Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 ✝ Viggó ArnarJónsson fædd- ist að Arnarstöðum í Núpasveit í Norð- ur-Þingeyjarsýslu 11. febrúar 1939. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 8. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Jóhanna Arn- fríður Jónsdóttir frá Möðrudal, f. 16. janúar 1907, d. 1986, og Jón Eyjólfur Jóhannesson frá Fagradal, f. 9. apríl 1906, d. 1981. Fjölskyldan fluttist í sumarbyrjun 1939 í Fagradal á fjöllum og bjó þar til ársins 1944, en fluttist þá í Möðrudal og bjó Viggó þar til ársins 1963. Systkini Viggós eru: Gunnlaugur Aðalsteinn, f. 1931, d. 2012, Arnþór Kristján Jóhannes, f. 1933, Þórlaug Að- albjörg, f. 1934, d. 2008, Gunn- þórunn Anna, f. 1937, Val- gerður Steinunn, f. 1940, 31. maí 1973, maki Smári Brynjarsson frá Seyðisfirði, f. 26. janúar 1972. Börn þeirra Brynjar Örn, f. 6. desember 1994, Elvar Atli, f. 5. október 2001, og Herdís Arna, f. 3. febrúar 2004. Á uppvaxtarárum sínum í Möðrudal sinnti Viggó búverk- um ásamt því að fara í póst- ferðir og á vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði. Á þessum tíma stundaði hann einnig utan- skólanám við Bréfaskóla SÍS og lauk þaðan vélstjóraprófi. Viggó fluttist til Reykjavíkur 1963 þar sem hann starfaði m.a. sem verkstjóri í ofnasmiðj- unni Runtal-ofnum. Þá var hann nokkrar vertíðir á síld- arárunum á Seyðisfirði og vann þar á Ströndinni. Viggó og Herdís bjuggu í Reykjavík á árunum 1965 til 1975, en þá flutti fjölskyldan austur á Hérað þar sem hún byggði sér hús í Fellabæ og þar starfaði Viggó lengst af hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs. Sumarið 2004 fluttu þau hjónin aftur til Reykjavíkur. Útför Viggós fer fram frá Langholtskirkju í dag, 12. ágúst 2016, kl. 13. Halldóra Jóna, f. 1944, og Kristín Dúlla, f. 1948. Viggó kvæntist 29. janúar 1966 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Her- dísi Eiríksdóttur, f. 23. nóvember 1943 á Eyri við Ingólfs- fjörð. Foreldrar hennar voru Ást- hildur Kristín Jón- atansdóttir frá Skeggjastöðum í Miðfirði og Eiríkur Engilbert Eiríksson frá Súðavík, ólst upp á Eyri við Ingólfsfjörð. Viggó og Herdís eignuðust tvær dæt- ur: 1) Hildur Ásta Viggósdóttir, f. 10. júní 1966, maki Sigurgeir Sigmundsson frá Reykjavík, f. 8. september 1958, börn henn- ar Daníel Freyr, f. 17. maí 1988, og Arnar Geir, f. 14. september 1993, börn hans Davíð, f. 21. september 1987, og Sandra, f. 21 júlí 1986. 2) Vigdís Hrönn Viggósdóttir, f. Elsku frændi minn og vinur, Viggó frá Möðrudal, lést 8. ágúst sl. eftir langa baráttu við Park- inson-sjúkdóminn. Foreldrum mínum var ætíð mjög kært til Viggós og er Herdís kom inn í líf hans tóku þau henni opnum örm- um og mikil vinátta var þar á milli. Eftir að foreldrar mínir fluttu í Egilsstaði voru þau ófá verkin sem hann gerði fyrir þau og margar voru þær kökurnar og brauðin sem Herdís bakaði og færði þeim í Miðvanginn. Þegar ég fékk þá hugdettu að byggja mér sumarhús á Víðihóli fórum við pabbi til Viggós til að falast eftir því að hann yrði mér innan handar og minn aðalráð- gjafi við bygginguna. En auðvit- að fór það þannig að hann gerði allt sem hann gat og miklu meira. Áhugi hans var svo mikill að alveg var sama hvaða vitleysa mér datt í hug, hann tók öllu brosandi. Stundum fórum við upp á Fjöll snemma að morgni og heim að kvöldi einungis til að mæla og hugsa. Mamma sagði