Ægir - 01.08.2016, Síða 20
20
„Ég hef tveggja áratuga reynslu í sýningarhaldi og tel að okkur hafi
tekist að skapa þarna nýja fagsýningu í sjávarútvegi sem stenst
fyllilega samanburð við erlendar sjávarútvegssýningar. Þar vitna
ég til umsagna sýnenda sem margir hafa mikla reynslu af sýning-
um á erlendri grundu og líka til viðtala við fjölda innlendra og er-
lendra gesti,“ segir Ólafur M. Jóhannesson sem stóð að sýningunni
Sjávarútvegi 2016 / Iceland Fishing Expo 2016 í Laugardalshöll í lok
september. Þessi sýning er ný af nálinni og sóttu hana yfir 12.000
gestir, sem Ólafur segir framar björtustu vonum. Ákveðið er að
næsta sýning verði í Laugardalshöll eftir þrjú ár.
Jákvæð viðbrögð bæði sýnenda
og gesta
„Sýningin fékk einstaklega já-
kvæð viðbrögð gesta og sýn-
enda og margt sem kom á
óvart svo sem hversu langt
menn eru komnir hér varðandi
tæknilausnir fyrir sjávarútveg.
Bandaríski sendiherrann var
gestur á sýningunni og var
hann alveg orðlaus yfir
tækninni sem þar mátti sjá.
Hann er þekktur lögmaður í Bo-
ston sem sérhæfir sig í að semja
fyrir sprotafyrirtæki og þekkir
því vel til nýsköpunar,” segir
Ólafur aðspurður um umsagnir
gesta.
Sýningaraðstaðan í Laugar-
dalshöll segir Ólafur að sé mun
betri en í hefðbundnum
íþróttahúsum. Sem dæmi þá sé
Höllin sérhönnuð hvað varðar
hljóðvist, sem skipti miklu máli
S
ý
n
in
g
a
r
Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri, fylgir forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid og Gunnari Braga Sveinssyni, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, í gegnum sýninguna við opnun hennar.
Sýningin Sjávarútvegur 2016
„Markmiðið um
vandaða fagsýn-
ingu í sjávarút-
vegi náðist“
segir Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri