Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 29
MESSUR 29á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2016 ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Barn borið til skírnar. Sr. Petr- ína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar og prédikar. Félagar úr kór Árbæj- arkirkju syngja og organisti er Krisztina Kalló Szklenár. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Skírn. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kammerkór Áskirkju syngur. Org- anisti er Magnús Ragnarsson. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís- lensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18 og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags- messa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og org- anisti er Douglas. Minni á bílastæð- in gegnt Þórshamri. GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Hulda Hrönn Helgadóttir hér- aðsprestur prédikar og leiðir stund- ina. Bjartur Logi Guðnason organisti leiðir tónlistina. GRAFARVOGSKIRKJA | Sumar- kaffihús í kirkjunni 31. júlí kl. 11. Þetta er hefðbundin guðsþjónusta en boðið er upp á kaffi meðan á guðsþjónustunni stendur og setið til borðs eins og á kaffihúsi. Litabæk- ur og litir eru í boði fyrir börn og full- orðna. Séra Guðrún Karls Helgu- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hákon Leifsson er organisti og for- söngvari leiðir safnaðarsöng. GRENSÁSKIRKJA | Vegna sumar- leyfa er Grensáskirkja lokuð til 12. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ekki er messað í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag en bent er á helgistund í Garðakirkju sunnudaginn 31. júlí kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Steinar Logi Helgason. Sögustund fyrir börnin. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur. Alþjóðlegt orgelsumar, tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Douglas Cleveland frá Bandaríkjunum leikur. Hádegistón- leikar Schola cantorum miðvikud. kl. 12. Orgeltónleikar fimmtudag kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Katalin Lorincz. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. MELSTAÐARKIRKJA | Efra- Núpskirkja Messa verður í kirkjunni 30. júlí kl. 14. Sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir vígslubiskup prédikar, sókn- arprestur þjónar ásamt sr. Gylfa Jónssyni fyrir altari. Organisti er Pál- ína F. Skúladóttir. Almennur söngur með þátttöku allra kirkjugesta. Eftir messu verður kirkjukaffi og er öllum frjálst að leggja til veitingar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Fé- lagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Danskur stúlknakór, Frederiksberg Sogn Pigekor, flytur tónlist í messunni undir stjórn Lis Vorbeck. Organisti Frederiksberg- kirkju, Allan Rasmussen, annast undirleik í messunni. Kórinn syngur á tónleikum í Neskirkju kl. 17 sama dag. Kaffihressing eftir messu að vanda. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Sr. Frank M. Hall- dórsson sér um stundina. Kaffiveit- ingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. Í messunni flytur Nordic Affect tón- list frá sumartónleikum helgarinnar. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa, úti og inni kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Ef veður leyfir verður fyrri hluti messunnar undir berum himni fyrir ofan grafreit- inn, við Skötutjörn, en síðari hlutinn í kirkjunni. Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson sem einnig leikur á básúnu ásamt börnum sínum; Lauf- eyju Sigríði á trompet og Vilhjálmi á básúnu. Orð dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem. (Lúk. 19) Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Kapellan á Kirkjubæjarklaustri. er við horfðum á Útsvarsþátt sl. vetur suður í Keflavík er við gist- um þar á hóteli. Spyrillinn var vart búinn að ljúka við spurningarnar fyrr en þú hafðir svarað hverri spurningunni á fætur annarri og það kórrétt. Manni gafst lítill tími til umhugsunar þér við hlið. En það var ekki bara að þú værir vel lesinn og fróður, verk- legir