Morgunblaðið - 12.08.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.2016, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 225. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. „Hún hefði átt að fara í megrun“ 2. Söngvari Muse út fyrir bandið 3. Rannsaka árás á sérsveitarmann 4. Blaðamaður VG prófaði … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Quarashi kemur fram á tónleikum á Nasa í kvöld kl. 22. Sveitin hefur ekki spilað í Reykjavík síðan 2011. Shades of Reykjavík og GKR sjá um upphitun í kvöld. Morgunblaðið/Ófeigur Quarashi á Nasa  Sýning á verk- um Þóru Sigurð- ardóttur verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag kl. 12. Sýningarstjóri er Becky Forsythe og ritar hún jafn- framt texta í sýn- ingarskrá. Sýn- ingin stendur til 4. september, en safnið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13 til 17. Þóra Sigurðardóttir sýnir í Listasafni ASÍ  Rappararnir Gísli Pálmi og Aron Can munu koma fram saman á stór- tónleikum í Gamla bíói í kvöld klukkan 21. Báðir hafa þeir farið mikinn að undanförnu en íslenska rappsenan hef- ur verið á mikilli sigl- ingu síðasta árið. Með þeim á tónleikunum koma fram SXSXSX, Gervi- sykur, Landaboi$ og Gla- cier Mafia. Gísli Pálmi og Aron Can í Gamla bíói Á laugardag Suðvestan og vestan 3-8 m/s og dálítil rigning eða skúrir, en léttir til á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari austlæg eða breytileg átt. Áfram rigning um landið austanvert. Skýjað með köflum á Suður- og Vesturlandi, skúrir og hlýnar lítillega. VEÐUR Grindavík vann Keflavík, 1:0, á heimavelli í uppgjöri Suðurnesjaliðanna í In- kasso-deildinni í knatt- spyrnu karla í gærkvöldi. Grindavík hefur þar með náð afgerandi stöðu í öðru sæti deildarinnar á eftir KA sem trónir á toppnum sem fyrr eftir öruggan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði, 4:0. Alls voru skoruð 19 mörk í fimm leikjum gær- kvöldsins. »4 Grindavík eltir KA eftir sigur „Það er bara að negla á þetta, alltaf. Það er ekkert sem heitir „örygg- iskast“ í þessu. Það væri kannski þannig ef maður væri alltaf að kasta 70 metra, en það er enginn að gera það,“ sagði Guðni Valur Guðnason, kringlukast- arinn efnilegi úr ÍR, sem ríður á vaðið fyrstur Íslendinga í frjáls- íþróttakeppni Ólympíu- leikanna. Guðni Valur stígur inn í hringinn í dag í undankeppn- inni. »1 Guðni Valur ætlar að negla á þetta í Ríó „Þú getur sett allt til hliðar, það eru engin stig – þetta er bara dagsformið. Aðeins dagurinn í dag skiptir máli. Maður þarf að vera smá töffari til að komast alla leið því slæm byrjun get- ur dregið liðið niður,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sem veltir vöngum yfir úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu sem fram fer í kvöld. »4 Dagsformið ræður úr- slitum í bikarnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Uppskeran er alveg ágæt en þetta er ekkert metár, ætli uppskeran sé ekki helmingi minni en á bestu ár- unum. Í maí kom langur kuldakafli sem seinkaði uppskerunni aðeins,“ segir Jón Guðmundsson garðyrkju- fræðingur spurður út í ávaxtaupp- skeru sumarsins en Jón er sérfræð- ingur í ávaxtaræktun, einkum epla. Ávaxtauppskeran í ár stýrist af sumrinu á undan því þá undirbúa trén sig fyrir næsta sumar þegar blómvísar fæðast sem verða að blóm- um og síðar ávöxtum að ári liðnu. „Blómgunin í ár var töluvert minni en í góðu ári en alveg viðunandi. Síð- asta vor var frekar kalt og sumarið ekki eins gott og þetta. Sumarið í ár gæti því gefið fyrirheit um að næsta sumar verði enn betra. Það er því von á góðu,“ segir Jón en tekur fram að næsta sumar verði þó að vera sólríkt og hlýtt til að ávextirnir nái að þrosk- ast. Hann segir sumarið í ár sé það besta sem hefur verið síðustu þrjú til fjögur sumur, sólríkt og hlýtt. Epli, plómur, perur og kirsuber Jón er með stóran garð á Akranesi þar sem hann ræktar m.a. grænmeti og ávexti. Eplin af trjánum verða ekki tínd fyrr en í kringum næstu mánaðamót. Auk epla ræktar Jón perur, plómur og kirsuber. „Ég er t.d. búinn að fá mér perur í morgun úr eigin ræktun en þær eru samt ekki stórar,“ segir Jón og tekur fram að það sé mun erfiðara að rækta per- ur en epli á Íslandi. Hann telur möguleika á ávaxtaræktun á Íslandi vera töluverða og segir eplatré eiga að geta dafnað vel í öllum meðalgörðum á suð- vesturhorninu. „Epli, ólíkt t.d. bláberjum og plómum, mega frjósa og þola jafnvel fjögurra til fimm stiga frost. Þau verða ekki verri fyrir það, bara betri ef eitthvað er,“ segir Jón og brosir. „Ávaxtaræktunin er að slíta barns- skónum og er frekar ný hér á landi. Áhuginn á ræktun ávaxta hefur auk- ist jafnt og þétt síðustu árin. Við er- um mjög norðarlega og því á mörkum hins mögulega – ef sumarið er slæmt gerist lítið. Ef við ætlum að ná ár- angri verður að vera sæmilegt sumar en Ísland verður aldrei draumastaður eplatrjáa,“ segir hann spurður út í hvernig ávaxtaræktun á Íslandi gangi. Hann bendir á að ávaxtaræktun hér hafi verið í lægð undanfarið því síðustu þrjú til fjögur ár hafa sumrin ekki verið nógu hlý og sólrík. Þrátt fyrir það hafi fólk fengið einhverja uppskeru. Eplarækt reynir á þolinmæði  Verður eflaust betri ávaxtaupp- skera á næsta ári Ljósmynd/Skessuhorn Epli Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur skoðar úr ræktun sinni epli sem verða fullþroskuð í byrjun september. „Á Íslandi, miðað við staðsetningu og veðurfar, þarf þolinmæði í epla- rækt. Það getur súrnað í mönnum ef það koma köld rign- ingasumur sem gefa lítið. Það má ekki gleyma því að það getur tekið allt upp í 10 ár að fá uppskeru af eplatré og fólk má ekki missa þolinmæðina eftir tvö til þrjú ár,“ segir Jón Guð- mundsson, garðyrkjufræðingur og sérlegur eplaræktandi. Fyrir þá sem huga að eplarækt segir Jón mjög mikilvægt að fólk kaupi gott tré. Á Íslandi eru til margar tegundir af yrkjum sem eru misharðgerð. Í garði þarf epla- tré að standa á sólríkum stað og í þokkalegu skjóli. Eplatré geta orð- ið um fjögurra til átta metra há. Mikilvægt að kaupa gott tré GETUR TEKIÐ ALLT AÐ 10 ÁR AÐ FÁ UPPSKERU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.