eitt sinn við mig, „Hvað eruð þið Viggó nú að fara að gera upp eft- ir“? og svaraði ég „Við erum að fara að mæla og hugsa“. Þá dæsti hún og sagði „Aumingja Viggó“. Ég sagði Viggó þetta þegar við vorum að keyra upp úr Jökuldalnum. Hlógum við svo mikið að þessu að ég varð að stoppa bílinn. Þetta var alveg yndislegur tími og gátum við endalaust gantast með hlutina og mikið var búið að hlæja. Stund- um kom Herdís með, pabbi og Sigríður Friðný sem þá var fimm ára. Þegar Sigríður var spurð hvernig hún nennti þessu svaraði hún að þetta væri svo skemmti- legt, enda Viggó svo duglegur að hafa hana með í verki, enda lét hann okkur alltaf halda að við værum algerir snillingar. Hann kenndi mér mikið um smíðar og stakk að mér einu og einu skrúf- járni og þvingu sem hann sagði að væri nauðsynlegt að hafa hér upp frá. Enn í dag nýt ég hand- verka hans í Höllinni minni á Fjöllum og hefði hans ekki notið við hefði hún ekki orðið að því sem hún er og hefði kannski ekki orðið að veruleika. Viggó var ein- stakur að því leyti að vera alltaf glaður og hvetjandi. Hann hvatti mig áfram við smíðina, hvort sem um húsið eða Hallarpallinn var að ræða. Ég kveð Viggó með þakklæti í hjarta og sendi Herdísi, dætrum og fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Við kveðjum góðan dreng. Oktavía H. Ólafsdóttir. Árið er 1964. Ég er ásamt vin- konu minni á kvöldrúntinum í Reykjavík og er við göngum þennan hefðbundna rúnt niður Bankastræti rennur amerískur, blár kaggi, Ford 5́9, upp að hlið okkar og stansar. Í framsæti bílsins situr Herdís systir mín og hrópar til okkar að setjast upp í bílinn. Við smeygjum okkur inn í aftursætið. Við stýrið er ungur, hress náungi sem spjallar hisp- urslaust við okkur unglingsstelp- urnar. Þannig voru fyrstu kynni mín af Viggó Jónssyni frá Möðrudal, síðar mági mínum sem þarna var á rúntinum með nýju kærustuna. Frá þeim tíma varð hann vinur minn og vel- gjörðarmaður. Hann var maður- inn sem reddaði öllu stóru og smáu. Rúmlega tvítug keypti ég fyrsta bílinn minn með dyggri aðstoð Viggós og í hvert skipti sem eitthvað kom upp á var hann óðara mættur, ýmist til að skipta um dekk eða skríða undir bílinn og úrskurða svo um framhaldið. Greiðviknari og hjálpsamari mann var vart að finna og ég veit með vissu að þeir sem hann þekktu geta heilshugar tekið undir það. Fyrstu árin bjuggu Viggó og Herdís í Reykjavík, eignuðust þar sínar tvær dætur en fluttu síðar austur í Egilsstaði. Með tímanum byggðu þau sér ein- býlishús í Fellabæ og bjuggu þar í fjöldamörg ár. Örlögin höguðu því þannig að innan við fertugt greindist Viggó með þann illvíga sjúkdóm Parkinson. Framan af hafði hann þokkalega starfsgetu en síðar þegar sjúkdómurinn ágerðist lá leiðin aftur til Reykja- víkur. Síðastliðin sjö ár dvaldist hann á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Nú þegar Viggó hefur lokið lífsgöngu sinni minnist ég og fjöl- skylda mín allra góðu stundanna sem við áttum á heimili hans og Herdísar sem stóð okkur alltaf opið. Eins og farfuglarnir á vorin ókum við á hverju einasta sumri í ótalmörg ár austur þar sem okk- ur var tekið sem höfðingjum og ófá voru þau skiptin sem Sigga dóttir mín dvaldi hjá þeim og átti þar góðar stundir. Þetta einstaka samband og umgengni hefur haldist æ síðan. Vinskapurinn hélt áfram með dætrum þeirra, Hildi og Vigdísi, og hefur okkar heimili ætíð staðið þeim og