hlutir snerust ekki frekar fyrir þér og var ég svo heppinn að geta gengið að þeim fróðleiks- banka bæði í tíma og ótíma. Nú í sumar áttum við mikið af góðum stundum, alltaf var heitt á könnunni hjá þér og alltaf varst þú tilbúinn að kíkja á okkur Grétu er við vorum í nágrenninu og var það orðinn hálfgerður vani hjá okkur að borða súpu þegar inn í hjólhýs- ið var komið eftir brölt dagsins. Var þetta orðin skemmtileg hefð og súpurnar orðnar bæði ýmsar og síbreytilegar fyrir vikið. Elsku Agnar takk fyrir að vera til, takk fyrir allar minningarnar, þær munu lifa. Systkinum og frændsystkinum færi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Floginn burt úr eld og ís á arnarvængjum þöndum. Orðinn páfi í paradís með pálma í báðum höndum. (Auðunn Ingvarsson) Ómar Raiss. Mig setti hljóðan er ég frétti að kær vinur, Agnar Ólafsson, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu, Borgarbraut 50, – í því sama húsi sem hann fæddist og ólst upp í og varð hans heimili til hinstu stund- ar. Hugurinn hvarflar til haustsins árið 1967 er undirritaður gerðist kennari í Borgarnesi og fram- kvæmdastjóri umf. Skallagríms og samkomuhúss staðarins. Þar kynntist ég þér fyrst og fljótlega varstu orðinn heimilisvinur. Agnar var mikill vexti, stór í sniðum bæði í sjón og raun. Ágæt- ur íþróttamaður á yngri árum í frjálsum íþróttum sérstaklega í köstum enda stór og sterkur. Fas hans lýsti í senn festu og al- vöruþunga sem og góðvild í garð annarra og handtakið var þétt, en hann var ekki allra. Hann var bjartur yfirlitum, sviphreinn og drengur góður í hví- vetna laus við allt fals og undir- ferli. Samviskusamur með af- brigðum – sem sýnir það best að hans vinnustaður Vírnet spannaði yfir 50 árin. Við áttum margar góðar stund- ir saman er við ræddum um marg- vísleg málefni, en fljótlega barst talið að pólitík innanlands sem ut- an landsteinanna, enda Agnar hafsjór af fróðleik enda víðlesinn. Hann hugsaði málin vel áður en hann setti fram skoðanir sínar á þeim. Hann var sannur íhalds- maður „af gamla skólanum“. Hafa skyldi það sem sannara reyndist að hans mati, þess vegna tók um- ræðan á sig fjölbreytilegan blæ, enda ég af öðru „sauðahúsi“ í póli- tík. Nú upp á síðkastið, áttum við löng símtöl m.a. einu sinni í viku er báðir voru ekki af bæ. Það var huggun harmi gegn að ég fékk að njóta þess að ræða við þig í hinsta sinn miðvikudagskvöldið 6. júlí sl. Við byrjuðum á pólitík sem fyrr- um en fljótlega fórum við í þetta sinn inn á heimspeki – við rædd- um um giftu og gæfuleysi, gleði og sorg, já lífið almennt en ekkert um tilfinningar er beindust að þér. Þú barst þær aldrei á torg við nokkurn mann, þó skynjaði ég einhvern trega eða hvað? Mér fannst miður að þú sagðir mér aldrei að þú værir farinn að finna fyrir hjartveiki. Það var ekki þinn stíll. Þú vissir líka reyndar að ég myndi ýta vel við þér enda hjarta- sjúklingur sjálfur. Þess vegna komst þú þér ekki að því. Þú varst sannur vinur, sann- kallað tryggðartröll, hjálpsamur við vini þína sem og vandamenn með afbrigðum, samviskusamur og ósérhlífinn. Það er að vera maður. Við áttum líka saman margar aðrar góðar yndisstundir bæði í veiði, mat og drykk á heimili mínu en hæst standa þjóðfélagslegu umræðurnar okkar er við mátum báðir mikils. Þar sem saman voru hnýttir og stilltir strengir á vegi lífsgöngunnar. En þú fórst allt of fljótt frá okkur. Þú sem áttir eftir að ferðast svo mikið um heiminn og atvinnan að baki. En nú er ganga þín á þessari jörð á enda runnin og þú heldur yfir móðuna miklu á vit ástkæru feðra þinna. Við Helga vottum aðstandend- um þínum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði mæti vinur. Eyjólfur Magnússon Scheving. Tengdafaðir minn til rétt tæpra 25 ára er látinn eftir erfið veikindi. Þó dauðinn sé allt- af sár þegar hann kemur þá getur hann líka verið líkn þeim veiku og þjáðu. Kristján tók mér opnum örmum þegar yngsti sonur hans kynnti okkur haustið 1988 og tók hann mér alla tíð fagnandi og reyndist mér vel á allan hátt. Hann var höfðingi heim að sækja og var alltaf mjög um- hugað um að láta manni líða vel