Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2016, Page 27

Ægir - 01.08.2016, Page 27
27 áhrif á vistkerfið. Sigurður segir makrílgöngur sem hingað hafa leitað síðustu ár í ætisleit í hlýn- andi sjó dæmi um þessar breyt- ingar. Á sama tíma sé búsvæði loðnunnar að flytjast langt norðvestur af landinu upp að Grænlandi. Búsvæði hennar hafi minnkað og rýrnað við Ís- land og það sé mörgum sinn- um dýrara að mæla stofninn á þessum nýju slóðum. Aðrar breytingar sem Sig- urður nefnir eru að skötuselur sem fyrir 10 til 15 árum var bara við Suðurland er nú einnig far- inn að veiðast við Vesturland og grálúða sem var talsvert veidd fyrir Norðurlandi sést þar varla lengur. Það verður einnig vart breytinga í ánum þar sem bleikjan er að hopa en urriði og lax að sækja á. Hingað hafi til dæmis borist flundra sem er ný tegund sem hrygnir á strand- svæðum en elst að hluta til upp í ferskvatnskerfum og þannig mætti áfram telja. Fjárskortur hamlar grunnrann- sóknum Sigurður segir að hvorki Haf- rannsóknastofnun né Veiðimála- stofnun hafi upplifað góðæri en hins vegar hafi þær fengið af- leiðingar fjármálahrunsins á sig af fullu afli. Sá niðurskurður sem þá var gripið til sé farinn að bitna talsvert á starfseminni. Bú- ið hafi verið að tálga fjárhaginn inn að beini og ríkisframlagið dugði eingöngu fyrir bráðnauð- synlegri vöktun og til að mæla stofnvísitölur fyrir helstu nytja- stofna. Lítið fé hafi verið eftir til grunnrannsókna. Hann segir hættulegt að sinna ekki grunn- rannsóknum sem hugmynda- fræði ráðgjafarinnar byggir á. „Það er alvarlegt hvað við er- um illa í stakk búin að fylgjast með þeim breytingum sem nú eru að verða. Við höfum til dæmis ekki getað rannsakað grunnlífskilyrði loðnunnar í mörg ár vegna fjárskorts. Hvar hrygnir hún og í hvaða mæli? Hvernig vegnar lirfunum sem við höfðum þó gamlar rann- sóknir um? Í dag er þetta breyttur heimur. Það eru gríðar- leg verðmæti í húfi, ekki bara það sem snýr að loðnuveiðinni, heldur er loðnan mikilvæg fæða fyrir aðrar nytjategundir eins og þorsk. Það segir sig sjálft að við getum ekki búið við þetta ástand áfram, við verðum að auka grunnrannsóknirnar.“ Aðspurður segir Sigurður að ef taka ætti upp grunnrann- sóknir á loðnu og uppsjávar- fiskum eins og makríl og norsk íslensku síldinni, sem er aðeins hluti af heildarmyndinni, gæti kostnaðurinn numið 200 til 300 milljónum á ári. Hann segir að nú sé í undirbúningi að sækja fastar á um styrki frá rann- sóknastofnunum í Evrópu til dæmis til rannsókna á Norður- slóðum þar sem við gætum ver- ið í leiðandi stöðu. Hins vegar verði menn að geta treyst því að aðrar fjárveitingar til stofn- unarinnar verði ekki skornar niður á móti. Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir dramatískar breytingar að verða í lífríkinu með komu hlýsjávartegunda á sama tíma og aðrir stofnar virðast á norðurleið. „Það er alvarlegt hvað við erum illa í stakk búin að fylgjast með þeim breytingum sem nú eru að verða. Við höfum til dæmis ekki getað rannsakað grunnlífskilyrði loðnunnar í mörg ár vegna fjárskorts.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.