Ægir - 01.08.2016, Side 29
29
„Mér hefur komið mest á óvart
hversu mikill ávinningur er af
sporðskurðinum og hann er
meiri en ég þorði að vona. Flök-
unin verður betri, flökunargall-
ar mun minni og lægra hlutfall
fer í marning og blokk. Sá fisk-
ur sem annars fór í marning fer
nú í þrefalt verðmætari afurð
og það er mikill ávinningur í
vinnslunni þegar upp er stað-
ið,“ segir Unnsteinn Guðmunds-
son í Grundarfirði um reynsluna
af 4Fish sporðskurðarvélinni
sem hann fann upp og hefur nú
verið seld í 10 fiskvinnslur hér á
landi. Vélin fékk árið 2014 við-
urkenninguna Svifölduna, sem
framúrstefnuhugmynd Sjávar-
útvegsráðstefnunnar það árið
og segir Unnsteinn að sú viður-
kenning hafi skipt sig miklu
máli.
Engin töf af sporðskurðinum
„Ég hef alla tíð unnið í fiski og
kann ekkert annað. Ég hef unn-
ið við flökunarvélarnar í áratugi
og veit hvaða vandamál eru í
flökuninni. Sú reynsla varð til
þess að ég fór að velta fyrir mér
hvernig hægt væri að minnka
flökunargalla, jafnframt því að
draga úr uppitíma flökunarvél-
anna, þ.e. þeim tíma sem þarf
að stöðva vélarnar til að skipta
um hnífa eða hreinsa bein úr
vélunum. Það var upphafið að
sporðskurðarvélinni,” segir Unn-
steinn en hann starfar í fisk-
vinnslu G.Run ehf. í Grundar-
firði og þar var fyrsta vélin
keyrð á sínum tíma. Og er að
sjálfsögðu notuð þar daglega.
Vélin er staðsett fyrir framan
hausarann í vinnslunni og
þannig rennir sá starfsmaður
sem matar inn á hausarann
sporðenda fisksins í hólf á
skurðarvélinni og sker hún
sporðinn af á sekúndubroti. Það
má því orða þetta þannig að
fiskurinn hafi augnabliks við-
komu í sporðskurðinum um
leið og hann er settur í hausar-
ann. Unnsteinn segir að það
hafi einmitt verið ánægjulegt
fyrir sig að sjá að engin töf verð-
ur á innmötuninni í hausarann
við þetta.
Betra bit í flökunarhnífunum
„Upphaflega hugmyndin hjá
mér með sporðskurðinum var
að tryggja betri fráskurð í flök-
unarvélunum en síðan kom í
ljós að innsetning í þær varð
mun auðveldari þegar búið var
að skera sporðinn frá. Flökunin
varð betri bæði á nýjum og stíf-
um fiski, sem og eldri. Við sjáum
hjá okkur hér í G.Run ehf. að
skemmdir á fiski í flökun eru
hverfandi eftir að við tókum
vélina í notkun miðað við það
sem var áður. Roðflettingin
verður auðveldari og allt þetta
skilar sér í áferðarfallegri flök-
um og þunnildin verða sömu-
leiðis betri. Með því að losna
við sporðinn strax í upphafi
vinnslunnar lengist sá tími sem
bitið í flökunarhnífunum endist.
Enda gömul saga og ný að
beittari hnífar skera einfaldlega
betur,” segir Unnsteinn.
Mestur ávinningur í smáfiskinum
Engar stillingar þarf að gera á
sporðskurðarvélinni, hvort
heldur er verið að skera stóran
eða lítinn fisk. Valkostur er um
skurð í tveimur hólfum á vél-
inni, annars vegar fyrir fisk und-
ir 5 kg og hins vegar yfir þeirri
stærð. Allt upp í stórfiska ef því
er að skipta.
„Við sjáum hér hjá G.Run ehf.
að hausaramaður afkastar 68
körum af þorski á dag, þ.e. að
þessi aukaaðgerð breytti engu
um vinnsluhraðann í hausun. Í
flestum tilfellum eru vinnslurn-
ar að staðsetja sporðskurðarvél-
ina við hausarann, líkt og við
gerum, en í sumum vinnslum er
fiskurinn stærðarflokkaður og
þá er það sá starfsmaður sem
raðar í flokkarann sem sporðs-
ker fiskinn,“ segir Unnsteinn.
Reynslan hefur sýnt að
ávinningurinn af sporðskurðin-
um á ekki aðeins við um þorsk-
inn og ýsuna heldur segir Unn-
steinn að mun betur gangi að
flaka steinbít, löngu og keilu
með þessari aðferð. „En hvað
mestan árangur sjáum við í
vinnslu á smáfiskinum,“ segir
hann.
Tækifæri í hausuninni
Unnsteinn hefur sýnt vélina á
tveimur síðustu sjávarútvegs-
sýningum sem haldnar hafa
verið hér á landi og segir hann
nokkrar vinnslur sýna henni
mikinn áhuga þessa dagana.
„Ég hef ekkert kynnt vélina á er-
lendum mörkuðum ennþá en
þar veit ég að eru líka tækifæri í
sölu,” segir hann og viðurkennir
að önnur tæknilausn fyrir fisk-
vinnsluna sé í farvegi.
„Án þess að vilja segja of
mikið að svo stöddu um hana
þá hef ég lengi verið að horfa til
nýjunga í hausun á fiski. Þar má
einnig ná miklum árangri í að
færa hærri prósentu af hverjum
unnum fiski yfir í verðmætis-
hærri afurðaflokka. Hvert brot
úr prósenti skiptir verulegu
máli. Það vitum við sem störf-
um í fiskvinnslunni,“ segir Unn-
steinn.
T
æ
k
n
i
Fiskvinnslu- og uppfinningamaðurinn
Unnsteinn Guðmundsson í Grundarfirði
Sporðskurðarvélin
hefur sannað sig
Unnsteinn sporðsker ýsu í fiskvinnslu G.run ehf. í Grundarfirði.
Þannig líta sporðskorin flök út.