fjöl- skyldum þeirra opið. Öll minn- umst við manns sem alltaf var léttur í lund og fórst allt verk vel úr hendi, hvort sem það var að setja upp rólur fyrir börnin, gleðja þau með því að fylla sund- laugina við húsið af vatni eða hjálpa vinum og vandamönnum. Hann var það sem með réttu má kalla þúsundþjalasmiður. Fyrir hönd eiginmanns og barna, systkina minna og fjöl- skyldna þeirra kveð ég Viggó með þeirri virðingu sem hann á skilið og sendi Herdísi, dætrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Valgerður Eiriksdóttir. Viggó Arnar Jónsson HINSTA KVEÐJA Þú ávallt fylltir hjörtu af gleði réttir fram hjálparhönd þegar fólk átti í streði. Einstakur bróðir varstu mér og óskaði ég ávallt að fylgt gæti ég þér. Nú á kveðjustundu er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og bið að ljósið lýsi upp þinn veg til æðri tilveru þar sem þín bíða vinir í varpa. Elsku Herdís og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur Minning Viggós bróður lifir. Kristín Dúlla og fjölskylda. þekktir orðið allt og alla. Þú naust þess að fara í Hveragerði, Stykkishólm eða á Kanarí að sóla þig. Púttdellu fékkstu svo á háu stigi og varðst bara ansi góð, komst svo arkandi í kaffi með verðlaunapeningana svo að klingdi í. Rúmlega sjötug fórstu að kvarta yfir því að vera ekki orðin langamma. Innan fárra ára var aldeilis bætt úr því; nú er sjötta langömmubarnið á leið- inni, lítil stelpa sem Birkir Rafn og Elísabet eiga von á þann 14. ágúst og þú barðist hart fyrir því að ná að sjá hana en þurftir að játa þig sigraða, elsku mamma. Já, það er margt sem þú áttir ógert; langömmubörnin áttu öll að fá jólasokka í jólagjöf, þú varst búin með þrenn pör og ég vona að ég geti lokið við hin þrenn í tíma. Þú varst leið yfir því að ná ekki að klára húfuna hans Breka en ég er búin að biðja Hildi Hlín um að klára hana fyrir þig. Elsku mamma, þú varst drottning í hárri höll, þeir voru erfiðir þessir 66 dagar sem þú varst veik en ég er bæði sátt og glöð með að hafa farið í gegnum þetta með þér. Við bæði grétum og hlógum mamma mín. Við náð- um síðan öll að vera hjá þér þeg- ar þú skildir við og lokaðir þín- um mislitu augum. Guð einn veit hvað ég á eftir að sakna þín, ger- semin mín, og mundu að þú varst besta mamma í heimi. Ég elska þig. Þín dóttir, Bjarnlaug. Elsku besta mamma mín, mikið er þetta mér óraunveru- legt að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. Þetta gerðist allt svo hratt; algerlega á ljóshraða. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku mamma. En ég þarf bara að muna hvað ég er rosalega heppin að eiga svo margar ynd- islegar minningar um þig. Þú varst ekki bara lang besta mamman í öllum heiminum held- ur varst þú líka ein af mínum bestu vinkonum. Við erum búnar að ganga í gegnum svo margt saman. Við fjölskyldan höfum átt yndislegar stundir saman, t.d. má nefna hvað það var oft mikið hlegið og mikið fjör á Heiðarhrauninu og spjallið stóð oft langt fram á nótt, sem endaði oftast á þessum orðum frá pabba: „Hvað er þetta? Ætlið þið ekkert að fara að sofa í haus- inn á ykkur.