Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 FJÖLSKYLDAN Lisa Kudrow hefur verið gift manni sínum, hinum franska Michel Stern, í rúm tuttugu ár. Hann vinnur í auglýsingabrans- anum. Þau höfðu þekkst í sex ár áð- ur en þau byrjuðu saman en hann var þá í sambandi. Sagt er að hún hafi beðið eftir honum því hún fann strax að hann væri sá eini rétti. Hún var 31 árs þegar þau giftust og komst sú saga á kreik að hún hefði verið hrein mey fram að giftingu. Jay Leno, spjallkóngurinn mikli, átti sinn þátt í að sú saga varð lífseig en grínast var með það í þætti hans. Kudrow sagði síðar að sagan hefði ekki verið sönn. Kudrow og Stern eiga einn son, Julian Murray Stern, sem fæddur er árið 1998. Ólétta hennar var eftirminnilega skrifuð inn í seríuna þegar Phoebe gekk með þríbura fyrir bróður sinn. Lisa Kudrow á einn son, Julian Murray Stern, sem er í dag 18 ára. AFP Hrein mey? LISA KUDROW er heimsþekkt leikkona en eins og flest mannsbörn í hinum vestræna heimi vita lék hún Phoebe Buffay, einn af vinunum í hinum geysi- vinsæla sjónvarpsþætti Friends. Lisa Valerie Kudrow er fædd þann 30. júlí árið 1963 í Los Angeles í Kali- forníu. Móðir hennar, Nedra Stern, vann á ferðaskrifstofu sem sölumaður og faðir hennar, Lee N. Kudrow, er læknir sem sérhæfir sig í meðferð höfuð- verkja. Hún er yngst af þremur systkinum og er alin upp í Tarzana í Kali- forníu. Eftir menntaskóla fetaði Kudrow í fótspor föður síns og lagði stund á vís- indi en hún útskrifaðist frá Vassar College með gráðu í líffræði. Hún vann með föður sínum í átta ár en á sama tíma reyndi hún fyrir sér í leiklistinni. Á sínum yngri árum var hún vinkona grínistans Jon Lovitz sem hvatti hana til að reyna fyrir sér í gríninu. Hún gekk til liðs við grínhópinn The Groundlings þar sem hún var eina konan. Fyrsta hlutverk hennar í sjónvarpsþætti var í Mad About You, þar sem persóna hennar hét Ursula Buffay. Sú persóna lifnaði við í Friends sem hin illgjarna systir Phoebe, persónan sem öll heimsbyggðin þekkir sem eina af vinunum sex. Það var árið 1994 að hún landaði hlutverki Phoebe Buffay og lék hún hana næstu tíu árin. Hún var margoft tilnefnd til Emmy-verðlauna og hlaut þau árið 1998 sem besta leikkona í grínþætti. Eftir að Friends-ævintýrinu lauk hefur hún leikið í bæði sjónvarpsþáttum og mörgum kvikmyndum; þær þekktustu eru Romy and Michelle’s High School Reunion, Analyze This og framhaldsmyndin, Analyze That. Kudrow lék með Courteney Cox í einum þætti af Cougar Town en það var í þættinum Web Therapy, sem kom henni aftur á kortið en hún bæði skrifaði þáttinn og lék í honum. Árið 2005 lék hún Valerie Cherish í sjónvarpsseríu sem nefnist The Comeback og fjallar um grínleikkonu sem reynir að „meika“ það á ný. Hún skrifaði og framleiddi þáttinn auk þess að leika aðalhlutverkið. Þátturinn lifði aðeins af eina seríu en fékk svo framhaldslíf árið 2015. Ku- drow var tilnefnd til tvennra Emmy-verðlauna sem aðalleikkona í grínþætti fyrir þáttinn. Frægðarsól hennar hefur aldrei skinið jafnt skært og þegar hún lék í Friends. Kudrow heldur áfram að leika í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún sit- ur ekki auðum höndum þótt hlutverkin séu ekkert endilega aðalhlutverk. Á þessu ári og næsta verða sýndar margar myndir sem hún hefur leikið í eins og Boss Baby (2017), þar sem hún leikur móðurina (rödd), Table 19 (2016), Neighbors 2: Sorority Rising (2016), The Girl on the Train (2016) og Un- breakable Kimmy Schmidt (2016). FRÆGÐIN Friends fór í loftið árið 1994 og var í loftinu næstu tíu árin. Hann er einn vinsælasti grínþáttur allra tíma en í öllum tíu seríum komst hann inn á topp tíu lista. Í átt- undu seríu náði þátturinn toppsæt- inu. Síðasti þátturinn af Friends, sem sýndur var 6. maí árið 2004, dró að sér 52,5 milljónir áhorfenda í Banda- ríkjunum og varð hann þar með sá þáttur sem mest áhorf hafði á ní- unda áratug síðustu aldar. Leikararnir sex, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer áttu öll sinn þátt í vin- sældum þáttarins ásamt frábæru handriti þeirra Davids Crane og Mörtu Kauffman. Vinir í áratug Leikararnir í Friends koma hér saman á mynd á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2002 þegar þátturinn var valinn besti gamanþátturinn. AFP SMELLURINN Persóna Kudrow, Phoebe Buffay, átti það til að taka upp gítarinn og skemmta gestum og gangandi með frumsömdu efni. Eftirminnilegasta lag seríunnar er án efa lagið um illa lyktandi kött. Lagið Smelly Cat er orðið ódauð- legt. Hér má sjá textann að viðlag- inu en lagið sjálft er mun lengra. Smelly cat, smelly cat What are they feeding you? Smelly cat, smelly cat It’s not your fault They won’t take you to the vet You’re obviously not their favorite pet You may not be a bed of roses And you’re no friend of those with noses Smelly cat, smelly cat What are they feeding you? Smelly cat, smelly cat It’s not your fault! Getty Images/AFP Smelly Cat Hvað varð um Lisu Kudrow? AFP Kudrow giftist hinum franska Michel Stern fyrir 21 ári. Getty Images/AFP ’Fyrstahlutverkhennar í sjón-varpsþætti var í Mad About You, þar sem per- sóna hennar hét Ursula Buffay. Sú persóna lifnaði við í Friends sem hin illgjarna systir Phoebe, persónan sem öll heims- byggðin þekkir sem eina af vin- unum sex. Tannlæknastofa Sifjar Matthíasdóttur er flutt á Tannlæknastofuna Tannlind. Bæjarlind 12, 2. hæð Kópavogi. Tímapantanir í síma 564-1122

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.