auk þess sem hann var alltaf tilbúinn að rétta fram hjálp- arhönd. Kristján kom mér fyrir sjón- ir sem glaður maður og léttur í lund, hlýr og umhyggjusamur. Hann var kvikur og léttur í hreyfingum og sífellt að stússa eitthvað. Alltaf var stutt í grín- ið á milli okkar og hann hafði mikið gaman af því að slá á létta strengi. Kristján var lítið fyrir að flíka sínum tilfinning- um eða afrekum. Líklega ber hann keim af því umhverfi sem hann kom úr, fæddur og uppal- inn á Hólsfjöllum, á Víðirhóli, tíundi í röðinni af fimmtán systkinum. Hann þurfti snemma að standa á eigin fót- um, vinna sér inn fyrir náminu sínu og berjast fyrir því að komast áfram. Hann hafði til að bera mikla sjálfsbjargarvið- leitni og hann var meira fyrir að gefa en þiggja. Hann var greindur og víðlesinn og mikill tungumálamaður. Þegar þýska var annars vegar þá var hann á heimavelli enda lærði hann tannlækningar í Þýskalandi. Mikinn áhuga hafði hann á tón- list og þá sérstaklega klassískri en hann og Þórey sóttu reglu- lega sinfóníutónleika um langt árabil. Kristján var ótrúlega dugleg- ur maður. Honum féll sjaldan verk úr hendi og hann var mjög handlaginn, kannski eins gott fyrir tannlækni. Heimili hans og Þóreyjar hafa alltaf borið snyrtimennsku og natni þeirra beggja merki. Það var ekkert verið að sitja með hendur í skauti. Auk þess var hann ótrú- lega virkur í íþróttum, stundaði badminton á yngri árum, skíði, fór í fjallgöngur um allt land og síðar fór hann að spila golf. Þegar Kristján hætti að starfa sem tannlæknir þá var dæmigert að hann fann sér ný verkefni og eitt af því var að starfa við golfvöllinn í Grafar- vogi á sumrin við ýmsa umsjón. Undir það síðasta sem hann starfaði þar fann maður að vinnan var farin að taka í. Það voru oft langar vaktir þegar golfmót voru í gangi en ekki var verið að barma sér frekar en fyrri daginn. Hann fór held- ur snemma í háttinn til að safna orku fyrir næsta dag og mæta aftur á golfvöllinn. Það má segja að Kristján hafi alltaf verið til í tuskið ef eitthvað spennandi var í gangi og það lýsti honum vel að þrátt fyrir mikil veikindi síðasta sum- ar þá dreif hann sig austur í Hvolhrepp með Þórey þegar hann frétti að við hjónin hefð- um fest kaup á sumarhúsi. Ég er þakklát eftir á að hann hafi ekki látið veikindin stoppa sig í að koma þar sem þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann kom. Börnin okkar hjóna voru Kristján Hörður Ingólfsson ✝ Kristján Hörð-ur Ingólfsson fæddist 9. maí 1931. Hann lést 7. júlí 2016. Útför hans var gerð 15. júlí 2016. mjög hænd að afa sínum og hann bar hag þeirra og vel- ferð fyrir brjósti og fylgdist vel með þeim alla tíð. Ég sendi Þórey og öllum aðstand- endum mínar inni- legustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan mann lif- ir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingibjörg Birna Ólafsdóttir. Það er erfitt að trúa því að elsku afi okkar sé búinn að kveðja þennan heim. Á stund- um sem þessum er huggandi að hugsa til allra þeirra skemmti- legu minninga og samveru- stunda sem við áttum með afa. Minningar okkar voru flestar um hann kampakátan og léttan í lund. Í gegnum árin höfum við systkinin átt ljúfar minningar úr heimsóknum til afa. Við fengum oft að gista hjá afa og ömmu Diddu og var ávallt vel búið um mann og vel hlúð að okkur. Þau voru með stóran skáp af leikföngum og spilum sem við lékum okkur með þeg- ar við vorum yngri, það þurfti sko engum að leiðast sem kom í heimsókn til þeirra. Við spil- uðum þá ósjaldan skák við afa og taldist það mikið afrek að ná að sigra hann í þeirri íþrótt. Afi eftirlét okkur gömlu skáktölv- una sína eftir sinn dag og verð- ur okkur ávallt hugsað til hans þegar við spilum í framtíðinni. Við munum einnig eftir því að hafa fengið að horfa á mynd- bandsspólur heima hjá afa og koma í skemmtileg matarboð. Við systkinin eigum margar minningar um ljúfar matarhefð- ir afa og ömmu Diddu. Ristað brauð á morgnana og kex með kaffinu kemur strax upp í hug- ann ásamt besta lambahrygg og purusteik í heimi og ósjaldan var ís í eftirrétt hjá honum og ömmu Diddu. Afi