Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 4

Morgunblaðið - 12.08.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Njóttu hálendisins Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Umfangsmikil einkarekin heilbrigð- isstarfsemi á borð við áformað einkasjúkrahús í Mosfellsbæ, verður í beinni samkeppni um heilbrigð- isstarfsfólk og getur grafið undan heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þetta kom fram í máli fulltrúa Landlæknis á fundi velferð- arnefndar Alþingis í gær, þar sem þeir voru gestir ásamt fulltrúum vel- ferðarráðuneytisins. Þeir fyrrnefndu fjölluðu um þau áhrif sem sjúkrahúsið myndi hafa á þá heilbrigðisþjónustu sem fyrir er. Að sögn Sigríðar Ingibjargar Inga- dóttur, þingmanns Samfylkingar og formanns velferðarnefndar, var af- staða Landlæknis afdráttarlaus. Erfitt að banna sjúkrahúsið Sigríður Ingibjörg, segir ráðu- neytið nú vinna að úttekt á lagaum- hverfi einkasjúkrahúsa. „Ráðuneytið er að rýna þetta og fara yfir þessi mál. Það er auðvitað þannig, þegar þú ert að setja skorð- ur við ákveðinni tegund af starfsemi, þá þarftu að hafa málefnalegan grundvöll til að standa á,“ segir hún. „Það lítur út fyrir að lagaum- hverfið sé þannig að það sé erfitt að koma í veg fyrir það að hér verði tvö- falt heilbrigðiskerfi. Alþingi hefur skyldur gagnvart þeim sem eru sjúkratryggðir á Íslandi og að tryggja þeim bestu heilbrigðisþjón- ustu sem tök eru á að veita. Ef við teljum að þeim markmiðum sé ógn- að, þá verðum við auðvitað að grípa inn í,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Óháð þessari framkvæmd, þá hafa komið upp svona hugmyndir áður og svipuð áform. Við þurfum að tryggja að lög komi í veg fyrir slíkt,“ segir hún. Telur hún að víðtæk sátt sé í þinginu um núverandi kerfi. „Ég held það sé nokkuð þver- pólitísk samstaða um að búa ekki til tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þótt einhverjum frjálshyggjumönnum á ysta jaðri kunni að hugnast þessar hugmyndir, þá held ég að almennt sé ekki pólitískur vilji fyrir þessu kerfi,“ segir hún. Sigríður Ingibjörg telur brýnt að heilbrigðisráðherra leggi fram þingsályktunartillögu um stefnu í heilbrigðisþjónustu. „Við þurfum að hafa skýra stefnu í heilbrigðismálum og hvernig hún eigi að þróast. Á grundvelli þeirrar stefnu getum við sett lög sem tak- marka heimildir til að reka starfsemi sem er ekki í samræmi við stefnu stjórnvalda,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks og nefnd- armaður, vildi ekki tjá sig um um- mæli gestanna vegna trúnaðar um nefndarfundi Alþingis. Kvaðst hún þó ánægð með vinnu ráðuneytisins. „Sú vinna er í gangi og niðurstaða nefndarinnar var að fylgjast með hvernig það gengi. Það kemur nátt- úrlega skýrt fram og það vita allir að það er atvinnufrelsi í landinu, en auðvitað vill maður vita hvaða þjón- usta er í boði í landinu í þessum geira,“ segir hún. Einkasjúkrahúsið grafi undan núverandi kerfi Morgunblaðið/Golli Landlæknir Birgir Jakobsson landlæknir bíður eftir fundi sínum með vel- ferðarnefnd. Hann var afdráttarlaus í afstöðu sinni til einkasjúkrahússins.  Ráðuneytið rýnir í lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar Björn Már Ólafsson Kristján H. Johannessen „Við kynntum það að við hygðumst boða til kosninga þannig að þær færu fram í lok október, þ.e. 29. En til að það geti gerst þá þarf að fresta sam- komudegi þingsins. Og svo mun þing- ið starfa eins lengi og þörf krefur til að ljúka þeim málum sem liggja fyrir nú þegar og taka á þeim nýju sem við hyggjumst koma með.