Morgunblaðið - 12.08.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.08.2016, Qupperneq 13
Ég hélt alltaf að ég væri virkilega heimsk, bara með þeim heimskari. Mér fannst gott að fá að vita hvað væri að og að ég gæti með aðstoð lækna og sálfræðinga brugðist við þegar hausinn færi á undan mér. Ég lít ekki á kvillann sem minn akkilles- arhæl, ég er ekki hann og hann er ekki ég,“ segir hún og hlær að öllu saman. Eins og svo mörgu. Meining í textanum „Þótt ég hafi átt við þunglyndi að stríða frá því ég var 14 ára, reyni ég alltaf að vera glöð. Lífið er alltof stutt og ekkert sniðugt að vera í fýlu. Í grunninn er ég ofboðslega jákvæð og finnst erfitt að hafa á stundum enga stjórn á líðan minni; vera leið þegar ég veit innst inni að engin ástæða er til.“ Ekki verður þó um Söru sagt að hún beri kvillana utan á sér. Á sviðinu er hún sannkölluð díva og virðist geisla af gleði og sjálfsöryggi þegar hún syngur djass, rokk, blús og hvað- eina fyrir fullum sal af fólki. Hún bæði talar, hlær og syngur hátt og af mikilli innlifun. Þegar hér er komið sögu hefur hún ekkert á móti því að taka upp létt- ara spjall. Til dæmis um söngnámið, sem hún loks dreif sig í árið 2012 og sinnti af einurð og festu, dramatík, nám í Skapandi tónlistarmiðlun í Listaháskóla Íslands sem stendur fyrir dyrum, tattú og gæludýr. „Ég herti upp hugann, tók inn- tökupróf í Tónlistarskóla FÍH og hélt útskriftartónleika mína í vor. Yf- irskriftin var Dauði og önnur drama- tík með lögum frá ýmsum tímabilum um morð og framhjáhöld. Mjög falleg og áhugaverð,“ segir Sara kankvís á svip. Ertu dama sem er mikið fyrir drama? „Ég er rosalega mikil „show- kona“. Helst vil ég syngja dramatísk lög þar sem ég get verið með leikræna tjáningu. Mér finnst miklu auðveldara að vera einlæg í söngnum ef textinn er góður og einhver meining í honum. Annars hef ég gaman af allri tónlist nema dauðarokki, hraði og gott tempó eru mér að skapi. “ Hvernig myndirðu lýsa rödd- inni? „Mér skilst að hún sé fremur stór, nái djúpt og hátt og raddsviðið sé breitt, enda hef ég alltaf verið sögð hávær, bæði í leik og starfi. Ég var alin upp við að tala hátt og skýrt þannig að allir heyri, halda vel utan um orðin.“ Alvara og ævintýri Samhliða söngnáminu kenndi Sara í Tónsölum í Kópavogi, söng við brúðkaup, jarðarfarir, í afmælum, bauð upp á söngkennslu gegn vægu gjaldi og hóf annað slagið upp raust sína á skemmtistöðum svo fátt eitt sé talið. Hún lét af hringlandahættinum, fann sig aftur í söngnum og sér fram á að hafa yfrið nóg að gera næstu misserin. „Ég er í miklu stuði þessa dag- ana, geri bara það sem mér finnst skemmtilegt,“ segir hún og hyggst strax eftir Zetterlund-tónleikana í Hörpu fara til Hveragerðis þar sem hún syngur bakrödd á Amy Wine- house-stórtónleikum Bryndísar Ás- mundsdóttur í Skyrgerðinni. Seinna í mánuðinum tekur svo alvara lífsins við, eða ævintýri eins og hún kýs að kalla næsta verkefni: Nám í skapandi tónlistarmiðlun í LHÍ. „Ég gerði í viðtölum grein fyrir námsörðugleikum mínum og kvíða og hvað þetta nú allt saman er sem háir mér, og var þá sagt að tekið yrði fullt tillit til mín að því leytinu. Ég er bæði spennt og hlakka til að byrja, þótt ég viti í rauninni ekkert hvað ég er að fara út í. Vonandi tekst mér að halda mér við efnið í þessi þrjú ár auk tveggja ef ég tek kennsluréttindi, sem ég gæti vel hugsað mér.“ Mörg járn í eldinum Sara ætlar ekki aðeins að sinna náminu í vetur, því hún er búin að ráða sig sem kennara í ryþmadeild Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hún hyggst halda áfram starfi sínu í lík- amsræktarstöðinni Heilsuborg þar sem hún hefur verið í móttökunni frá því í sumar og gerir ráð fyrir að halda fleiri Zetterlund-tónleika. Þá eru ótalin áhugamálin, Boot Camp til að mynda. „Ég hef reyndar ekki mátt æfa undanfarið því ég var að fá mér mín fyrstu tattú,“ upplýsir hún. Af hverju og hvernig? „Mig hafði lengi langað að fá mér tattú, sitt á hvora ristina, annars vegar f-lykilinn og hins vegar g- lykilinn, sem væru eins og kettir í laginu. Svo vildi ég gera Baldri, hundinum mínum, og Megasi, kett- inum mínum, sem þurfti að svæfa í fyrra vegna krabbameins, hátt undir höfði og létt flúra það þriðja á fram- handlegginn, en það er hjarta utan um labradorhund og kött. Tónlist og dýr eru nefnilega mínar ær og kýr,“ segir söngkonan með stóru röddina. rir drama Húðflúr Baldur og Megas í hjarta og f- og g-lykill í kattarlíki. A Band on Stage F.v. Ármann Guðmundsson, Loftur S. Loftsson og Sara. Leikræn tjáning Sara syngur af innlifun og stundum með öllu andlitinu. „Mér finnst miklu auð- veldara að vera einlæg í söngnum ef textinn er góður og einhver mein- ing í honum.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.