Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2016, Side 10

Ægir - 01.08.2016, Side 10
10 Haustið 2016 var viðburðaríkur tími í lífi Axels Helgasonar trillu- karls. Í lok september fékk hann viðurkenningu Landssambands smábátaeigenda sem trillukarl ársins á sjávarútvegssýningu í Laugardalshöll og tæpum þremur vikum síðar var hann orðinn for- maður Landssambandsins. „Það var skyndiákvörðun hjá mér að bjóða mig fram. Kvöldið áður en ég mætti á landsfund sambands- ins hringdi ég í fráfarandi formann og spurði hvað fælist í starfinu. Næsta dag ákvað ég að slá til,“ segir Axel þar sem hann tekur á móti blaðamanni á skrifstofu landssambandsins við Hverfisgötu í Reykjavík. Hvergi betra en í Breiðafirði Axel er fæddur og uppalinn í höfuðborginni og segir að áhugi hans á smábátum hafi kviknað þegar hann var 17 ára og fór að vinna við bátasmíði í Hafnarfirði á blómaskeiði plast- bátanna. „Á þessum árum fjölg- aði smábátum ört í flotanum og í smiðjunni hjá okkur fram- leiddum við á tímabili einn bát á viku. Í dag er þessi framleiðsla ekki svipur hjá sjón.“ Axel er með réttindi til báta- smíða og segist um skeið hafa fengist við að smíða hraðbáta úr plasti á eigin vegum en sjálf- ur kom hann ekki nálægt út- gerð fyrr en 2004. Þá keypti hann bát og fór að stunda grá- sleppuveiðar á Breiðafirði út frá Efri-Langey sem er í eigu fjöl- skyldu hans. „Mér finnst hvergi betra að vera en í Breiðafirðin- um og því lá beint við að finna ástæðu til að dvelja þar lengur úr því að við vorum búin að koma okkur upp góðri aðstöðu í eyjunni. Þannig atvikaðist það að ég byrjaði mína útgerð.“ Axel tekur við viðurkenningunni „trillukarl ársins“ úr hendi Elizu Jean Reid forsetafrúar á sýningunni Sjávarútvegur 2016 sem haldin var í Laugar- dalshöll í lok september. Höfum talað of lengi fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna Axel Helgason trillukarl ársins og nýkjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda Æ g isv iðta lið

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.