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og vísar til þess að ríkisstjórnin átti í gær upplýsingafund með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna þar sem kynnt voru áform um þingkosningar. Aðspurður segist Bjarni ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að halda kosn- ingar umræddan dag. „Nema það verði algert uppnám og ósætti í þinginu þannig að engin mál fáist af- greidd. En ég ætla ekkert að ganga út frá því,“ segir hann. „Náttúrlega bara fyrirheit“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pí- rata, segir það mikilvægt fyrir stöð- ugleika í landinu að fram sé komin dagsetning. „En þetta er náttúrlega bara fyrirheit um dagsetningu því við hana eru tengd alls konar skilyrði. Það þýðir að þeir sem setja dagsetn- inguna geta, ef svo ber undir, breytt henni,“ segir hún. Birgitta bendir á að ríkisstjórnin vilji nú koma mörgum umdeildum málum í gegnum þingið áður en gengið verður til kosninga. „Það er m.a. verið að tala um breytingar á stjórnarskrá. Og stjórn- arskrárnefnd var svo sannarlega ekki í neinni samstöðu um þetta mál,“ segir hún. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fundinn með ríkisstjórninni hafa verið góðan. „Ég hef í raun beðið eftir þessu samtali lengi og almenningur í land- inu líka held ég. Það er gott að fá að vita hvenær á að kjósa,“ segir hún og bætir við að enn eigi hins vegar eftir að ná fram samkomulagi um starfs- áætlun og hvenær ljúka eigi þing- störfum. „Annars lít ég nú bara bjartsýn fram á veginn.“ Dagsetning einfaldar hlutina Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tekur í svipaðan streng og segir fundinn hafa verið ágætan. „Við höfum ekki litið svo á að það sé verið að semja við okkur í stjórn- arandstöðunni um dagsetningu. Við kröfðumst þess í vor að það yrði kosið strax, en við skulum segja sem svo að það gerir öllum einfaldara fyrir að einbeita sér að málefnunum og starf- inu á þinginu ef við höfum ekki óvissu um dagsetningar hangandi yfir okk- ur, segir hann. Spurður út í þau mál sem fram- undan eru í þinginu í haust svarar Óttarr: Það er fullt af málum þarna inni sem ég held að mikil samstaða geti myndast um og sem ég er sáttur með. Síðan eru önnur mál sem ég óska út í hafsauga sem fyrst. Það er hlutverk þingsins að vinna að þessum málum og taka afstöðu til þeirra eða salta þau.“ Þing starfar þar til málum lýkur  Uppnám og ósætti þarf í þinginu til að fresta kosningum, segir fjármálaráðherra  Beðið eftir þessu samtali lengi, segir formaður Samfylkingar  Mikilvægt fyrir stöðugleika, segir þingmaður Pírata Morgunblaðið/Golli Stjórnarráð Ríkisstjórnin átti fund með forystumönnum stjórnarandstöðunnar þar sem rætt var um kosningar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður atvinnu- veganefndar Alþingis, segir við- brögð Bjartar framtíðar við breytingartillögum að nýjum bú- vörusamningi hafa komið sér á óvart, en Björt framtíð er eini flokk- urinn sem hefur sett sig upp á móti tillögunum sem voru kynntar Bændasamtökunum á fundi atvinnu- veganefndar í gær. Að sögn Jóns vann nefndin að því í sumar að ná sem víðtækastri sátt. Hann segir Bjarta framtíð ekki hafa lagt mikið til málanna. „Þau hafa ekki komið fram með neinar tillögur um það sem betur mætti fara. Ég lít þannig á að þegar verkefni fara í málsmeðferð í þinginu sé það verkefni þingnefndanna að sætta sjónarmið og vinna með málið, ekki hlaupast undan verkum sínum,“ segir hann, sátt sé meðal hinna stjórnmálaflokkanna um tillögurnar. Jón segir að enn eigi eftir að kynna tillögurnar fyrir öðrum hags- munaaðilum, vinnan í sumar snúist að miklu leyti um atriði sem gagn- rýnd hafi verið við fyrstu kynningu samninganna, t.d. styttingu fyrsta fasa samningsins úr tíu árum í þrjú ár og breyttu innflutningsumhverfi tiltekinna osta. Sú kynning fari fram á næstu dögum. Sátt meðal allra flokka nema eins  Björt framtíð hafi ekki lagt neitt til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.