Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 2

Morgunblaðið - 12.08.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Reyktur og grafinn lax Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin. • Í forréttinn • Á veisluborðið • Í smáréttinn Alltaf við hæfi Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. fararbroddi í þeim efnum. Þeir áforma nú að hefja merkingar á síld með sama hætti. Þeir hafa merkt 20 til 40 þúsund fiska á ári og vitað er að þeir hafa merkt 40 þúsund í ár. Hjálpa til við mat á stofnstærð Sigurður segir að upplýsingar úr þessum rannsóknum geti lýst göng- um makríls og þær séu teknar til skoðunar við mat á stofnstærð. Sigurður og Anna Heiða eru á handfærabátnum Geisla SH og voru í gær undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Merkingarnar gengu þokkalega, að sögn Sigurðar. aij@mbl.is, helgi@mbl.is Granda á Vopnafirði, Skinney- Þinganesi á Höfn í Hornafirði og Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Fiskifræðingarnir Sigurður Þór Jónsson og Anna Heiða Ósk- arsdóttir, sem vinna við merking- arnar, láta þá ósk í ljósi að fleiri verksmiðjur og jafnvel fullvinnslu- skip setji upp merkjaskanna. Jafn- framt gæti verið athyglisvert að merkja fleiri tegundir með sams- konar merkjum, til dæmis síld, hrognkelsi og lax. Sigurður bendir á að útbreiðsla þessara tegunda skar- ist mikið á sumrin. Merkingar á makríl með örmerkj- um hafa rutt sér til rúms á síðustu árum og hafa Norðmenn verið í Sérfræðingar frá Hafrannsókna- stofnun vinna að því þessa dagana að merkja makríl við Snæfellsnes. Róið er á leigubát með handfæri frá Ólafsvík og er ráðgert að merkja allt að fimm þúsund fiska, en í fyrra voru liðlega 800 makrílar merktir á þennan hátt í tilraunaskyni. Örflögu er skotið í kvið fisksins og gefur merkið upplýsingar um númer við endurheimt, svipað og gerist á greiðslukortum. Merkin eru greind við dælingu í land og borin saman við afladagbækur. Með því fást upplýsingar um veiðisvæði. Skannar til að lesa merkin hafa verið settir upp hjá þremur vinnslum uppsjávarfisks, HB Undir Svörtuloftum Anna Heiður Óskarsdóttir og Sigurður Þór Jónsson fiskifræðingar merkja makríl. Merkja 5.000 makríla við Snæfellsnes  Notað til að kortleggja göngur og við mat á stofnstærð Knattspyrnusamband Íslands stefn- ir að því að hefja sölu mótsmiða á HM karla í knattspyrnu um miðja næstu viku. Mótsmiðahafi tryggir sér sama sæti á Laugardalsvelli á alla fimm heimaleiki íslenska liðs- ins í undankeppninni. Hægt verður að kaupa mótsmiða í þrjú svæði og þar með í þremur verðflokkum. Miðinn í dýrasta svæðið kostar 35 þúsund krónur, 25 þúsund krónur í næst dýrasta svæð- ið og 15 þúsund krónur í ódýrasta svæðið. Seldir verða rúmlega 300 miðar í hvert af þessum þremur svæðum, eða um 1.000 miðar alls, sem er um 10% af sætaframboði vallarins. Mest er hægt að kaupa fjóra móts- miða á hverja kennitölu. Þetta er í annað sinn sem KSÍ sel- ur mótsmiða á leiki A-landsliðs karla, en það var gert í fyrsta sinn í undankeppni EM 2016. Þá seldust tæplega 1.000 móts- miðar en búast má við miklu meiri eftirspurn núna í kjölfar frábærrar frammistöðu landsliðsins á EM í sumar. „Ég á von á því að það verði mikil eftirspurn eftir miðum,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ. Hún segir að nú geti fleiri einstaklingar keypt miða en síðast en þá mátti hver og einn kaupa átta miða. Fyrstu heimaleikir Íslands fara fram 6. og 9. október. sisi@mbl.is Mótsmiðar koma í sölu í næstu viku  KSÍ býst við að áhuginn verði mikill Morgunblaðið/Eggert Stuðningsmenn Búist er við mikilli eftirspurn eftir miðum á leikina. Til stendur að hefja djúpborun á Reykjanesi