Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.08.2016, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.8. 2016 VETTVANGUR Í réttarríki hlítum við nið-urstöðum dómstóla. Í þeimskilningi deilum við ekki við dómarann eins og stundum er sagt. Ekki er þar með sagt að við séum sátt við alla uppkveðna dóma. Og þegar það gerist að við verðum svo ósátt við niðurstöður dómstólanna að okkur finnast þeir beinlínis verða viðskila við réttlætið er gott og hollt að láta í sér heyra. Þegar ég las nýlegan úrskurð Hæstaréttar í flugvallarmálinu svo- kallaða var mér öllum lokið. Undir- réttur hafði áður dæmt Reykjavíkurborg í vil í deilum við ríkið um framtíð Reykjavíkur- flugvallar, á grundvelli sam- komulags sem gert hafði verið á milli aðila, í byrjun þessa kjör- tímabils. Hæstarétti þótti hins vegar ekki nóg að gert og dró sam- komulag, sem ég hafði áður und- irritað sem innanríkisráðherra í lok síðasta kjörtímabils, inn í rökstuðn- ing fyrir því að hafa bæri réttinn af núverandi innanríkisráðherra til að standa vörð um flugvöll í Vatnsmýr- inni. Þetta var furðuleg niðurstaða. Samningurinn, sem hér um ræðir, var undirritaður vorið 2013 og bar yfirskriftina „Samkomulag um end- urbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkur- flugvelli“. Skýrar verða samnings- markmið varla skilgreind. Enda var þetta andi samkomulagsins og velk- ist enginn í vafa um þann anda sem kynnir sér efni þess. Fljótlega eftir að þetta sam- komulag um bætta aðstöðu fyrir inn- anlandsflugið var undirritað, kom hins vegar í ljós að Reykavíkurborg ætlaði ekki að standa við sinn hlut, heldur aðeins ná til sín yfirráðum yf- ir byggingarlandi. Gekk nú á með yf- irlýsingum af hálfu borgarinnar um að senn væru dagar flugsins í Reykjavík taldir! Leggist menn í fjölmiðlarýni frá þessum tíma kemur glögglega í ljós hver viðbrögðin voru við vanefndum borgarinnar. Tíu dögum eftir undirritun birti ég í nafni embættis míns grein í Morg- unblaðinu sem hét „Enginn flug- völlur – ekkert samkomulag“. Grein- ar sama efnis með ítarlegum rökstuðningi fylgdu í kjölfarið. Aldr- ei komu minnstu viðbrögð frá Ráð- húsinu, sem nú tók að leita hófanna um nýtt samkomulag í stað þessa samnings sem að engu var orðinn. Segir ekki frekar af honum þar til hann dúkkar nú upp í Hæstarétti! Mér sýnast dómarar í Hæstarétti hafa gert nákvæmlega það sem ég leyfði mér á sínum tíma að gagnrýna fulltrúa Reykjavíkurborgar fyrir, nefnilega að líta á samninga á sama hátt og menn nálgast konfektkassa, seilast eftir þeim bitum sem hug- urinn girnist en láta aðra liggja. Þetta getur varla verið réttmætt, annaðhvort eru samningar virtir í heild sinni eða þeir eru það ekki og til þess ber Hæstarétti að sjálfsögðu að horfa. Af hálfu Reykjavíkurborgar var aldrei látið svo lítið að svara rök- semdum innanríkisráðherra um brigð á umræddum samningi. En gæti verið að sjá megi ljós í myrkr- inu? Ég heyrði ekki betur en að borgarstjóri segði í vikunni að leita þyrfti eftir þjóðarsamstöðu um framtíð flugvallarins – að vísu nefndi hann þar Hvassahraun en ekki Vatnsmýri. En þjóðarsamstaða þýð- ir væntanlega að þjóðinni allri komi málið við. Láti gott á vita. Hæstiréttur og konfektkassinn í Vatnsmýrinni ’Ég heyrði ekki betur enað borgarstjóri segði ívikunni að leita þyrfti eftirþjóðarsamstöðu um fram- tíð flugvallarins – að vísu nefndi hann þar Hvassa- hraun en ekki Vatnsmýri. En þjóðarsamstaða þýðir væntanlega að þjóðinni allri komi málið við. Láti gott á vita. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/RAX Pétur Ingason, 86 ára gamall flugvirki fráDrangsnesi við Steingrímsfjörð áStröndum, sem er búsettur í Locks Heath fyrir utan Southampton á Englandi, kom færandi hendi í aðalstöðvar Knattspyrnu- sambands Íslands í Laugardal miðvikudaginn 17. ágúst. Hann afhenti KSÍ ljósmynd af Al- mannagjá á Þingvöllum, sem íslenskir knatt- spyrnumenn færðu skoska knattspyrnuþjálfaranum Robert Templeton að gjöf eftir að hann hafði þjálfað leikmenn úr KR, Fram og Víkingi í tvo mánuði sumarið 1922. Það var hrein tilviljun að Pétur eignaðist myndina upp úr 1970 – er hann bjó í Paisley í Skotlandi ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóns- dóttur. Pétur, sem starfaði hjá Flugfélagi Ís- lands og síðan Flugleiðum í Glasgow frá 1961 til 1979, sá þá um í frítíma sínum að útvega Skotum ýmsa gamla antikmuni frá Íslandi, eins og klukkur, lampa, stóla, borð og myndir. Hann leitaði þá víða uppi gamla ramma utan um myndir. „Um tíma var það mikið í tísku í Skotlandi að fá antikmuni frá Íslandi. Ég fór í fornverslun eina í Paisley til að leita eftir römmum, þegar eigandinn bauð mér eitt sinn mjög vandaðan og fallegan ramma og sagði við mig að ég gæti hent ljósmyndinni sem væri í honum. Ég leit á myndina og sá Almannagjá blasa við. Ég sá að það hafði verið skjöldur á myndinni. Ég fékk að gramsa í kassa sem myndin var í og fann þá silfurskjöld, en á hann var letrað: „Til R. Templeton. Frá íslenskum knattspyrnumönnum 1922.“ Í eitt hornið á myndinni er ritað: „Ólafur Magnússon 1922.“ Hálfgerður safngripur „Ég festi skjöldinn á rammann þegar ég kom heim með myndina – og ætlaði að kanna málið betur síðar. Myndin fylgdi mér – var í geymslunni eða uppi á háalofti,“ sagði Pétur, sem lét verða af því í nóvember 2012, eða 42 árum eftir að hann keypti rammann og mynd- ina, að hafa samband við KSÍ til að grennslast fyrir um myndina, sem er 66x50 cm, og kanna hvort sambandið vissi eitthvað um atburðinn 1922 – og eins og hann sagði í bréfi til KSÍ: „Hafið þið áhuga á að fá hana í ykkar safn? Það má segja að þetta sé orðinn hálfgerður safngripur.“ Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugar- dalsvallarins, sem sér um myndir og ýmsa muni í eigu KSÍ, sendi Pétri bréf með upplýs- ingum um Templeton og dvöl hans hér á landi 1922. Ólympíunefnd knattspyrnumanna fékk hann til að koma hingað til að kenna knatt- spyrnumönnum galdra knattspyrnunnar og undirbúa þá fyrir alþjóðakeppni. Templeton kom með Gullfossi til Reykjavíkur 19. maí og fór héðan með Botníu 16. júlí. Hann og Egill Jakobsen völdu saman lið til að keppa við skoska liðið Civil Service sem lék hér tvo leiki um sumarið. Templeton undirbjó síðan leik- mennina fyrir verkefnið. Þess má geta að hann dæmdi einn leik á Íslandsmótinu. Áður en Templeton fór af landi brott með gufuskipinu Botníu til Leith í