Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2016, Page 13

Ægir - 01.08.2016, Page 13
13 að kalla 20. öldin öld sjávarút- vegsins. „Framleiðni hefur auk- ist mikið í sjávarútvegi, nær þre- faldast undanfarin rúm 30 ár. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað mikil verðmæti, en ég kemst að þeirri niðurstöðu að greiða beri hærra veiðileyfa- gjald en nú er gert.“ Sátum af okkur tækifæri í fiskeldi Ágúst fjallar í bókinni um sjáv- arútveg víða um heim sem og einnig um fiskveiðistjórnun og segir að miklar breytingar hafi orðið í þeim efnum. Helstu sjáv- arútvegsþjóðir heims eru nú í Asíu þar sem fiskeldi er mjög umfangsmikið. „Íslendingar hafa því miður setið af sér tæki- færi í fiskeldi, en það má bæta úr því á næstu árum,“ segir hann. Bendir hann á að sjávarút- vegur sé víðast í fátækum þró- unarlöndum rekinn sem vax- andi atvinnugrein og á því sviði getum við Íslendingar lagt fram okkar aðstoð, til að mynda með ráðgjöf um meðferð afla, vinnslu og markaðssetningu. „Þróunaraðstoð okkar er ein- ungis einn þriðji af því sem hún er í okkar nágrannalöndum og satt best að segja er skömm að því,“ segir Ágúst. Okkar kerfi þykir gott og hag- kvæmt Í bókinni lýsir Ágúst kerfum fiskveiðistjórnunar erlendis og segir fjölbreytni ráða ríkjum þegar að þeim kemur. „Svipuð stjórnkerfi og við notum við veiðar hérlendis eru notuð víða ytra og er það fyrirkomulag í sókn á heimsvísu. Um aldamót- in síðustu voru fimm ríki með kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflahlutdeilda, en um 2010 stýrðu 22 ríki veið- um með þessum hætti og veiddu þau um fjórðung af heimsaflanum. Íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið þykir gott að mati sérfræðinga erlendis og er talið hagkvæmt.“ Í lok bókarinnar leggur Ágúst fram nokkrar tillögur sem geti orðið til þess að efla sjávar- útvegi. Hann segir að Íslending- ar verði að gera sér grein fyrir hversu mikilvæg þessi atvinnu- grein er fyrir þjóðina. „Aðalatriði er að skapa sem mest verðmæti og nýta auðlindina til þess. Svo má verja arðinum á ýmsan hátt,“ segir hann. Hlúum að mannauðnum og ný- sköpun einstaklinga Atvinnuhættir heimsins eru að breytast, m.a. með aukinni sjálf- virkni og vélmennum. „Mörg störf munu hverfa á næstu ára- tugum, m.a. í frumvinnslu sjáv- arfangs, en störfum sem krefj- ast aukinnar menntunar mun fjölga. Það er brýnt að gera sér grein fyrir því hvernig tækni- þróun verður í sjávarútvegi á heimsvísu næstu áratugina,“ segir Ágúst. Íslenskur sjávarút- vegur standi sig vel á alþjóða- vísu, mikil gróska sé í tengdum greinum og framleiðslu nýrra afurða í hátækniatvinnugrein- um, þar séu fjölmörg sóknar- færi. „Okkur ber að hlúa sérstak- lega að mannauðnum og ný- sköpun einstaklinga og fyrir- tækja og gera það í meira mæli en nú er gert.“ Fjölbreytt atvinnulíf skiptir öllu fyrir lífskjörin Hann segir samkeppnisstöðu ís- lensks sjávarútvegs sterka í al- þjóðlegu samhengi og að mikil- vægt sé að standa vörð um þá mikilvægu atvinnugrein sem gerði Íslendinga að velmegandi þjóð á 20. öld. „Í nútíma efna- hagslífi skiptir fjölbreytt at- vinnulíf öllu fyrir lífskjörin. Á síðustu öld var lífið í þessu landi fiskur. Þær aðstæður eru auðvit- að breyttar en sjávarútvegurinn er og verður áfram hryggjar- stykkið í efnahagslífi þessarar þjóðar og mun gegna mikil- vægu hlutverki í nýrri atvinnu- háttabyltingu á 21. öldinni,“ segir Ágúst. Um höfundinn Dr. Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bif- röst og fyrrverandi rektor skólans. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum og var meðal annars alþingismaður og pró- fessor við Háskóla Íslands og hefur setið í fjölda stjórna og ráða og var meðal annars formaður Framtakssjóðs Íslands, Samn- inganefndar ríkisins og bankaráðs Seðlabanka Íslands auk þess sem hann hefur setið í stjórnum Borgarleikhússins og Lands- virkjunar. Ágúst var um árabil prófessor við Viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands og var þar skorarformaður og deild- arforseti. Hann hefur jafnframt skrifað nær þrjá tugi bóka, þar á meðal Rekstrarhagfræði, Verkefni í rekstrarhagfræði, Hagræn áhrif tónlistar, Hagræn áhrif kvikmyndalistar, Menningarhag- fræði og Hagræn áhrif ritlistar. Ágúst Einarsson prófessor. „Mörg störf munu hverfa á næstu áratugum, m.a í frumvinnslu sjávarfangs, en störfum sem krefjast aukinnar menntunar mun fjölga.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.