Morgunblaðið - 12.08.2016, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Í tilefni þess að
sýningu Bjarna
Bernharðar, Það
skrjáfar í nýjum
degi, lýkur þann
26. ágúst verður
dagskrá í Gerðu-
bergi í dag kl. 16.
„Bjarni Bern-
harður les upp úr
nýrri ljóðabók
sinni við undirleik Azima & Gason-
Bra. sem er listgjörningur sem eng-
inn ætti að láta framhjá sér fara.
Einnig mun Jón Proppé listfræð-
ingur bjóða gestum safnsins í leið-
sögn um verk Bjarna sem einkennast
af mikilli tilfinningu og næmi fyrir
formi og litum,“ segir í tilkynningu.
Ljóð og leiðsögn
Jón Proppé
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er kærkomið tækifæri til að
minnast Sigursveins D. Krist-
inssonar á fimm ára fresti, því hann
samdi dásamlega tónlist og var,
ásamt fleiru samferðafólki sínu,
mikill frumkvöðull og sýndi ótrúleg-
an dugnað í því að byggja upp tón-
listarkennslu og
-líf hér á Íslandi,“
segir Ólöf Sig-
ursveinsdóttir
sellóleikari, list-
rænn stjórnandi
og fram-
kvæmdastjóri
Berjadaga í
Ólafsfirði/
Fjallabyggð, sem
hefjast í kvöld og
standa til sunnu-
dags, en hátíðin er nú haldin í 18.
sinn. Á hátíðinni í ár er þess minnst
að 105 ár eru liðin frá fæðingu Sig-
ursveins, en leikin og sungin verða
ýmis verk eftir hann.
Hátíðin hefst með tónleikum í
Ólafsfjarðarkirkju í kvöld kl. 20 þar
sem fram koma Þórunn Elín Pét-
ursdóttir sópran og Sólveig Anna
Jónsdóttir píanóleikari undir yf-
irskriftinni Leikum svo lagið kátt –
látum sjá musicum. „Þórunn Elín
mun syngja fjölbreytta ljóða-
dagskrá með verkum eftir Jean
Sibelius, Sigursvein D. Kristinsson,
Hjálmar H. Ragnarsson, Báru
Grímsdóttur og síðast en ekki síst
Gustav Mahler, sem hún rannsakaði
í háskólanámi sínu en lokaritgerð
hennar í þýsku við HÍ fjallaði um
þjóðlagaarfinn Des Knaben Wun-
derhorn sem Mahler notaði mikið í
sínum tónsmíðum,“ segir Ólöf og
tekur fram að Þórunn Elín muni
m.a. flytja Söngva förusveinsins eft-
ir Mahler.
Kenna krökkum orðaleiki
Tólf eru synir tímans er yfirskrift
barnatónleika sem haldnir verða í
Pálshúsi á morgun kl. 15. „Tónleik-
arnir eru innblásnir af starfi Sigur-
veins með börnum,“ segir Ólöf, en á
tónleikunum flytur Þórunn Elín lög
eftir Báru Grímsdóttur fyrir rödd
selló og slagverk, en meðleikarar
hennar eru Ólöf á selló og Kjartan
Guðnason á slagverk. „Tónlist Báru
glitrar af einfaldleika líkt og ís-
lenska þjóðlagið. Hljóðfæraleik-
urinn undirstrikar efni ljóðanna og
mun Kjartan Guðnason kynna heim
slaghljóðfæranna. Bára er snillingur
í því að semja þessar tæru, stuttu
tónsmíðar og einstaklega fær í því
að semja fyrir tungumálið okkar.
Textarnir sem hún notar eru ís-
lenskar þulur og orðaleikir,“ segir
Ólöf og bendir á að Þórunn Elín
muni kenna tónleikagestum nokkra
íslenska orðaleiki. „Við hlökkum til
að fá sem flesta krakka á tón-
leikana, en auðvitað eru foreldrar,
afar og ömmur líka velkomin,“ segir
Ólöf og bendir á að aðgangurinn sé
ókeypis.
Sellóið ómar í kirkjunni
Gæti ég safnað saman ólíkum
röddum er yfirskrift tónleika sem
fram fara í Ólafsfjarðarkirkju annað
kvöld kl. 20. Þar flytja Ólöf og Sól-
veig Anna ýmis verk þar sem sellóið
er í forgrunni. Aðalverk tónleikanna
er sellókonsert í D-dúr eftir Joseph
Haydn, en einnig verða flutt Róm-
ansa eftir Sigursvein D. Kristinsson,
Aría fyrir selló og píanó eftir pólska
tónskáldið Kazimierz Wilkomirski
og kafli úr 4. sellósvítu J.S. Bach.