Skotlandi var haldið kveðju- hóf fyrir hann og honum færðar gjafir. Bréf til ritstjóra Morgunblaðsins Robert Templeton sendi Þorsteini Gíslasyni, ritstjóra Morgunblaðsins, bréf, sem var birt á bls. 8 í blaðinu 18. júlí 1922. Þar þakkar hann myndagjöfina og góðvild. „Þökk. Herra ritstjóri! Ég vil leyfa mér, að biðja yður að láta blað yðar flytja knatt- spyrnumönnum hér og stjórnum félaganna ásamt hr. E. Jacobsen kærar þakkir mínar fyrir hina fögru gjöf, er mér var afhent áður en ég fór af landi burt, og alla þá góðvild, er mér hefir verið auðsýnd þann tíma, sem ég dvaldist hér. Mér mun aldrei líða úr minni þær ánægju- stundir, sem ég hef haft í hinni fyrstu ferð minni til Íslands. Og mun ég gera allt mitt besta til að fá félag mitt (Hibernians FC) til að koma til Íslands næsta ár. Þegar ég segi yfir- mönnum félags míns frá því, hvernig farið hef- ir verið með mig hér, munu þeir eflaust senda flokk sinn hingað. Í þeirri von, að þér ljáið þessu rúm í heiðruðu blaði yðar, þakka ég aft- ur vinum mínum alla þá gestrisni er þeir hafa sýnt mér, og kveð yður með virðingu. Yðar R. Templeton.“ Hver var Templeton? Robert Templeton fæddist í Paisley 1894, þannig að hann var 28 ára er hann kom til Ís- lands. Hann dó í Paisley 1967, 73 ára. Hann lék 251 leik sem varnarmaður hjá Hibernian 1912- 1927 og var knattspyrnustjóri liðsins 1925 til 1936, þannig að hann var knattspyrnustjóri og leikmaður í tvö ár. Templeton og Friðþjófur Thorsteinsson, Fram, léku saman með Hibs í fimm ár, 1913-1917, er Friðþjófur lék sem áhugamaður með liðinu er hann var í námi í skipasmíði í Edinborg. Templeton lifði það ekki að Hibs kom til Íslands 1973 til að leika Evrópuleik gegn Keflavík. Ljósmyndarinn meistari Þegar Pétri Ingasyni, sem kom á dögunum til Íslands í fyrsta skipti í þrettán ár – með mynd- ina góðu í farteskinu, var sagt hver ljósmynd- arinn sem tók myndina væri, sagði hann: „Stórkostlegt – það gerir myndina enn sögu- legri. Ég er ánægður – myndin er komin heim!“ Ljósmyndarinn Ólafur Magnússon var einn af fjórum leikmönnum Fram sem urðu marg- faldir meistarar með félaginu. Ólafur varð fimmfaldur meistari á árunum 1913-1918. Tryggvi bróðir hans var tífaldur meistari, Karl tvöfaldur og Pétur Jón Hoffmann nífaldur meistari. Hann var jafnframt fyrsti formaður Fram og skoraði fyrsta markið á fyrsta Ís- landsmótinu 1912. Faðir þeirra var Magnús Ólafsson, konunglegur hirðljósmyndari, sem var með ljósmyndastofu við Templarasund. „Myndin er komin heim!“ Ljósmynd af Almannagjá fór frá Íslandi með gufuskipinu Botníu til Leith í Skotlandi 1922 og kom aftur með flugvél Icelandair frá Heathrow í London 94 árum síðar. Pétur Inga- son flugvirki færði KSÍ þessa sögulegu mynd í vikunni en hann fann hana fyrir tilviljun í fornverslun í Paisley í Skotlandi fyrir 46 árum – og bjargaði henni. Sigmundur Ó. Steinarsson soss@simnet.is Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ – til hægri, tók við myndinni góðu sem hún og Pétur Ingason halda á. Á milli þeirra eru Guðrún Pétursdóttir Palmer, dóttir Péturs, og eiginmaður hennar, Andrew Palmer. Ljósmynd/KSÍ Robert Templeton

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.