fylgdist vel með okkur barnabörnunum. Hann hafði ávallt mikinn áhuga á því sem við vorum að gera, hvort sem það var í námi, leik eða starfi. Afi mætti á íþrótta- og tónlist- arviðburði, hvort sem um var að ræða fótbolta, karate, píanó- tónleika eða gítarspil. Hann hrósaði okkur óspart og var stoltur yfir því sem við höfum tekið okkur fyrir hendur á lífs- leiðinni. Afi hafði mikinn áhuga á golfi og hvatti okkur til þess að koma með sér að spila golf. Því munum við einnig eftir afa á golfvellinum að pútta í Ár- skógunum. Afi var alltaf svo glaður að sjá okkur og munum við sér- staklega eftir brosinu sem blasti við okkur þegar við opn- uðum dyrnar þegar hann kom í heimsókn. Hann hélt oft um höndina okkar þegar hann tal- aði við okkur um daginn og veginn og það stendur upp úr hvað afi var alltaf hlýr og góð- ur. Þegar afi varð veikur síð- asta árið var hann þó duglegur að fylgjast með því sem við vor- um að gera og hvað væri að frétta af okkur. Hann bar mikla umhyggju fyrir okkur og við fyrir honum. Við biðjum algóðan Guð að geyma elskulega afa okkar og varðveita. Minning hans lifir og mun verða með okkur um ókomna tíð. Þín barnabörn, Katrín Birna, Fannar og Sindri Snær. og alltaf að sjá hana og spjalla. Hún var kona sem manni fannst einhvern veginn ekkert geta unnið á: mild en traust eins og klettur, óhaggandi í ljúfmennsku sinni, áreiðanleika og innsæi. En örlögin spinna stundum miskunnarlausa vefi og mannlegur máttur verður agnarsmár í hinu stóra samhengi. Kona sem átti svo skilið að njóta lífsins til fulls á efri árum, eftir að hafa skilað svo miklu til sam- félagsins og okkar allra, hefur nú verið numin á brott allt of snemma. Ég verð henni ævilangt þakklát fyrir allt það sem hún gaf samfélagi okkar til heilla, sem og fyrir persónulegt örlæti hennar, heilræði og hlýju á stuttri en við- burðaríkri viðkomu minni í pólitík. Væri Alþingi skipað sextíu og þremur manneskjum á borð við Kristínu Halldórsdóttur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af virðingu Alþingis. Henni væri vel borgið. Eftirlifandi eiginmanni Kristín- ar, börnum og fjölskyldu allri votta ég innilega samúð. Minning- in um mæta konu lifir í hjörtum allra þeirra sem henni kynntust. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Það er mikil eftirsjá að Kristínu Halldórsdóttur, fyrrverandi al- þingiskonu. Það er vandséð hvernig á að titla Kristínu því hún lét víða að sér kveða, í réttinda- baráttu kvenna, í umhverfis- og náttúruverndarmálum og í stjórn- málum almennt. Hún sat á Alþingi um árabil og áttum við þar sam- leið um nokkurra ára skeið. Hún var í hópi þeirra sem stóðu að því að gera Vinstrihreyfinguna grænt framboð að pólitísku afli, í upphafi innan þingsalarins, reyndar áður en flokkurinn var formlega stofn- aður, og síðar sem starfsmaður og framkvæmdastjóri. Naut hún mikils trausts enda réttsýn, skarpgreind og tillögu- góð, þægileg í umgengni, heiðar- leg og hreinskiptin. Í miklu uppáhaldi hjá mér er lítið rit, Skriftamál einsetumanns- ins, sem út kom snemma á síðustu öld. Það er eftir afa Kristínar, Sig- urjón Friðjónsson. Kristín virðist mér um sumt hafa verið lík afa sínum. Hann gegndi þing- mennsku um skeið, var heim- spekilega þenkjandi og efasemd- armaður um trúarbrögð og þá sérstaklega hina veraldlegu um- gjörð þeirra. Eftirfarandi texti Sigurjóns, sem fjallar um velvildina og hverju hún fær áorkað ef að baki henni býr þolinmæði og staðfesta, minnir um margt á Kristínu: „Sól- in vinnur ekki á ísunum, þegar hún byrjar að hækka á lofti. En þó fer svo að lokum, að þeir renna og verða að lífslindum sumarblóm- ans. Líkt er því varið með kærleik- ann og mannssál, sem bundin er í klaka blindrar eigingirni. Stöðugir velvildargeislar vinna á þeim klaka að lokum og kenna mann- inum hvað lífið í fyllingu sinni er.“ Öllum þótti vænt um Kristínu Halldórsdóttur og mun velvildar- geislanna, sem frá henni stafaði, verða sárt saknað. Minningin mun þó áfram ylja. Fjölskyldu og öðrum aðstand- endum sendi ég góðar kveðjur. Ögmundur Jónasson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.