Morgunblaðið - 30.07.2016, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 212. DAGUR ÁRSINS 2016
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Fannst nakinn úti á götu
2. Bikiní-löggan yfirbugaði þjóf
3. Fjórtán ljón réðust á fíl
4. Bundu börnin og misþyrmdu
Tónlistarmennirnir Kristján Krist-
jánsson, betur þekktur sem KK, og
Magnús Eiríksson munu efna til hljóm-
leika í kvöld klukkan 22 á Café Rosen-
berg. KK og Magnús hafa starfað sam-
an með hléum í fjörutíu ár eða allt frá
því KK sótti um og fékk vinnu í Hljóð-
færaversluninni Rín við Frakkastíg ár-
ið 1976, eins og segir í tilkynningu. Í
kvöld munu þeir spila lög úr lagasafni
hvors annars auk sameiginlegra laga
sem þeir krydda með sögum.
KK og Magnús
Eiríksson í eina sæng
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 2. ágúst. Frétta-
þjónusta verður um verslunar-
mannahelgina á fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is.
Hægt er að koma ábending-
um um fréttir á netfangið net-
frett@mbl.is.
Þjónustuver áskrifta er opið
í dag, laugardag, frá kl. 8-12 en
lokað á sunnudag og mánudag.
Það verður opnað á ný þriðju-
daginn 2. ágúst kl. 7. Símanúm-
er þjónustuvers er 569-1122 og
netfangið er askrift@mbl.is.
Blaðberaþjónusta verður op-
in í dag, laugardag, frá kl. 6-12
og opnuð á ný þriðjudaginn 4.
ágúst kl. 5. Símanúmer blað-
beraþjónustu er 569-1440 og
netfangið er bladberi@mbl.is.
Hægt er að bóka dánar-
tilkynningar á mbl.is. Síma-
númer Morgunblaðsins er 569-
1100.
Fréttaþjónusta
um helgina
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Léttskýjað sunnan- og vest-
anlands, dálítil súld eða rigning með köflum norðaustan- og austantil . Hiti 9 til 18 stig.
Á sunnudag Fremur hæg norðaustlæg átt. Lítilsháttar væta norðan- og austantil, en
skýjað með köflum og skúrir sunnan- og vestanlands, einkum síðdegis. Hiti 6 til 16 stig,
hlýjast suðvestantil. Á mánudag Fremur hæg norðlæg átt. Hiti 8 til 16 stig.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta
skipað leikmönnum 20 ára og yngri
lék annan leik sinn á Evrópumótinu
sem haldið er í Danmörku. Ísland
mætti Slóveníu og sigraði 23:19. Ís-
lensku strákarnir mæta heimsmeist-
urum Spánverja á sunnudaginn í
hreinum úrslitaleik um hvort liðið
vinnur B-riðil en bæði lið eru þegar
örugg áfram í milliriðil. »2
Góður sigur Íslands á
EM U-20 ára í Danmörku
„Stemningin er alveg frá-
bær. Maður skynjar það líka
núna í morgun, til að mynda
með því að skoða Facebook,
að það eru allir himinlifandi
með þetta,“ sagði Óskar
Jósúason, framkvæmda-
stjóri knattspyrnudeildar
ÍBV, meðal annars við Morg-
unblaðið í dag. Bæði lið fé-
lagsins eru komin í bikarúr-
slitin í Laugardalnum í
ágúst. »1
Mikil bikargleði í
Vestmannaeyjum
Hörður dæmdi á Opna
breska meistaramótinu
lands. Hvergi ætti þó að gera grenjandi rign-
ingu og blása hressilega, en leiti fólk sólar eru
Suðurland og Vesturland réttu staðirnir. Skúra-
veður verður síðan um allt land á morgun og
mánudag.
Samkvæmt umferðarteljara við Geitháls aust-
an Elliðavatns hafði umferðin út úr höfuðborg-
inni í gær aukist um rúm 13% frá miðnætti til
kl. 11:00 í gær, miðað við sama tímabil í fyrra.
Áætlar umferðardeild Vegagerðarinnar að
umferðin austur fyrir fjall geti orðið um 10-12%
meiri en á sama tíma í fyrra.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Flugfélagið Ernir flaug fimm ferðir til Vest-
mannaeyja í gær og var mikið fjör í litlu flug-
stöðinni þeirra við Reykjavíkurflugvöll þegar
skemmtanaþyrstir ferðalangar biðu eftir flug-
fari á Þjóðhátíð.
Búist er við miklum fjölda fólks í Vestmanna-
eyjum og byrjaði fjörið á fimmtudeginum þegar
ÍBV komst í bikarúrslit í fyrsta skipti í 16 ár.
Strax á eftir var haldið Húkkaraballið þar sem
heimamenn og þeir gestir sem voru komnir
skemmtu sér fram á rauða og bjarta sumarnótt.
Landsmenn virðast ætla að taka mark á veð-
urspánni og elta sólina en góð spá er fyrir Suð-
urland, þó búast megi við góðu veðri víðast
hvar á landinu um helgina. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu Íslands verður veðrið
nokkuð keimlíkt í dag og verið hefur að undan-
förnu. Besta veðurspáin er fyrir Suður- og
Vesturland.
Verður áfram hlýjast fyrir sunnan og vestan
með úrkomu, en svalara og þurrara norðan-
Landsmenn leggja land undir fót Spáð sól á Suður- og Vesturlandi
Morgunblaðið/Þórður
Umferðarfjör Mikil umferð var út úr Reykjavík í gær og gærkvöldi.
Morgunblaðið/Arnar Steinn
Eyjafjör Það var spenna á hafnarbakkanum í Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið/Þórður
Strætófjör Mjóddin iðaði af lífi fyrir strætóferð til Landeyjahafnar.
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Flugvallarfjör Það var kátt á hjalla fyrir flug hjá Flugfélaginu Örnum.
Straumurinn á Suðurland
Hafnfirðingurinn Hörður Geirsson
starfaði á dögunum sem dómari á
Opna breska meist-
aramótinu í
golfi, einu
elsta íþrótta-
móti heimsins.
Hörður ræddi
við Morgun-
blaðið um
upplifun sína
en hann
fylgdi Henrik
Stenson,
Zach Johnson
og Adam Scott
eftir á fyrsta
keppnisdegi.
Johnson var
ríkjandi meistari
og Stenson fór
alla leið og vann
risamót í fyrsta
skipti. »4