síðar í þessum mánuði, en búið er að koma fyrir afar öflugum jarðbor á svæðinu og verður boruð allt að fimm kíló- metra djúp háhita- hola. Segir frá þessu á síðu ThinkGeoEnergy. Greint var frá því í apríl síðast- liðnum að HS Orka og Jarðboranir hf. hefðu undirritað samning um verkið. Er stefnt að því að holan verði dýpsta og heitasta vinnslu- hola jarðvarma á Íslandi, með allt að 500 gráða hitastigi. Til verksins munu Jarðboranir nota stærsta bor landsins og nefnist sá Þór. HS Orka leggur til verksins holu 15 á Reykjanesi, sem er 2,5 kíló- metra djúp, og er ætlunin að dýpka hana í allt að fimm kílómetra. Talið er að það muni taka um 150 daga. Tilgangur verkefnisins er að sýna fram á að framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem gæti aukið orkuframleiðslu há- hitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr landrýmisþörf. Hefja djúpborun á Reykjanesi síðar í þessum mánuði Þór Stærsti bor Jarðborana. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tilboð í smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju verða opnuð hjá Ríkis- kaupum 25. ágúst næstkomandi. Ríkiskaup annast útboðið fyrir hönd Vegagerðarinnar og var útboð- ið auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu um miðjan júní sl. Frá og með 15. júní voru útboðsgögn að- gengileg á vef Ríkiskaupa og síðan var opnað fyrir fyrirspurnir frá áhugasömum bjóðendum á vefnum. Fyrirspurnafrestur er til 16. ágúst nk. og hafa nú þegar borist á annað hundrað fyrirspurnir og er þeim svarar jafnharðan. Fram kemur í fyrirspurnum frá innlendum og erlendum aðilum að útboðstíminn sé of stuttur og er ósk- að eftir því að hann sé framlengdur um nokkrar vikur. Meðal annars kemur fram að nú sé háannatími sumarleyfa erlendis og hægt gangi að fá tilboð frá framleiðendum og birgjum. Öllum slíkum fyrirspurnum svara Ríkiskaup á þann veg að því miður sé ekki hægt að framlengja skilatíma tilboðanna. Fyrirspurnirnar eru nafnlausar en eftirfarandi er fyrirspurn frá ís- lensku fyrirtæki: „Í samskiptum við erlendar skipa- smíðastöðvar hafa komið fram áhyggjur af stuttum útboðstíma. Það er mat okkar að sú staðreynd geti og muni hafa áhrif á þau verð sem skipasmíðastöðvar gefa í verkið til hækkunar á tilboðsfjárhæð. Undirverktakar og birgjar skipa- smíðastöðva eru óvissir um að geta gefið nákvæm og hagstæðustu verð sökum tímaskorts sem hefur þær af- leiðingar að óvissa um kostnað við- komandi verkþáttar verður metin hærri en ella til að tryggja að boðið verð sé ekki undir mögulegu loka- verði. Í tengslum við útboðið þarf bjóðandi að fá tilboð frá skipasmíða- stöðvum og í framhaldi sníða það að heildartilboði sínu og sú vinna tekur ákveðinn tíma. Af þessum sökum óskum við eftir sex vikna framlengingu á skilatíma útboðs eða til 6. október.“ Útboðið tvíþætt Auglýsing Ríkiskaupa var tvíþætt. Annars vegar var óskað eftir tilboð- um í smíði á nýrri ferju til fólks-, bíla- og vöruflutninga milli Vest- mannaeyja og Landeyjahafnar í samræmi við fyrirliggjandi hönnun- arlýsingu. Hins vegar var óskað eftir tilboðum í einkaframkvæmd, þ.e. að þjónustuaðili eigi og byggi ferju í samræmi við fyrirliggjandi hönnun- arlýsingu og annist rekstur ferjunn- ar milli Landeyjahafnar og Vest- mannaeyja, samkvæmt nánari skilgreiningu útboðsgagna. Samn- ingstími verði 12 ár. Tilboðstími ekki lengdur  Væntanlegir bjóðendur í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju telja tilboðsfrest of skamman  Segja háannatíma sumarleyfa erlendis og hægt gangi að fá svör Tölvumynd/Vegagerðin Nýr Herjólfur Tilboð í smíði skipsins verða opnuð síðar í þessum mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.