“ Grín og glens var nú alveg að þínu skapi. En við höfum nú grátið af gleði nokkr- um sinnum saman, og jú, svo hefur sorgin bankað upp á hjá okkur og þá höfum við grátið af mikilli sorg. Það sem kemur svo sterkt upp í huga mér núna, er að við systkinin fengum tvær setningar frá ykkur pabba með okkur út í lífið. Þetta eru setn- ingar sem ég segi við mín börn í þeirri trú að þær hjálpi þeim líka á lífsleiðinni. Það var alveg sama hvaða vitleysu maður var búinn að koma sér í, þið pabbi dæmduð aldrei, heldur stöppuð- uð þið í mann stálinu og gáfuð okkur kraft og í kjölfarið komu þessar setningar frá ykkur: „Ekki dæma aðra því þú veist aldrei hvort þú eigir sjálf/ur eft- ir að lenda í sömu sporum á lífs- leiðinni.“ Og svo: „Það er ekkert svo slæmt að það sé ekki hægt að laga það.“ En nú græt ég stanslaust þar sem söknuður minn er svo mikill til þín, ég sakna líka pabba endalaust mik- ið. En nú er ég búin að átta mig á því að þessi söknuður til ykkar er svo mikill að það er ekki hægt að laga hann, því miður. En ég er líka búin að komast að því á lífsleið minni að það er ekki hægt að laga söknuð vegna ást- vinamissis, söknuður lagast aldr- ei en það er hægt að læra að lifa með þessu. Nú, allt í einu, finnst mér eins og að þú sért að strjúka á mér öxlina, en þú ert samt smá hlæjandi að mér. Því ég sit hér og er að koma ein- hverju á blað um þig. Ég er um- vafin yndislegum minningum um þig og græt af söknuði til þín. Ég er búin að troða bréfi í báðar nasirnar á mér þar sem ég græt svo svakalega mikið. Það er nú ekki hægt annað en að hlæja að þessum tissjúbréfum í nösum mínum. Sem betur fer er oft stutt í húmorinn hjá okkur, þú hafðir húmorinn sko með þér í gegnum veikindin þín. Ég gleymi því aldrei einn morgun- inn á spítalanum, þú hafðir ælt og varst með frekar mikla ógleði, að þá sagðir þú við hjúkkuna: „Ég get allavega lofað þér því, elskan mín, að ég er ekki ólétt, þetta er ekki morgun- ógleði hjá mér.“ Mikið hlógum við að þessu gríni hjá þér þenn- an morguninn. Svo var nú já- kvæðnin heldur ekki langt frá í veikindunum þínum og baráttu- hugurinn var alltaf til staðar þrátt fyrir þessa miklu verki sem hrjáðu þig í þessari rússíbanaferð sem við vorum í. Þú hafðir frábær vopn með þér, húmor, jákvæðni og baráttuhug, en þau dugðu ekki til í þessari orrustu. Ég er svo svakalega stolt af þér, elsku mamma, ég veit ekki hvernig ég á að að þakka Guði fyrir það yndislega hlutverk sem hann gaf mér í þessu lífi að fá að vera dóttir þín. Ég verð Guði ævinlega þakklát, því betri móður er ekki hægt að hugsa sér. Ég elska þig endalaust, elsku mamma, knúsaðu pabba frá mér. Guð geymi ykkur. Guðrún María Vilbergsdóttir. Elsku besta amma, það er svo mikið erfitt að fatta það að þú sért ekki lengur hjá okkur, þetta er allt svo skrítið. Þú ert komin til himna til afa og situr við hlið- ina á honum og horfir niður til okkar. Mér þótti svo fallegt hvernig Friðjón Ingi var að út- skýra fyrir Agnesi Eyvöru hvernig þetta væri. Amma sefur núna á daginn og vakir á nótt- unni eins og Villi afi gerir til að passa okkur á nóttunni. En mikið eigum við margar og yndislegar minningar um þig, elsku amma. Við höfum verið svo heppin að búa svona nálægt þér og að fá að vera mjög mikið í kringum þig, ekki bara af því að samgangurinn var mikill því þú varst líka svo dugleg að hjálpa mömmu með systkini mín ef leikskólinn var lokaður eða bara ef þau voru veik. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa, sama hvað það var. Við bræðurnir vorum svo heppnir að læra á spil hjá þér, þú varst svo mikil spilakona, fyrsta spilið sem maður lærði hjá þér var Olsen Olsen og er Friðjón Ingi alveg búinn að læra það, hann biður okkur oft að koma í Olsen Olsen. En ég þarf að taka við og klára að kenna litla stuðboltanum henni Agnesi Eyvöru fyrir þig, amma mín , því þú varst nú bara nýbyrjuð að kenna henni Olsen Olsen. Ég tek stoltur við af þér að klára að kenna litlu systur, því ég er mik- ill spilakarl eins og þú, ég hef svo væntanlega erft þetta frá þér, amma mín, hversu sjúkur ég er í spil og spilagaldra. Við elskum þig, elsku amma Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Vilberg Atli, Friðjón Ingi og Agnes Eyvör. Mig grunaði ekki í byrjun sumars að ég ætti eftir að sitja hér á fallegu ágústkvöldi vitandi það að þú værir ekki lengur með okkur. Á svona tímum hellast yf- ir mann minningarnar frá þeim tíma sem við áttum saman. Ég man alltaf eftir því að þeg- ar við Halldór vorum frekar ný- byrjuð saman þá var hann mjög ákveðinn í því að ég kæmi með honum upp í Grindavík til þín og fengi að smakka kúrekastöppu og indíánamús. Ég man alltaf að ég hugsaði hvað það væri nú í ósköpunum en þar sem hann lagði mikla áherslu á það þá varð ég auðvitað að prufa og ég var sko ekki svikin. Við höfðum ákveðið að gista í hjá þér og í há- deginu daginn eftir þá sátum við öll saman við hringborðið í eld- húsinu, ræddum allt milli himins og jarðar og gæddum okkur á ekta kúrekastöppu og með því, það var ein af fyrstu ógleym- anlegu minningunum sem við áttum eftir að eiga saman. Margar yndislegar minningar bættust við í framhaldinu eins og til dæmis allar minningarnar úr heimsóknunum ykkar Bjarn- laugar og Dúnu til okkar Hall- dórs í Köben, ættarmótin, ferð- irnar á Skagaströnd og ekki má gleyma spilakvöldinu eftir- minnilega jólin 2007. Ég hugsa líka oft hlýtt til minningarinnar þegar við Hall- dór tilkynntum þér að von væri á barni hjá okkur. Þú varst svo glöð og hamingjusöm fyrir okk- ar hönd og beiðst spennt með okkur eftir komu hans. Stundin sem þú hittir Fannar Mána fyrst var svo falleg og henni gleymi ég aldrei. Allar þessar minningar á ég eftir að geyma í hjarta mínu og hugsa til þeirra um ókomna tíð. Þú varst alltaf svo hress og skemmtileg og alltaf til í fjör. Þú vildir hafa gaman í kringum þig og ég brosi með mér þegar ég hugsa til smitandi hláturs þíns. Ég hugsa svo oft hvað ég var heppin að kynnast þér og fá eina aukaömmu í kaupbæti. Óvænt kom kallið og kveðjustundin sár. Ég kynnin vil þakka og met sérhvert ár, sem saman við áttum í þessum heimi. Nú Guð góður faðir þig varðveiti og geymi. (Kristín Ösp Jónsdóttir) Elsku Bjarnlaug, Jói og Dúna, ég bið þess að góður Guð veiti ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Hildur Hlín. HINSTA KVEÐJA Elsku amma, takk fyrir allan stuðninginn, óþrjót- andi þolinmæði, skilyrðis- lausa ást, allar góðu stund- irnar og fíflaskapinn í gegnum árin Ég mun sakna þín. Halldór Vilberg. Okkar ástkæri ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON, bóndi frá Valdalæk, til heimilis að Sunnubraut 5, Grindavík, lést á heimili sínu 17. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og kærleik. Fyrir hönd aðstandenda, . Kristín Þóra Valdimarsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AAGE PETERSEN, vélfræðingur, Vesturtúni 28, Álftanesi, lést á heimili sínu 9. ágúst. . Elín Sigurjónsdóttir, Guðný Lára Petersen, Selma Björk Petersen, Ellert Gissurarson, Styrmir Petersen, Margrét Gilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.