„Ég hlakka til að spila einleiks-
konsert fyrir bæjarbúa í fallegum
hljómburði Ólafsfjarðarkirkju,“ seg-
ir Ólöf, sem gerir undantekningu
þetta árið og stígur fram sem ein-
leikari á hátíðinni. „Þessi ár sem ég
hef verið listrænn stjórnandi og
framkvæmdastjóri Berjadaga hef
ég tekið þann pól í hæðina að halda
mig til hlés og vera ekki í forgrunni
sem sellóleikari heldur fremur koma
góðum, íslenskum tónlistarmönnum
á framfæri. Í þetta sinn braut ég
hins vegar regluna og lét til skarar
skríða.“
Spurð um efnisval tónleikanna
segir Ólöf að sellókonsert Haydn
hafi líkt og Bach fylgt sér lengi.
„Þetta verk eftir Haydn er nánast
það erfiðasta sem sellóleikari kemst
í tæri við. Konsertinn er bjartur,
fjörlegur og gjöfull í öllum sínum
efnivið. Það er mjög erfitt að spila
hann, en á sama tíma mjög
skemmtilegt. Sigursveinn og Wil-
komirski voru samtíðarmenn, þeir
voru báðir stjórnendur, tónskáld og
tónlistarkennarar. Verk þeirra kall-
ast mjög skemmtilega á og ég
hlakka mjög mikið til að flytja þessi
verk,“ segir Ólöf og bendir á að
verkið eftir Wilkomirski hafi aldrei
áður verið flutt hérlendis. „Vinkona
mín og kollegi, Agnieszka Bryndal
píanóleikari, benti mér á verk landa
síns,“ segir Ólöf og rifjar upp að
þær Bryndal hafi kynnst á náms-
árum sínum í Þýskalandi og komið
fram víða. „Við skiptumst á að
benda hvor annarri á spennandi
verk frá löndum okkar.“
Þrír viðburðir verða á lokadegi
Berjadaga nk. sunnudag. Klukkan
11 verður hringt til friðarmessu í
Ólafsfjarðarkirkju þar sem sr. Sig-
ríður Munda Jónsdóttir sóknar-
prestur predikar og þjónar fyrir alt-
ari, Ave Kara Tonisson leikur á
orgel, en um söng og hljóðfæraleik
sjá Sigrún Valgerður Gestsdóttir
sópran, Jón Þorsteinsson tenór og
Sigursveinn Magnússon píanóleik-
ari. Klukkan 15.30 verður boðið upp
á söngstund á dvalarheimilinu
Hornbrekku með Sigrúnu Valgerði
Gestsdóttur, Guðmundi Ólafssyni
tenór og Sigursveini Magnússyni,
en allir eru velkomnir.
Lokakvöld Berjadaga verður að
vanda haldið í Menningarhúsinu
Tjarnarborg á sunnudag kl. 20. „Þar
bregða listamenn á leik og fagna
berjauppskeru með gleði og tónlist.
Siðameistari kvöldsins, Guðmundur
Ólafsson leikari og tenór, puntar
upp á stundina með hlutverki sínu
og óvæntum leik og söng. Sérstakur
gestur er Hanna Þóra Guðbrands-
dóttir sópran,“ segir Ólöf og bendir
á að Hanna Þóra muni m.a. flytja
ítalskar aríur en Guðmundur ein-
blíni á íslensk og erlend söng-
leikjalög. Að vanda eru miðar seldir
við innganginn og á midi.is, en há-
tíðarpassi, sem veitir aðgang að öll-
um viðburðum, kostar 6.500 kr. All-
ar nánari upplýsingar um einstaka
viðburði og listamenn má finna á
vefnum berjadagar-artfest.com.
Förusveinn og barnaþulur
Berjadagar haldnir í 18. sinn Minnast Sigursveins D. Kristinssonar
Morgunblaðið/Ófeigur
Ólöf
Sigursveinsdóttir
Tilhlökkun Þórunn Elín
Pétursdóttir og Sólveig
Anna Jónsdóttir koma
fram í Ólafsfjarðarkirkju
í kvöld.
Hámarkaðu árangur þinn
Á milli þín og keppinauta þinna, þarf að jafna metin. Að brjóta tímamúra.
Kepptu við þá bestu með Edge 520, GPS reiðhjólatölva sem gefur þér færi á
að keppa við Strava tímakafla í rauntíma og þú sérð um leið árangurinn á skjánum.
Æfingin skapar
meistarann
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
NERVE 5:50, 8, 10:10
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 4, 6
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 3D ÍSL.TAL 4
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4, 6, 8
BAD MOMS 8, 10:10
JASON BOURNE 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 4