41.225.698 11,14% Grindavík 42.455.527 39.344.208 10,64% Vestmannaeyjar 51.088.029 36.668.758 9,91% Akureyri 28.431.050 21.741.217 5,88% Akranes 23.032.323 18.653.836 5,04% Hornafjörður 24.585.146 15.936.434 4,31% Rif 14.384.883 13.975.204 3,78% Sauðárkrókur 11.691.752 12.290.268 3,32% Dalvík 10.432.557 11.581.379 3,13% Garður 12.326.885 11.474.003 3,10% Guðmundur í Nesi með mest í þorskígildum Líkt og áður segir er togarinn Guðmundur í Nesi RE er það skip sem er með mestar veiðiheimildir, í þorskígildum talið, rúm 8.300 þorsk- ígildistonn. Á þessum lista hafa þeir sætaskipti í tveimur efstu sæt- um, Guðmundur í Nesi og Kaldbakur EA. Gullberg VE er í þriðja sæti en var ekki á þessum lista á síðasta ári. Sömuleiðis er Vigri RE kom- inn á þennan lista nú en í stað þessara tveggja skipa hafa Arnar HU og Sturlaugur H Böðvarsson AK horfið af listanum. ÞÍG kg Guðmundur í Nesi RE 13, Reykjavík 8.324.297 Kaldbakur EA 1, Akureyri 8.086.046 Gullberg VE 292, Vestmannaeyjar 7.493.792 Júlíus Geirmundsson ÍS 270, Ísafjörður 7.121.951 Málmey SK 1, Sauðárkrókur 6.847.904 Vigri RE 71, Reykjavík 6.813.571 Björgvin EA 311, Dalvík 6.693.818 Ottó N Þorláksson RE 203, Reykjavík 6.569.100 Höfrungur III AK 250, Akranes 6.476.761 Helga María AK 16, Akranes 5.489.555 Norðlensku togararnir stórir í þorskinum Um árabil hefur Akureyrartogarinn Kaldbakur EA verið skráður með mestar aflaheimildir í þorski og á því er engin breyting nú. Kalbakur er með skráð rúmlega 7 þúsund tonn í heimildum í þorski og bætir við sig, líkt og önnur skip á þessum lista, í samræmi við aukningu út- hlutaðra þorskveiðiheimilda. Efstu fjögur sæti þessa lista eru óbreytt milli fiskveiðiára. Síðan færist Júlíus Geirmundsson ÍS upp listann milli ára og nýtt nafn er togarinn Sirrý ÍS sem kemur inn fyrir línu- skipið Þorlák ÍS, í eigu sömu útgerðar. Gullberg VE er nýtt nafn á þessum lista en af honum hefur Tjaldur SH horfið þess í stað. Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | www.mdvelar.is REYNSLA – ÞEKKING – RÁÐGJÖF Viðhalds- og varahlutaþjónusta Sérhæft viðgerðaverkstæði ... í þjónustu við útgerðina

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.