Morgunblaðið - 12.08.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Svona hljóðaði pistill Páls Vil-hjálmssonar í gær:
Þá vil ég að lokum taka framað 365 er fjölskyldufyrirtæki.
Von mín er að við
stöndum saman
sem ein fjöl-
skylda,“ skrifaði
eiginkona Jóns Ás-
geirs Jóhann-
essonar í dreifi-
bréfi til
starfsmanna 365
miðla.
Einn af öðrum ganga lyk-ilstarfsmenn úr skaftinu í
fjölskyldu Jóns Ásgeirs. Flóttinn
stafar af þrúgandi andrúmslofti
innan fjölskyldunnar.
Fjölskyldur splundrast sjaldn-ast vegna einstakra eða af-
markaðra atburða. Iðulega er
langt og margbrotið ferli að baki
þegar eymdin kemur upp á yf-
irborðið. Brotnar fjölskyldur er
erfitt að líma saman, eftir að leið-
indin verða opinber. Enn síður
þegar höfuð fjölskyldunnar er sér-
gæskan uppmáluð.“
Þetta var upplýsandi allt samanog leysir úr vafamáli á vinnu-
stað. Þar situr eiginmaður eigand-
ans í hásæti, en ber þó ekki
starfsheiti sem lýsir raunveruleg-
um áhrifum hans.
Starfsfólkið á í vandræðummeð, hvernig það skuli ávarpa
alvaldinn og ræða um hann sín á
milli. Nú hefur formlegi eigandinn
leyst úr því með afgerandi hætti.
Best fer á því að starfsfólkið kalli
skærustu ljósaperu samsteyp-
unnar „Jón frænda.“
Þægilegt, alþýðlegt og notalegtog þekkt úr samhentum fjöl-
skyldum.
Onkel Jóakim
STAKSTEINAR
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18
AFMÆLISTILBOÐ
VIÐ ERUM 20 ÁRA
Með hverjum keyptum gleraugum
fylgja sólgleraugu með í kaupbæti
Verið velkomin í sjónmælingu
Veður víða um heim 11.8., kl. 18.00
Reykjavík 14 skýjað
Bolungarvík 8 heiðskírt
Akureyri 15 alskýjað
Nuuk 8 alskýjað
Þórshöfn 10 rigning
Ósló 18 rigning
Kaupmannahöfn 16 skýjað
Stokkhólmur 15 heiðskírt
Helsinki 15 skýjað
Lúxemborg 13 rigning
Brussel 12 rigning
Dublin 20 alskýjað
Glasgow 16 rigning
London 22 skýjað
París 21 léttskýjað
Amsterdam 15 rigning
Hamborg 12 rigning
Berlín 17 alskýjað
Vín 17 léttskýjað
Moskva 26 léttskýjað
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 29 heiðskírt
Barcelona 24 heiðskírt
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 28 heiðskírt
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 25 rigning
Montreal 19 heiðskírt
New York 31 rigning
Chicago 31 rigning
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:12 21:54
ÍSAFJÖRÐUR 5:02 22:14
SIGLUFJÖRÐUR 4:44 21:58
DJÚPIVOGUR 4:38 21:28
„Þetta hrekkur í allar áttir. Mér
finnst gott að gefa penslunum frelsi
og sjá hvað kemur út úr því,“ segir
Aðalsteinn Vestmann, myndlist-
armaður á Akureyri. Sýning á mál-
verkum hans verður opnuð í Gallerí
Vest að Hagamel 67 í Reykjavík síð-
degis í dag, á 84. afmælisdegi Að-
alsteins.
Aðalsteinn lærði við Handíða- og
myndlistarskóla Íslands og kynnti
sér einnig myndlist í Finnlandi.
Hann hefur unnið að myndlist í
marga áratugi og starfaði auk þess
sem myndmenntakennari við Barna-
skóla Akureyrar. Hann hefur haldið
fjölda einkasýninga og tekið þátt í
samsýningum og þá einkum norðan
heiða.
„Ég nota tímann til þess, þegar ég
get ekkert annað gert,“ segir Að-
alsteinn en viðurkennir að hann
standi við trönurnar flesta daga. Seg-
ir ágætt að drepa tímann við þessa
iðju enda gleymi hann sér gjarnan
við hana. „Ég er aldrei klár á því
hvað úr þessu verður. Það er kannski
hugsunarleysi að skipuleggja þetta
ekki betur en ég hef mest gaman af
því að láta þetta ráðast.“
Hann lagði olíulitunum fyrir mörg-
um árum og beitir penslinum nú ein-
göngu í akríl og vatnsliti.
Myndirnar safnast ekki upp hjá
honum. „Ég veit ekkert hvað verður
af þeim. Mér finnst bara ágætt ef ein-
hverjir hafa gaman af þessu, hver
það er skiptir mig ekki máli. Ég
sendi suður allt sem ég átti, átján
myndir,“ segir Aðalsteinn.
Hann segist vera við ágæta heilsu
nema hvað hann sé farinn að tapa
heyrn. Viðurkennir þó að betra sé að
tapa heyrn en valdi á puttunum eða
sjón. Heyrnarleysið bitni aðallega á
öðrum. helgi@mbl.is
Gott að gefa
penslunum frelsi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
List Aðalsteinn Vestmann listmálari heldur enn eina sýninguna.