Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2016, Page 54

Ægir - 01.06.2016, Page 54
54 K rossg á ta F réttir Sjávarútvegsráðstefnan 2016 verður haldin dagana 24. og 25. nóvember næstkomandi og verður hún að þessu sinni í Hörpu í Reykjavík. Fyrsta ráð- stefnan var haldin árið 2010 og hefur síðan verið árlegur við- burður sem hefur farið stækk- andi með hverju árinu sem liðið hefur. Fjórtán málstofur – 70 erindi Málstofur verða að þessu sinni 14 talsins og endurspegla yfir- skriftir þeirra fjölbreytileg um- ræðuefni sem með einum eða öðrum hætti snerta íslenskan sjávarútveg. Málstofurnar bera eftirfarandi yfirskriftir:  Íslenskur sjávarútvegur og utanríkisstefna  Sala og dreifing á íslensk- um fiski á HORECA  Sögur af þróun í sjávarút- vegi á Íslandi  Eru nýjungar við fiskileit?  Vottun og áhrif á sölu ís- lenskra sjávarafurða  Fullnýting í verðmætar af- urðir  Orkunotkun og orkusparn- aður við veiðar og siglingu  Sjókvíaeldi á laxi á Íslandi í alþjóðlegri samkeppni – tvær málstofur  Þróun í olíuverði – ógnir og tækifæri í okkar viðskipta- löndum  Fiskifræði sjómannsins og Hafró  Aukin verðmætasköpun í uppsjávarfiski  Þróun og framtíðarhorfur í bolfiskvinnslutækni  Staða og tækifæri á bolfisk- mörkuðum Aðstaða til ráðstefnuhalds- ins í Hörpu er meðal þess besta sem gerist hér á landi en í heild verða flutt um 70 erindi í mál- stofunum. Meiri áhersla verður lögð á túlkun málstofa og efni erinda þannig þýtt yfir á ensku í þeim tilgangi að gera erlendum þátttakendum auðveldara með að fylgja eftir því sem fram fer. Líkt og áður verða veitt verðlaun í sérstakri samkeppni um framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar en lokafrestur til að skila inn hug- myndum rennur út síðar í haust og verður auglýstur á heima- síðu Sjávarútvegsráðstefnunn- ar. Sjávarútvegsráð- stefnan aldrei verið stærri Frá Sjávarútvegsráðstefnunni 2015. Um 70 erindi verða flutt á ráðstefn- unni í Hörpu í nóvember.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.